Vikan


Vikan - 29.01.1970, Blaðsíða 40

Vikan - 29.01.1970, Blaðsíða 40
finning sem ég fékk allt í einu og ég veit ekki hvers vegna! — Ben, þú ert bara yfir- spenntur Benjamín hristi höfuðið. — Farðu nú og vhíldu þig. — Ég get það ekki. — Ben, fjögur undanfarin ár hafa verið þau erfiðustu í lífi þínu, þarna fyrir austan. — Þau voru fáránleg. — Hvað? — Já, sagði Benjamín og leit upp á föður sinn, — þau voru hreint ekki neitt. Allt sem ég gerði var og er einskis virði. Allt sem ég lærði og gerði. Allt í einu virðist þetta svo algjörlega til- gangslaust. Faðir hans yggldi sig. — Hvers vegna segirðu það? — Ég veit það ekki, sagði Benjamín og gekk yfir herberg- ið. — En ég verð að fá að vera einn. Ég verð að fá að hugsa þar til ég veit hvað er að ske með mig. — Ben------- — Pabbi, ég verð að fá að pæla í þessu áður en ég verð vitlaus. Hann opnaði dyrnar. — Eg er ekki bara að grínast. Hann fór út á ganginn. — Ben, sagði hr. Robinson og rétti fram höndina. — Það bíður skjólstæðingur í Los Angeles. Benjamín kinkaði kolli og tók í höndina á honum. — Ég er svo sannarlega hreykinn af þér, sonur sæll, sagði hr. Robinson. Benjamín beið þar til hann var farinn en þá gekk hann upp stig- ann og inn í sitt eigið herbergi. Hann lokaði á eftir sér og settist við skrifborðið. Langa lengi sat hann og starði í teppið en svo stóð hann upp og gekk út að glugganum. Hann starði út og var að velta fyrir sér löguninni á ljósastaur þegar frú Robinson kom inn með glas í annarri hend- inni og stórt veski í hinni. — Ó, sagði hún. — Þetta er varla baðherbergið? — Nei, það er hinum megin á ganginum. Hún kinkaði kolli, en í stað þess að fara út stóð hún kyrr og horfði á hann. — Það er hinum megin á ganginum, endurtók Benjamín. Frú Robinson var í grænum, aðskornum kjól, sem var svo fleginn að lá við að sæist niður á maga á henni og á öðru brjóst- inu var stór gullnæla. — Fæ ég ekki að kyssa kandi- datinn? spurði hún. — Hvað? Hún brosti. — Frú Robinson, sagði Benja- mín, og hristi höfuðið. — Ég er örlítið utan við mig í augnablik- inu. Mér finnst leiðinlegt að vera dónalegur, en ég þarf að fá að hugsa í næði. Hún gekk yfir herbergið og kyssti hann á kinnina. — Það var gaman að sjá þig, 44 VIKAN 5 tbl- frú Robinson. Baðherbergið er hinum megin á ganginum. Frú Robinson horfði á hann í stutta stund en síðan sneri hún sér við og settist á rúmbríkina hans. Hún fékk sér sopa af glas- inu. — Hvernig líður þér? sagði hún svo. — Sjáðu nú til, frú Robinson: Mér þykir fyrir því að vera svona en ég er að reyna að hugsa. Hún setti glasið á gólfið og tók sígarettur upp úr töskunni sinni. Hún rétti pakkann í áttinna að Benjamín. — Nei, takk. Hún fékk sér eina sjálf. — Er nokkur öskubakki hérna inni? — Nei. — Ó, sagði hún. — Ég gleymdi því alveg að íþróttastjarnan reykir ekki. Hún blés á eldspýt- una og setti hana á rúmábreið- una. Benjamín tók ruslafötuna og setti útbrunna eldspýtuna þar í. — Þakka þér fyrir. Hann gekk aftur að gluggan- um. — Hvað gengur að þér? spurði hún. — Það er persónulegt. — Viltu ekki tala um það? — Ég efast um að þú hefðir nokkuð gaman af að heyra það, frú Robinson. Hún kinkaði kolli og sat hljóð. Reykti sína sígarettu og sló ösk- una í ruslafötuna við hliðina á sér. — Stúlka? spurði hún svo. — Ha? — Áttu í einhverjum vand- ræðum með stúlku? — Nei. Mér bykir þetta leiðin- legt, en ég er bara að pæla í málunum. — Svona yfirleitt . ? — Akkúrat. Gerðu það. . . . Hann hristi höfuðið og fór aftur að horfa út um gluggann. Frú Robinson kláraði úr glas- inu og sat síðan hljóð og reykti sígarettuna. — Má ég drepa í henni í rusla- körfunni? Benjamín kinkaði kolli. Frú Robinson bögglaði síga- rettuna innan í ruslafötunni og sat svo með hendurnar í kjöltu sér. Það var dauðaþögn í stutta stund. — Baðherbergið er hinum megin á ganginum. — Ég veit það. Hún sat hreyfingarlaus þar til Benjamín gekk að dyrunum. — Afsakaðu mig, sagði hann, — ég ætla að fá mér göngutúr. — Benjamín? — Hvað’ — Komdu aðeins. — Ég vil ómögulega vera dónalegur, frú Robinson, en ég.... Hún rétti fram hendurnar. — Bara aðeins.... Benjamín hristi höfuðið og gekk að rúminu Hún tók báðar hendur hans og horfði á hann í nokkrar sekúndur. — Hvað viltu? sagði hann svo. — Viltu keyra mig heim? — Ha? — Maðurinn minn fór á bíln- um. Viltu keyra mig heim? Benjamín fór í vasann og rétti henni lyklana. — Hérna, farðu sjálf á bílnum. — Hvað? — Ég lána þér bílinn. Ég kem svo á morgun og sæki hann. — Viltu ekki keyra mig heim? spurði hún og lyfti augnabrún- unum. — Ég vill fá að vera einn, frú Robinson. Veiztu hvernig á að nota beinskiptingu? Hún hristi höfuðið neitandi. ■— Þú veizt það ekki? — Neil. Benjamín hikaði andartak en setti svo lvklana í vasann. — Gott og vel, sagði hann, — við skulum koma. Hr. Braddock stóð við útidyrn- ar og var að kveðja gestina. — Frú Robinson þarf að komast heim, sagði Benjamín. — Eg verð enga stund. — Indælt samkvæmi, sagði frú Robinson og fór í kápuna. Hún elti Benjamín út í bílskúr- inn og settist við hliðina á hon- um í nýja bílnum. — Hvaða tegund er þetta? spurði hún um leið og hann setti bílinn í gang. -—- Ég veit það ekki. Hann bakkaði út úr bílskúrn- um og keyrði síðan alla leiðina heim til hennar án þess að segja orð. Þá stanzaði hann og hún hristi hárið frá augunum til að þakka fyrir sig; hún brosti til hans. Hann sat kyrr og hún hreyfði sig ekki. Loksins fór hann út og opnaði dyrnar fyrir henni. — Þakka þér fyrir, sagði hún. — Það var ekkert. — Komdu með mér inn, Ben. Framhald í næsta blaði. The Band Framhald af bls. 33. anna og víða í Kanada. Síðar léku þeir að baki konungs þjóð- lagatónlistarinnar, sjálfs Bob Dylan's, og á því urðu þeir fyrst þekktir. Dvlan kenndi þeim mikið og þeir kenndu honum sitthvað í staðinn. Hljómsveitin heitir einfaldlega „The BAND“ (Hljómsveitin). — Nú eru þeir ekki lengur hljóm- sveitin „sem spilar með Bob Dylan“; þeir eru viðurkenndir, sjálfstæðir músikantar, sem margir álíta að standi sjálfum Bítlunum ekki að baki — hvað tónlistargetu og hæfni snertir. En músikin þeirra er hljóðlát. Einu sinni léku þeir hávaðasama rock-tónlist, sem skar í eyrun. Þeir gerðu það af hreinustu snilld. Það er hægt að spila með geysilegum hávaða af snilld, því popp-tónlistin krefst þess á viss- an hátt. En Hljómsveitin er hætt því. Þeir spila lágværa tónlist sem er töluvert jazzblönduð; tón- list sem krefst þess að á hana sé hlustað af mikilli eftirtekt — vilji fólk fá eitthvað út úr því sem það er að hlusta á. Og fólk fær svo sannarlega ,.eitthvað“ út úr því að hlusta á Hljómsveit- ina. Þeir spila fyrir fólkið, eins og fleiri, en þeir eru mannlegir og þess vegna eru þeir um leið að spila það sem þeir eru að hugsa um. Þó nýjasta LP-plata þeirra, The Band, sé mjög ofarlega á vinsældalistum beggja vegna At- lanzhafsins er það engin „kúlu- tyggjómúsik“. En þeir sem hafa þroska til að skynja og skilja tónlistina þeirra, vita að hún er himnesk. Bókstaflega. Upprunalega hét hljómsveitin „The Hawks“, skírð eftir fyrr- verandi forsprakka hennar — sem skipaði sjálfan sig er hann kynntist þeim. Þá höfðu þeir leikið lengi saman, en ekki haft mikið að gera, jafnvel þó þeir geti leikið á 15 hljóðfæri sam- tals. Þessi forsprakki hét Ronnie Hawkins, ákafur hljóðfæraleik- ari sem þeir eiga mikið að þakka. Hawkins kom þeim inn á fína staði og mótaði stíl hljómsveit- arinnar á margan hátt. Hann auglýsti sjálfan sig sem „Kon- ung hins stórkostlega Rocka- billy“, og var rokkari af lífi og sál. Hann hefur nú gaman af því að rifja upp gamlar endur- minningar frá þessum dögum: „Þessir staðir voru skemmti- legir en erfiðir. Maður varð að brosa tannburstabrosi og sýna þeim rakvélina tvisvar áður en þeir hleyptu manni inn á þá,“ segir hann. „Svo voru þeir flott!“ Einn af mörgum hæfileikum Hawkins var að tala fólk á sitt band og þannig kom hann hljóm- sveitinni á þessa ,.fínu“ staði sem hann talar um. En meðlimir „The BAND“ eru honum ekki alveg sammála um glæsileik þessara staða. „Á dansstað í Dallas, sem heitir „The Skyliner Club“ voru dansmeyjar,“ segir Robbie Ro- bertson, ,og ein þeirra var ein- hent. Hugsaðu þér: Þarna dans- aði hún hálfnakin — og einhent! Þetta var ribbaldastaður; kúlu- göt á öllum veggjum!" í fyrrasumar var haldin mikil tónlistarhátíð í New York, venju- lega kölluð .,'Woodstock-hátíðin“. Þar léku „The BAND“ með Bob Dylan og svo einir. Síðan hafa þeir verið í fremstu víglínu hljómsveita heima og heiman. Þeir hafa gefið út tvær LP- plötur, og í hvorugt skiptið höfðu þeir nokkur afnot af venjuleg- um upptökusal. The Band keypti gamla hlöðu í Bethel, New York (þar sem Woodstock-hátíðin var haldin), máluðu hana bleika ut- an sem innan og þar hafa þeir hljóðritað plötur sínar. Beint inn á segulband, og án nokkurra

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.