Vikan


Vikan - 29.01.1970, Blaðsíða 12

Vikan - 29.01.1970, Blaðsíða 12
Smásaga eftir JACK 10ND0N AD KVEIKJA Dagskíman lagðist yfir landið, köld og grá, þegar maðurinn sneri af Yukon-leiðinni og hélt upp í hallann, þar sem fáfarinn troðn- ingur lá í austur; í gegnum skóg- arhöggslandið. Hallinn var snar, og hann stanzaði aðeins á topp- inum og afsakaði sjálfan sig með því að líta á úrið. Klukkan var níu. Sólin sást hvergi, ekki minnsti vottur af henni, jafnvel þó algjör heiðríkja væri. Dagur- inn var bjartur, óvenju bjartur, en samt var eins og einhver slæða yfir öllu. Slæða, sem dekkti sól- arlausa birtuna. Maðurinn hafði ekki áhyggjur af sólarleysinu. Hann var vanur því. Það var lengri tíma þangað til þessi dá- séð sólina, og það myndi líða enn langur tími þangað til þessi dá- samlegi lífgjafi léti sjá sig við sj óndeildarhringinn. Maðurinn leit til baka, í áttina hvaðan hann hafði komið. Yu- kon-áin lá þarna, rúmur kíló- metri á breidd og hulin undir að minnsta kosti 75 cm af ís. Og ofan á ísnum voru álíka margir cm af snjó. Allt var hvítt, engilhvítt og hvergi misfella á neinu, nema þar sem klakadröngull hafði staðið upp úr ánni er hún hafði jafnfrosið. f allar áttir, svo langt sem augað eygði, sá hvergi á dökkan díl, nema svört rönd sem lá í hlykkjum frá suðurenda eyj- arinnar, þar sem ekki sá lengra, og til norðurendans sem hvarf í slæðuvefinn. Þessi svarta rönd var leiðin, aðalleiðin, sem lá frá Chiþkoo Pass, fimm hundruð mílur til suðurs, og til Dawson, sem var 70 mílur til norðurs, þaðan enn lengra, 1000 mílur til Nulato og loks til St. Michael á Bieringssundi, sem var meira en 1500 mílur frá Nulato. En ekkert af þessu, þessi svo til endalausa, svarta rönd, sólar- leysið, ægilegur kuldinn og framandleikinn í öllu umhverf- inu, hafði nokkur áhrif á manninn. Það var ekki vegna þess að hann væri orðinn vanur þessu öllu saman. Hann var ný- kominn hingað, cheechako, eins og indíánarnir kölluðu það, og þetta var fyrsti veturinn sem hann var að heiman. Vandamál mannsins var það að hann hafði hreint ekkert ímyndunarafl. Hann var viðbragðsfljótur og skynsamur, en aðeins er um ver- aldlega hluti var að ræða. Ekki í því sem hafði einhvern stór- fengleika yfir sér. Fjörutíu stiga frost þýddi aðeins að það var fiörutíu stiga frost. Staðreyndin hafði þau ein áhrif á hann að honum fannst kalt og óþægilegt, en ekkert annað. Það hafði eng- in áhrif á hann í þá áttina að hann færi að hugleiða um mann- inn sem lífveru er háð væri hita- stigi og þaðan til hugleiðinga um ódaúðleika og stöðu mannsins í veröldinni. Fjörutíu stiga frost þýddi að það var fjári kalt og að maður varð að gæta þess að vera með hlýja vettlinga, eyrnaskjól, íklæddur kuldaskóm og þykkum sokkum. Fjörutíu stiga frost var fjörutíu stiga frost og ekkert ann- að. Alls ekkert. Hann leiddi ekki einu sinni hugann að því að eitt- hvað meira gæti verið við fjöru- tíu stiga frost en bara kuldinn. Sem hann sneri sér við til þess að halda áfram, spýtti hann út í loftið. Hrákinn fraus samstundis og sprakk í loftinu. Hann vissi að í fjörutíu stiga frosti sprakk hráki á snjónum, en þessi hafði aldrei náð í snjóinn. Það var ábyggilega kaldara en fjörutíu stig. Hann vissi ekki hversu mik- ið kaldara, en það skipti heldur ekki máli. Hann var á leið til gömlu skálanna vinstra megin í Henderson-víkinni, þar sem strákarnir biðu eftir honum. Þeir höfðu farið beinustu leið þangað, á meðan hann fór í hálf- hring, til þess að kanna hvort ekki væri hægt að ná út viði frá eyjunum í Yukon-ánni snemma um vorið, og ná þannig öllum helztu viðskiptunum. Hann reiknaði með að verða í kampin- um um sexleytið; skömmu eftir myrkur að vísu, en strákarnir væru þar með eld og heitan mat. Mat, já. Hann þreifaði með hend- inni inn undir jakkann og fann fyrir bögglinum sem innihélt há- degismatinn hans. Undir skyrtu og milliskyrtu, þétt upp við heitt hörundið, vafið inn í vasaklút. Það var eina leiðin til þess að halda kexinu frá því að frjósa. Hann brosti ánægjulega með sjálfum sér, er hann hugsaði um þessar indælu kökur, löðrandi í feiti og stór og góð sneið af steiktu svínakjöti vafin utan um hverja og eina. Hann breytti örlítið um stefnu og hélt eftir slóðinni á milli trjánna. Hún var dauf, því mik- ill snjór hafði fallið síðan síðasti sleðinn fór þarna um. Maðurinn þakkaði sínum sæla fyrir að vera svo léttur á fæti; enginn sleði og ekkert sem gat tafið hann. Já, staðreyndin var sú, að hann var ekki með neitt nema matinn, vafinn innan í vasaklút. En hann furðaði sig á kuldanum. Hann komst að þeirri niðurstöðu að það væri bara andskoti kalt, um leið og hann nuddaði nef og kinnbein með hanzkaklæddri hendinni. Hann var ákaft skeggj- aður, en hárið á andliti hans varnaði því ekki að frostið beit ákaft. Á hælum mannsins skokkaði stór, grár, eskimóahundur, sem bar þess ekki nokkur merki að hann væri ekki albróðir, eða að minnsta kosti hálfbróðir úlfsins. Dýrinu leið illa vegna kuldans, og vissi að þetta var ekki nokk- ur tími til ferðalaga. Eðlisávísun dýrsins sagði því meira en dóm- greind mannsins segir honum. Það var kaldara en fjörutíu stiga frost. Það var fimmtíu og fimm stiga frost, og það er kalt. Hund- urinn vissi ekkert um hitamæla, og ef til vill hafði hann lítið vit á því að það var svona kalt. En hundurinn skildi hættuna sem lá í hverju fótmáli, og glampinn í augum hans bar þess merki að á hverju augnabliki bjóst hann við, svona alveg eins, að maðurinn leitaði eitthversstaðar hælis fyrir kuldanum og kveikti eld. Hundurinn hafði lært að þekkja eldinn og langaði til þess að ylja sér við eld — eða þá að grafa sig í snjóinn til þess að ein- angra sig frá kuldanum. Frostið hafði setzt í feld hunds- ins, svo að hann var allur hvít- ur, og í kringum augu og kjaft voru stórir, hvítir kristallar. Rautt alskegg mannsins var líka kristallað, en með hverjum and- ardrætti stækkuðu kristallarnir og urðu að nokkurnveginn þétt- um, þykkum ís í andliti hans. Hann tuggði tóbak í sífellu en kuldinn varnaði honum að opna munninn almennilega er hann spýtti út úr sér leginum, þannig að á hökunni var ísinn dökk- brúnn. Hann gerði sér grein fyr- ir því að ef hann dytti myndi tóbaksísinn brotna eins og gler, en honum var alveg sama um þetta; þetta var nokkuð sem all- ir munntóbaksnotendur máttu ganga í gegnum og hann hafði svo sem komið út í kulda áður. Að vísu ekki svona rækalli kalt, en þó nógu kalt: 30 og 35 stiga frost, samkvæmt mælinum í Sixty Mile. ELD Hann hélt áfram gegnum skóg- inn í nokkurn tíma enn og gekk heldur hratt. Allt í einu blasti við honum bakki frosinnar ár, og hann vissi að þetta var Hender- son-víkin. Nú var hann 10 mílur frá botni víkurinnar. Hann leit á klukkuna. Hún var tíu. Hann hafði sem sé gengið fjórar mílur á klukkustund, og þar með reiknaði hann út að klukkan hálf eitt yrði hann við botninn. Hann ákvað að halda upp á það með því að borða þar. Hundurinn var enn á hælum hans með skottið lafandi á milli fótanna, sneyptur vegna kuld- ans. Gömul sleðaslóð var greini- leg, en ekki nokkur lifandi sála hafði verið þarna í meira en mánuð, og þögnin var yfirgnæf- andi. Maðurinn hélt sífelltáfram. Hann var ekki mikið fyrir að hugsa, og í rauninni hafði hann ætlað að borða klukkan hálf eitt og um sex-leytið myndi hann vera með strákunum. Þá var eng- inn sem hann gat talað við, og þegar á allt var litið átti hann bágt með mál vegna kuldans og íssins sem settist í skeggið. Hann hélt því áfram að tyggja tó- bakið en lét allar hugsanir lönd og leið. Oðru hvoru varð honum þó á að láta sér detta í hug að það væri sannarlega kalt og að hann hefði aldrei vitað annað eins. Sem hann gekk beint af augum nuddaði hann öðru hvoru kinn- arnar og nefið með handarbak- inu. Hann gerði þetta ósjálfrátt, en um leið og hann hætti að nudda dofnuðu kinnarnar og nefbroddurinn. Hann gerði sér 12 VTKAN 5 tbl-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.