Vikan


Vikan - 29.01.1970, Page 29

Vikan - 29.01.1970, Page 29
Þessi mynd var tekin á Woodstock-hátíðinni. A3 ofan eru Robertson, Helm og Hudson ,og að neðan eru Manuel og Danko. Hljómsveitin sem margir taka fram yfir the Beatles. Þeir eru fimm saman, spila á 15 hljóðfæri og léku leng undir hjá konungi þjóSlagatónlistarinnar, Bob Dylan. Fimm snillingar og sankallaðir synir náttúrunnar. í suðurrikjum Bandaríkjanna, sem kallað er „the Deep South“, eru menn vanir að segja að því nær sem maður komist að ánni Mississippi, því betri verði tón- listin. Á þeim slóðum geta tón- listarunnendur auðveidlega greint á milli þeirrar tónlistar sem er upprunnin 50 mílum aust- an árinnar og þeirrar sem er upprunnin 50 mílum vestan hennar. Með öðrum orðum, þá getur fólk á þessum slóðum sagt til um það á stundinni hvort þetta er blues frá austurhluta Texas; svokallaður „Delta-blues“ eða blues sem er sunginn af fjallabúunum í Georgíu. En ef maður er kominn sunnar — eða bara lengra en 50 mílur í burtu — þá hættir fólk að hafa áhuga á því hvaðan þessi og hin tón- listin kemur. Því var það varla aÖ undra, þó ugnur maður, að nafni Jaime (,,Robbie“) Robertson, frá Tor- onto, hafi pakkað saman föggum sínum árið 1959 (þá 16 ára gam- all) og haldið í suðurátt, með gítar á öxlinni. „Blessaður maður “ segir hann, „ég fæddist til þes:s að fara. Hreinlega fæddur til að pakka saman og halda niður eftir Miss- issippi-ánni Ég var brjálaður í músik, hreinn ,,fanatíkus“ á því sviði og vildi fyrir alla muni sjá þessa stórkostlegu staði sem ég hafði heyrt talað um: Chatta- nooga, Tennessee, Shreveport, Lu-zee-ana; jibbí! Svo gat ég ekki beðið lengur eftir því að komast. Bezta músikin kom það- an og beztu mennirnir, eins og Robert Johnson, Bo Diddley, Chuck Berry og Junior Parker — og þeir voru sífellt að minn- ast á þessa staði í því sem þeir voru að spila og syngja." Og í Simcoe, Onario, var ung- ur slátrarasveinn, sem spilaði á gítarbassa í frístundum, Rick Danko. Honum leið mjög svipað. Kvöld eitt keyrði hann upp að húsi foreldra sinna á Cadillac sem hann hafði fengið lánaðan hjá kunningja sínum og hróp- aði: „Ég verð að fara í kvöld; annað hvort nú eða aldrei!“ — Hann pakkaði saman og fór. Svipuð var saga hinna þriggja. The Band Garth Hudson fór frá heimili sínu í London, Ontario; Richard Manuel fór frá Stratford, On- tario og í Marvell, Arkansas, tók Levon Helm upp á því einn dag- inn að fara með gítarinn sinn í hendinni Helm hafði búið á bóndabæ alla ævi og sennilega var hann einna ákafastur í að fara: „Maður losnaði úr skólanum í maí og þá var maður meira að segja byrjaður að vinna við baðmullarakrana. Og þangað til í september var maður á kafi £ baðmull — jú, við fengum frí 4. júlí (þjóðhátíðardagur Banda- ríkjanna). Þegar ég var tólf ára komst ég að því, að eina leiðin til að losna við þennan fjandans traktor og þennan ógeðslega hita var að fá sér gítar og láta sig hverfa." Fljótlega hittust þessir fimm ungu tónlistarmenn og stofnuðu hljómsveit. Nú hafa þeir leikið saman í heilan áratug. Þeir hafa séð alla þessa staði sem einu sinni voru umluktir glæstum töfraljóma. Nú hafa þeir sjálfir verið teknir í tölu þeirra sem „búa til“ tónlistina við Missis- sippi. Og nú vita þeir ekki að- eins allt um uppruna tónlistar- innar í „the Deep South“, held- ur vita þeir líka hvert hún stefn- ir og hvert hún á að stefna. f öll þessi ár hafa þeir leikið saman og æft allt upp í 8 klukku- stundir á dag. Þeir hafa spilað um allan suðurhluta Bandaríkj- Framhald á bls. 44 Lengi vel var „the Band“ aðeins þekkt sem hljómsveitin „sem spilaði undir hjá Bob Dylan." Nú eru báðir aðilar fullkomlega sjálfstæðir en hittast þó við og við. Með Dyian á myndinni er Svona leit hljómsveitin út árið 1964, á þeim tíma sem Hawkins var orðinn umboðsmaður þeirra. Frá vinstri: Robertson. Jerry Penfound (nú hættur), Danko, Helm, Manuel, Hudson og Robertson. 5. tbi. VIKAN 33

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.