Vikan


Vikan - 29.01.1970, Side 35

Vikan - 29.01.1970, Side 35
urðu stíf og óöruggar hreyfing- arnar urðu ákveðnari: Maðurinn skyldi fá að sitja þarna einn. En maðurinn fór upp á fjóra fætur og skreið í áttina að hundinum sem forðaði sér í burtu. Maður- inn var vanur að ganga á tveim- ur fótum, svo það var eitthvað grunsamlegt við þessa óvanalegu stellingu. Maðurinn settist í snjóinn og barðist við að vera rólegur. Síð- an beit hann á sig vettlingana og stóð upp. Hann varð að líta niður til að fullvissa sig um að hann stæði í raun og veru, því tilfinningaleysið í fótum hans gerði það sð verkum að honum fannst fætur sínir vera í algjöru sambandsleysi við jörðina. Þessi venjulega staða hans róaði hund- inn og er maðurinn talaði til hans í venjulogum tón; röddin eins og svipuhögg, kom hundur- inn í humátt til hans, eins og til að votta honum hollustu sína. En er hann var kominn það nálægt manninum að hann næði til hans missti hann stjórn á sér. Hann baðaði út örmunum í áttina að dýrinu en uppgötvaði þá að hann gat hvorki beygt né teygt hand- leggina. í örskamma stund hafði hann gleymt því að hann var hálffrosinn og var að frjósa meira og meira. Þetta skeði allt ákaflega fljótt og áður en dýrið vissi hafði maðurinn fleygt sér á það og hélt því föstu. Og þarna ast maðurinn í snjónum, hald- andi hundinum sem barðist og ýlfraði. En það var það eina sem mað- urinn gat gert; að halda hundin- um svona og sitja á rassinum í snjónum. Hann gerði sér grein fyrir því að hann gæti ekki drep- ið hundinn. Með hendurnar í svona ásigkomulagi gæti hann hvorki náð upp hnífnum né kyrkt hundinn. Hann sleppti dýrinu, sem hörfaði burtu með skottið milli fótanna og enn ýlfr- andi. í ca. 15 metra fjarlægð stanzaði hann og horfði á mann- inn með forvitni í augnaráðinu; eyrun voru stíf. Maðurinn leit niður til að gera sér grein fyrir því hvar hendurnar á honum voru og sá þær hanga niður með handleggjunum á sér. Honum fannst það hjákátlegt að þurfa að nota augun til að staðsetja á sér hendurnar og fór að berja sér af djöfulmóð. í fimm mín- útur hélt hann því áfram og þá hafði hjarta hans pumpað upp nægilegu blóði svo að hann hætti að skjálfa. En enn fann hann ekki neina tilfinningu í höndun- um á sér. Hann hafði það á til- finningunni að þær héngu eins og lóð á handleggjunum á sér en tilfinningin hvarf út í buskann er hann reyndi að fylgja henni eftir. Ótti greip hann. Nístandi ótti við dauðann. Og hann jókst skyndilega er hann gerði sér grein fyrir því að þetta var ekki aðeins spurning um það hversu margar tær og hversu marga fingur hann myndi missa, held- ur var þetta spurning um líf og dauða. Möguleikarnir voru dauð- anum í vil. Hann varð hræddur og fór að hlaupa. Hundurinn hljóp á eftir og var fast á hæla honum. Maðurinn hljóp í blindni og hafði aldrei verið haldinn slíkri hræðslutilfinningu áður. Hann vissi ekki hvert hann var að fara en er hann fór að hægj- ast á ný fór hann að sjá hlutina í kringum sig aftur. Bakka vik- urinnar, trén og gömlu slóðina — og himininn. Honum leið bet- ur eftir hlaupin, og hann skalf ekki. Kannski ætti hann að hlaupa áfram og þá myndi hann ná til strákanna rétt strax. Auð- vitað myndi hann missa nokkrar tær og fingur en strákarnir myndu sjá um hann og bjarga því sem eftir var. Og í sömu and- rá ásótti hann sú hugsun að hann myndi aldrei ná til strákanna; að hann væri alltof langt í burtu; að hann væri þegar of langt leiddur; að fljótlega yrði hann stífur og dauður. Hann barðist við að halda þessari hugsun á bakvið og neitaði að viðurkenna hana. Öðru hvoru ruddist hún þó fram og kraíðist þess að vera tekin til greina en hann ýtti henni til baka og barðist við að hugsa um annað. Það var hálf kjánalegt að hann gæti hlaupið á fótum sem hann fann ekki einu sinni fyrir. Hann gat með engu móti fundið það er fæturnir snertu jörðina og honum fannst hann fljúga án þess að nokkuð væri til sem héti jörð. Einhverju sinni hafði hann séð fálka á flugi og nú braut hann heilann um það hvort það væri svipuð tilfinning að vera fálki. Hann viðurkenndi fyrir sjálf- um sér að sú kennið ahns að hann gæti hlaupið alla leið til strákanna hafði einn galla: Hann hafði ekki nægilegt þol til þess. Nokkrum sinnum hrasaði hann og ráfaði til eins og drukkinn maður og að lokum datt hann. Hann reyndi að standa upp en gat það ekki. Hann ákvað að sitja aðeins og bíða og þegar hann stæði upp ætlaði hann ein- faldlega að ganga og ganga stöð- ugt. Þar sem hann kastaði mæð- inni tók hann eftir því að hon- um var alls ekki kalt lengur. Honum leið t rauninni ósköp þægilega. Hann skalf ekki og þægileg hitatilfinning færði sig upp eftir brjósti hans og niður eftir líka. E nsamt, þegar hann snerti á sér andlitið fann hann ekki fyrir neinu. Nei, hann gæti ekki ahft það af að þíða sig all- an með hlaupum. Hvorki andlit né útlimi. Þá fékk hann það á tilfinninguna að kalið hlyti að vera að breiðast út um líkama hans. Hann reyndi að útiloka þessa hugsun; reyndi að gleyma þessari vitleysu; reyndi að hugsa um eitthvað annað. Hann gerði sér grein fyrir því að þetta jók hræðslutilfinninguna sem var fyrir í honum og hann var dauð- hræddur við það að verða virki- lega hræddur. En hugsunin ásótti hann og að lokum var svo kim- ið að hann sá sjálfan sig fyrir sér, liggjandi á slóðinni, frosinn eins og grýlukerti. Þetta var of mikið af því góða og hann hljóp af stað í æði. Hann hægði á sér eftir stutta stund en sama sýnin ásótti hann og hann fór að hlaupa aftur, hraðar en fyrr. Alltaf var hundurinn á hælum húsbónda síns og þegar maður- inn datt íannað sinn lagðist hundurinn fyr.ir framan hann, hringlagði skottið yfir framlapp- irnar og horfði á manninn með ákafa og eftirvæntingu í svipn- um. Hlýjan og öryggið sem streymdi af dýrinu ergði mann- inn og hann bölvaði dýrinu hátt og lengi. Hundurinn varð sneypt- ur og lagði eyrun aftur. Maður- inn var farinn að skjálfa aftur og nú meira en áður. Hann var að tapa stríðinu við frostið. Það smaug inn í líkama hans frá öll- um hliðum Hann varð gripinn æði og hljóp af stað, en eftir 30 metra endasteyptist hann. Hann varð ekki hræddur eftir það. — Þegar hann hafði náð andanum aftur og endurheimt sjálfsstjórn- ina settist hann upp og ákvað að mæta dauðanum með virðingu. En það var ekki af því að hann væri svo innrættur að hann tók þessa ákvörðun. Nei, hann var sár út í sjálfan sig fyrir að hafa verið að þessum bansettu hlaup- um, rétt eins og afhausuð hæna. Hann var dæmdur til að frjósa í hel og því gat hann alveg eins gert það eins og maður. Hann varð latur í þessu nýja hugar- ástandi sínu. Stórsniðug hug- mynd, fannst honum, að fara bara að sofa og vakna ekkert meir. Það væri eins og að taka svefntöflur. Það var ekki nærri eins slæmt að frjósa í hel og fólk hélt. Nei, það var sko æhgt að deyja á verri hátt en það. Hann sá strákana fyrir sér finna líkið af sér morguninn eft- ir. Og skyndilega fannst honum hann sjálfur vera með þeim. Já, þarna var hann sjálfur labbandi á gömlu slóðinni og nú fann hann líkið af sjálfum sér liggj- andi í snjónum. Maðurinn til- heyrði ekki sjálfum sér lengur, því þegar var hann standandi þarna á slóðinni með strákunum og horfði á frosið líkið. Púff, mikið andskoti var kalt, hugsaði hann. Þegar ahnn kæmi heim til Florida gæti hann sko sagt fólk- inu sögur af því hvað raunveru- legur kuldi væri. Og upp í huga hans skaut myndinni af gamla manninum í Sulf urCreek. Já, hann sá þann gamla mjög greini- lega, þar sem hann sat í hlýjunni með pípuna sína. „Þú hafðir rétt fyrir þér, gamla geit; þú hafðir sannarlega NÝTT FRÁ RAFHA NÝ ELDAVÉL GERÐ 6614. MEÐ 4 HELLUM, ÞAR AF 1 MEÐ STIGLAUSRI STILLINGU OG 2 HRAÐSUÐUHELLUR, STÓRUM STEIKAR- OG BÖKUNAROFN. Yfir- og undirhiti fyrir steikingu og bökun stýrt með hitastilli. Sérstakt glóðarsteikar element (grill), stór hitaskúffa, Ijós ( ofni. Heimkeyrsla og Rafha ábyrgð. VIÐ OÐINSTORG - SlMI 10322 s. Ibl. VJKAN 89

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.