Vikan


Vikan - 29.01.1970, Side 19

Vikan - 29.01.1970, Side 19
í 17 ár. Hann er bezti vinur minn. — Ég veit það. — Hann varð að aflýsa stefnu- móti við meiriháttar skjólstæð- ing í Los Angeles svo hann gæti verið hér og boðið þig velkom- inn heim úr háskólanum. — Pabbi — -—- — Er það ekki einhvers virði? — Það væri mér mikils virði ef ég gæti fengið að vera einn! Faðir hans hristi höfuðið. — Ég veit ekki hvað hefur komið fyrir þig, en hvað sem það er þá vil ég að þú hagir þér eins og maður og komir með mér hérna niður í einum grænum. Dyrnar opnuðust skyndilega og móðir Benjamíns kom inn í herbergið. — Ertu ekki tilbúinn enn? sagði hún. — Nei. —- Við erum að koma, sagði faðir hans. — Hvað er að? spurði hún og lokaði dyrunum að baki sér. Þau voru nú þrjú í herberginu. Ég er að reyna að hugsa! — Láttu ekki svona, Ben, sagði faðir hans. Hann tók í handlegg Bens og leiddi hann að dyrunum. -—- Andskotinn hafi það! láttu mig í friði! sagði Benjamín og sleit sig lausan. Hann starði á ~ forviða andlit foreldra sinna. •— Ben. sagði faðir hans svo hljóðlega, — bölvaðu foreldrum þínum aldrei framar. Benjamín hristi höfuðið. Síð- an gekk hann á milli þeirra. — Ég ætla út að labba, sagði hann um leið og hann fót út úr her- berginu og lokaði á eftir sér. Hann flýtti sér fram á stiga- pallinn og niður en hafði ekki náð að snúa snerlinum á útidyra- hurðinni þegar hr. Terchune kom út úr stofunni. — Ben! sagði hann. — Ég má til með að taka í höndina á þér. Benjamín tók í höndina á herra Terchune. — Fjandakornið, sagði herra Terchune, — hvort ég er hreyk- inn af þér! Hann hélt enn í höndina á Ben. Benjamín kinkaði kolli. —- Þakka þér fyrir, sagði hann. -— En ef þú vilt hafa mig afsakað- an, þá ætlaði ég að fara hérna út og labba örlítið um. Ég kem rétt strax aftur. Frú Pearson kom í ljós í hin- um enda gangsins. — Ó, Benja- mín, sagði hún og brosti sínu blíðasta. Hún hljóp að honum og kyssti hann á báðar kinnar. — Benjamín, ég á bara ekki orð! Benjamín kinkaði kolli. — Þú stóðst þig svei mér vel þarna fyrir austan, ha? — Mér þykir fyrir því ef ég virka dónalegur. sagði Benjamín, — en ég er að reyna að komast út. Hr. Robinson kom gangandi eftir ganginum með glas í hönd- inni. Hann fór að brosa um leið og hann sá Benjamín og gekk inn í hópinn sem umkringdi hann ' .é.. NÝ OG SKEMMTILEG FRAMHALDSSAGA EFTIR CHARLES WEBB - Tónabíó sýnir mynclina þegar sögunni lýkur hér í Vikunni, en hún var valin ein af tíu beztu myndum áratugsins 1960-70. til að taka í höndina á honum. Ben, hvernig hefur þú það? Þú lítur alveg ljómandi vel út. — Mér líður ágætlega, þakka þér fyrir -—• Heyrðu, þetta er ekkert smátæki sem þú ert með þarna úti í bílskúr. Er þetta ekki sá ítalski sem pabbi gamli gaf þér í tilefni prófsins? — Ó, er þetta ekki spennandi? sagði frú Pearson. — Komdu, Ben, förum einn rúnt, sagði hr. Robinson. Benjamín fór í vasann og dró upp lyklana. — Þú ert klár á beinskiptingu er það ekki? spurði hann og rétti lyklana í áttina að hr. Robinson. — Hvað? — Geturðu keyrt beinskiptan bíl? Auðvitað svaraði hr. Rob- inson, — en ég hélt að þú værir til í að keyra mig sjálfur. Ég get það ekki í augna- blikinu. Hafið mig afsakaðan. Hann opnaði dyrnar en um leið og hann steig út komu Carlson- hjónin á móti honum. - Nei, er það ekki hann sjálf- ur? sagði frúin og faðmaði Benjamín allan og kyssti. —■ Ben, sagði hún svo, — ég vona að þú Framhald á bls. 43 5. tbl. VIKAN 19

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.