Vikan


Vikan - 29.01.1970, Page 9

Vikan - 29.01.1970, Page 9
Þær eru allar mjög falleg- ar stúlkur, og það verður enginn svikinn, sem lendir í þeirra höndum. Þær eru jafn færar í „hjálp í viðlögum“ og í snyrtingu, Og i neyðar- tilfelli geta þær lagt að velli sterkustu karlmenn, svo það getur lílca verið varhugavert að gerast nærgöngull við þær. „Hjálp í viðlögum“ og snyrtingu læra þær hjá Sus- ann Kattoll (sem er í miðj- unni á efstu myndinni og til vinstri á myndinni í miðið), en þær læra að verja sig hjá þekktum judomeistara. Susann Kattoll var áður stjörnufyrirsæta, en nú er liún fyrirliði þýzku flugfreyj- anna, sem kalla sig „rauðu sveitina“. Hún kennir stúlk- unum sjálf í einkaskóla sín- um, og býr þær undir þetta óskastarf allra ungra stúlkna. Skólinn er strangur og allar reglur i félagi þeirra mjög strangar. Námskeiðin talca venjulega tvo mánuði, og fyrir stúlkur sem stunda ein- hverja atvinnu á daginn eru kvöldnámskeið. Nemendur, sem auðvitað þurfa að hafa almenna fræðslu, til að fá inngöngu í skólann, læra um- gengnismenningu, þjónustu- störf, snyrtingu, hjálp i við- lögum, og þessutan judo og karate. Það er skilyrði fyrir inngöngu í skólann að þær séu vel að sér í tungumálum. Ef þær siandast öll sin próf fá þær líka skemmtilega vinnu og vel launaða, 50—100 iriörk á dag. Það er mikils virði að fá góð meðmæli frá Susann Kattoll. Flugfreyjunum er þröngur stakkur skorinn í umgengni við flugfarþega; daður er bannað í vinnutímanum, sömuleiðis drykkja áfengra drykkja. Ivoss er brottrekstr- arsök. Þótt rauðu flugfreyj- urnar séu kaldar, sér Susann Kattoll um að flugfreyjur hennar séu aldrei látnar vera einar. s. tbi. yiKAN 9

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.