Vikan - 25.03.1970, Side 4
Svo liggur hver sem hann hefur
um sig búið.
íslenzkur málsháttur.
# fólk í fréttunum
Lúðvík 18. Frakkakonungur, sem tók við
völdum eftir fall Napoleons mikla, átti á
efri árum sínum mjög erfitt um gang.
Sjálfur vissi hann, að hann átti ekki langt
eftir ólifað og tók því með karlmennsku
og heimspekilegri ró. Þó var eitt, sem olli
honum kvíða. Hann gerði sér ljóst, að öll
líkindi voru til þess, að bróðir hans mundi
taka við ríkjum eftir hans dag, en með
þeim bræðrum voru litlir kærleikar. Þessi
bróðir hans var Karl X.
— Herra minn, sagði hann dag nokk-
urn við herbergisþjón sinn. — Eg veit, að
margir Frakkar eru argir yfir því, að konungur þeirra er fótaveikur
og getur ekki stigið í lappirnar. En hvað munu þeir segja, þegar
þeir fá brátt kóng, sem stígur ekki í vitið?
UNISEX
Hér eru skemmtilegar skyrtu-
blússur, frá fyrirtækinu Stiag
í Silkiborg. Þær eru teiknaðar
af Bent Visti og framleiddar úr
mjúku Helanca efni. Þessar
blússur eru mikið í tízku nú og
verða í sumar. Þær eru kallaðar
UNISEX, og eru bæði fyrir
hana og hann.
☆
Louis Armstrong er eim í fullu fjöri og
heldur hljómleika bæði í heimalandi sínu
og einnig erlendis. Nýlega sagði hann frá
því, hvernig hann færi að því að hrífa
áheyrendur sína kvöld eftir kvöld:
— Ég þarf þrjár klukkustundir til að
undirbúa mig undir hverja hljómleika. —
Svo langan tíma tekur það mig að vera
andlega og líkamlega „upphitaður“, ef ég
má orða það svo. Allan tímann blæs ég
hægt í trompetinn minn og ég finn glöggt
hvernig ég verð heitari og heitari smátt
og smátt. Þegar ég er kominn á „suðu-
punktinn“, sem ég kalla — þá geng ég inn á sviðið.
í sama viðtali upplýsti Armstrong annað, sem ekki er síður at-
hyglisvert. Þegar hann var spurður að því, hvers konar tónlist hon-
um geðjaðist bezt að, svaraði þessi konungur jazzins:
— Auðvitað klassískri tónlist!
Margir álíta, að Danmörk sé mesta osta-
land í heimi, en þó er Frakkland enn
fremra á þessu sviði og geta Danir ekki
keppt við það. Hinn ágæti matmaður og
sælkeri, Raymond Lindon, skrifaði fyrir
nokkrum árum ágæta bók um osta og
menn, sem kunna að meta þá. í bók sinni
nefndi hann 290 mismunandi ostategund-
ir, sem hann hefur sjálfur bragðað.
Hann sendi Sir Winston Churchill bók-
ina, um leið og hún kom út, því að Churc-
ihll var geysimikill ostamaður og hafði
góðan smekk fyrir þeim. Gamli maðurinn
sendi höfundinum þakkarbréf, kvaðst hafa lesið bók hans með
ánægju og lauk bréfinu með svofelldum orðum:
— Land, sem getur státað af tæplega 300 ostategundum, hlytur
að lifa um aldir alda.
Hlustað á samtal tveggja imgra stúlkna í strætisvagni:
— Hvers vegna ertu aldrei með gleraugun, manneskja, þegar þú
ert með honum Jóni?
— Af því að Jóni finnst ég fallegri gleraugnalaus, og mér finnst
Jón miklu sætari, þegar ég er ekki með gleraugun....
BEETHOVEN
í BAKSÆTINU
Franski píanóleikarinn Claude
Kahn þarf, starfs síns vegna, að
ferðast heilmikið og lengi áður
en hann kemst á áfangastað —
þar sem hann heldur hljómleika.
Því var það að honum datt í
hug að láta setja pínupíanó
(mini) í aftursætið á bílnum
sínum. Og á meðan konan situr
við stýrið og ekur, situr Kahn
í aftursætinu og æfir verkin
sem hann ætlar að flytja. Brell-
ið!
☆
Með því að vinna af sam-
vizkusemi og álúð átta
tíma á dag, getur svo farið,
að maður verði svo hepp-
inn að vera gerður að for-
stjóra. Og upp frá því
verður maður að vinna
fimmtán tíma á dag — og
alltaf af samvizkusemi og
alúð!
4 VIKAN
13. tbl.