Vikan


Vikan - 29.01.1970, Síða 22

Vikan - 29.01.1970, Síða 22
Fyrir síðustu jól kom önnur bók Svetlönu dóttur Stalíns út. I tilefni af því liafa mörcj blöð fjallað á ný um flótta henn- ar frá Sovétríkjunum ocj hið nýja líf hennar í Bandaríkjun- um. Hér segir frá viðtali, sem birtist í Look fyrir skemmstu, og þar segir Svetlana allt af létta frá högum sínum. Svetlana hefur lokið við nýju bókina sína .... .... og er dauðþreytt á eftir. 22 VIKAN 5'tbl- Þeir sem eiga leið framhjá lát- lausu, litlu og hvítmáluðu timb- urhúsi í Princeton í New Jersey í Bandaríkjunum, geta á engan hátt merkt, að íbúi hússins sé neitt frábrugðinn öðrum, sem búa í þessu hverfi. En væri skilti á hurðinni stæði þar, að húsráðand- inn væri engin önnur en dóttir Jósefs Stalins, Svetlana Alliluy- eva. Hér reynir hún að lifa lífinu og aðlagast nýjum staðháttum, síðan hún flýði frá Sovétríkjun- um. Tilviljun ein réði því, að hún settist að í Bandaríkjunum. Hún hefði allt eins getað hafnað í Ástralíu. — Á meðan ég var í Sviss, seg- ir hún.var ég ekki viss um, að ég fengi yíirleitt nokkra vegabréfs- áritun. Þess vegna var ég reiðu- búinn að fara til þess lands, sem vildi taka við mér jafnvel þótt það hefði verið Ástralía. Ég hefði engu síður getað hugsað mér að búa þar en hér. Hversvegna hafði hún þá ein- mitt valið bandaríska sendiráðið marzkvöldið í Nýju Delhi, þegar hún flýði frá sovézka sendiráðinu og stökk upp í leigubifreið? Ég veit það ekki, svarar hún. Ef til vill af því að ég skil ensku. Ef til vill aðeins af því að bandaríska sendiráðið var rétt hjá og stytzt að fara þangað. Ef til vill, af því að ég vonaði... Svetlana fékk að lokum vega- bréfsáritun til Bandaríkjanna. En hún var aðeins til hálfs árs. Síðan var hún framlengd í sex mánuði til viðbótar. Nú hefur hún fengið varanlegt landvistarleyfi og eftir fjögur ár getur hún sótt um að gerast bandarískur ríkisborgari. Þegar hún er að því spurð, hvort það sé rétt, að hún hafi brennt rússneska vegabréfið sitt, svarar hún: —- Nei, svo auðveldlega losnar maður ekki við að vera sovézkur ríkisborgari Vegabréfið sem ég brenndi var aðeins ferðaheimild til tveggja ára. Borgararéttindi er hins vegar „heiður“ sem menn verða aðnjotandi, þegar þeir eru orðnir sextán ára gamlir. Óski maður að afsala sér honum, verð- ur maður að sækja formlega um það til æðstaráðsins. Það ætla ég að gera, þegar ég hef fengið bandarískan borgararétt. Fram að þeim tíma get ég ekki ferðazt neitt. En þá skal ég líka heldur betur leggja land undir fót og skoða mig um í veröldinni. Mig hefur alltaf dreymt um það. Fyrst ætla ég að fara til Eng- lands, Skotlands og írlands, því að ég hef miklar mætur á enskri tungu. Síðan ætla ég að bregða mér til Ítalíu, Spánar og Grikk- lands, því að þar stóð vagga sið- menningarinnar. Þá hef ég einnig hug á að koma til Japans, Frakk- lands, Þýzkalands, Norðurland- anna og Suður-Ameríku. HRIFIN AF STÚDENTUM Biðtímann notar hún til að kynnast bandarískum venjum og háttum sem bezt. — Enginn, sem lifir í hinum frjálsa heimi getur gert sér i hugarlund, hvilíkur reginmunur er á að búa í þessum tveim stærstu löndum heims. í Moskvu gerði ég mér helzt til skemmtun- ar að fara í leikhús, á bíó eða skoða söfn. Á þann hátt flýði maður frá hversdagslífinu. Hér í Princeton vil ég hins vegar alls ekki flýja frá hinu daglega lífi hversdagsleikans. Ég nýt þess að ganga frjáls um göturnar og skoða fólkið og það sem fyrir augu ber. Mestur tími hennar fer nú í að kynnast nýju fólki, fólki frá ýms- um löndum og af ólíku þjóðerni, — grískum prófessor, Japana, farandsala, afgreiðslufólki í búð- um, stúdentum. — Ég hef mikið dálæti á stúd- entum, segir hún, — og reyni eins oft og ég get að vera sam- vistum við þá. Ég hef hlustað með athygli á eldheitar hugsjónir þeirra. Ég styð þær eindregið og hrífst með þeim, en á samri stundu og þeir tala um að fá þeim framgengt með valdi og mótmælum, þá get ég ekki verið þeim samála. Óspektir og ofbeldi gegn kennurum sínum eða öðrum yfirboðurum, eru í senn heimsku- legar og ámælisverðar og alls ekki nauðsynlegar að mínum dómi. Það er svo sannarlega hægt að mótmæla, án þess að beita slíkum aðferðum, á friðsamlegan hátt eins og siðuðu fólki sæmir. Ég veit vel, að þetta er óvin- sælt sjónarmið. en mér er alveg sama. í mínum augum lifa banda- rískir stúdentar dýrðlegu lífi ■—■ að einu undanskildu, stríðinu í Vietnam. Þeir vilja ekki taka þátt í því og ég skil það mætavel. Svétlana á einnig aðra unga vini. Skömmu eftir að hún sett- ist að í Princeton, stöðvaði ungur maður hana dag nokkurn úti á götu og sagði: — Hvað heitið þér? — Ja, hvað heitið þér, spurði hún á móti.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.