Vikan


Vikan - 29.01.1970, Qupperneq 11

Vikan - 29.01.1970, Qupperneq 11
bernsku eitthvað á og þess vegna hefði liún farið að heiman. Clianev var góður vinur Yesler-fjölskyldunnar og var þar heimagangur. Þegar hann hitti Flóru síðar í San Francisco, voru þau gamlir kunningjar. Hvers konar maður var nú faðir Jack London? Við vit- um ekkert um ætt hans ann- að en það, að liann var Ir- lendingur í húð og hár en sennilega fæddur í Ameríku. Hann hafði verið sjómaður í mörg ár. Síðar fékkst hann við sknftir og kennslu. Hann las heimspeki, stærðfræði, stjörnufræði og dulspeki. Ilann var og mikill mála- maður og ágætlega að sér í sögu og Bibhunni. Chaney var fjarska veikur fyrir kvenfólki — sérstak- lega ungum elckjum. Þegar vinir hans ásökuðu hann fyr- ir það, svaraði hann jafnan. „Þetta eru örlög.“ Hann var uppstökkur og erfiður i uingengni. Peninga gat hann aldrei átt stundinni lengur og var því alltaf fá- tækur. Þegar Chaney hafði tekið saman við Flóru Wellman, setti hann á stofn heimili. Þá var hann ritstjóri timarits nokkurs og liélt á liverju sunnudagskvöldi fyrirlestra um stjörnuspáfræði. Flóra seldi aðgöngumiða að fyrir- lestrunum, sem voru vel sótt- ir, þó að mestur liluti áheyr- endanna kæmi aðeins til að hlæja að spámanninum. Flóra var ekki aðeins stjörnuspákona, heldur og miðill. Ilún hélt oft miðils- fundi. Þá var andatrú ákaf- lega vinsæl, og fólk fór á miðilsfundi til að leita ráða um allt mögulegt. Flóra og Chaney voru rnjög hamingjusöm í nokkra mánuði í San Francisco. Flóra virðist hafa elskað Chaney og viljað giftast hon- um, en hann var of niður- sokkinn í hin andlegu störf sín til að geta hugsað um jafn veraldlega hluti og hjónaband. Þegar Jack London var 21 árs, skrifaði liann Chaney til þess að spyrja hann, hvort hann væri faðir hans. Chan- ey skrifaði honum aftur: „Ég lief aldrei verið kvænt- ur Flóru Wellman, en hún bjó með mér frá 11. júni 1874 til 3. júní 1875, en þrátt fyrir það get ég ekki verið faðir yðar og ég get heldur ekki sagt með vissu, hver liann muni vera.“ Til þess að hjálpa Jack að finna föður sinn, skrifar Framhald á bls. 40. I>annig auglýsti hinn eiginlegi faðir Jacks, Chaney prófessor í stjörnufræði, fyrirlestra sína. 5. tbi. VIKAN 11

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.