Vikan


Vikan - 29.01.1970, Page 23

Vikan - 29.01.1970, Page 23
Svetlana kemur oft í háskólann i Princeton. T.d. var hún þar, þegar stúdentar, sem útskrifuðust árið 1940, héldu daginn hátíðlegan. Sjálf útskrifaðist Svetlana það ár frá Moskvuháskðla. - Christopher Shepherd Cush- man . . . Reyndar veit ég vel hver þér eruð. Við eigum bókina yðar heima, og mér finnst kápumynd- in af yður ekki nógu góð. ííg gæti tekið miklu betri mynd af yður. Svetlana stóðst ekki hreinskilni og hispursleysi þessa unga manns. Hún bauð honum að koma heim til hennar einhvern daginn og taka af henni góða mynd. Hún lofaði honum, að ef myndin yrði góð, skyldi hún nota hana á næstu bók sína. Myndin varð góð. Og nú eru þau góðir og nánir vinir. GJAFIR OG JÓLAKORT Á hinu nýja heimili Svetlönu er margt gjafa, sem hiin hefur fengið frá vinum sínum og ó- kunnugu fólki, sem hefur fundið þörf hjá sér til þess að skrifa henni og senda henni gjöf í vin- áttu skyni. Á skrifborði hennar stendur bréfamappa og lindar- penni á marmarafæti. Á hann er letrað: „Til Svetlönu. í von um að afnot af þessum grip færi þér hamingju. Al. og George.“ Þetta er gjöf írá ungversku lífvörðun- um tveimur, sem gættu öryggis hennar, þegar hún kom til Bandaríkjanna. Á borðinu í matkróknum í eld- húsinu stendur stórt koníaksglas með þurrkuðum blómum. — Mig hefur aldrei dreymt um að hafa slíkt á borði í heim- ili mínu, segir hún. — En þegar ég hafði keypt ryksugu af sölu- manni, hljóp hann út í bílinn sinn og kom aftur með blómvönd. Það kom reyndar í ljós, að hann seldi einnig blóm, en vöndinn þann arna fékk ég ókeypis. í eldhúsinu hangir einnig uppi á vegg teikning eftir átta ára gamlan dreng, Marco að nafni. Hann er sonur fulltrúans í sviss- neska utanríkisráðuneytinu, sem hjálpaði Svetlönu, þegar hún kom til Freiburg eftir flóttann frá Nýju Dehli. Teikningin er af Svetlönu og flugvélinni sem hún kom með til Sviss. Þegar Marco litli gaf henni teikninguna, lét hann þau orð falla, að hann vildi giftast henni. Nýlega skrifaði Svetlana föður hans, sem nú er ambassador Svisslands í Buenos Aires, og spurði, hvort Marco vildi ennþá giftast henni. „Hann segist alltaf standa við orð sín,“ sagði ambassadorinn í svarbréfi sínu. Víða í húsinu hanga eftirprent- anir af rússneskum helgimynd- um, og er þar um að ræða gjafir sem hún fékk frá rómversk-ka- þólskum presti í Ítalíu fyrstu jólin, sem hún dvaldist í Banda- ríkjunum. Svetlana hengir engan hlut upp á vegg nema því aðeins að hún eigi við hann tengdar per- sónulegar minningar. Ef hún ætti ekki slíka gripi, mundi hún hafa veggina auða. Henni er vináttu- vottur annars fólk fjarska mikils virði. Til að mynda geymir hún öll jólakort, sem hún hefur feng- ið, og er það orðinn stór og mik- ill hlaði. — Heima í Rússlandi mundi enginn trúa. að það væri satt, að ég hefði eignast svo marga vel- viljaða vini hér. Menn vilja helzt trúa því í Sovétríkjunum, að ég lifi í einangrun og einmanaleika. Rússar eru tvimælalaust gest- risnir, svo að til fyrirmyndar er. Þeir eru vísir til að bjóða þér heim og gefa þér allt hið bezta og dýrasta að borða, sem þeir eiga. En þeim myndi aldrei detta í hug að senda þér kveðju úr fjarlægðinni löngu seinna til þess eins að óska þér góðs gengis og velfarnaðar. MINNINGAR UM HEIMILIÐ f SOVÉTRÍKJUNUM Hinir mörgu vinir Svetlönu í Bandaríkjunum hjálpuðu henni Framhald á næstu síðu. 5. tbi. VIKAN 23

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.