Vikan


Vikan - 25.03.1970, Side 7

Vikan - 25.03.1970, Side 7
Best er beztur Elsku Póstur minn! 5£g þakka þér innilega fyrir allt gamalt og gott. Eg hef aldrei skrifað þér áður og vona að þú getir svarað mér. Ég ætla að biðja þig um að segja mér svo- lítið frá knattspyrnumanninum George Best, sem leikur með brezka liðinu ManchesterUtd. — Hvar og hvenær er hann fædd- ur? Og hvert er heimilisfang hans? Er hægt að skrifa honum til liðsins? Fyrirfram þökk. S. G., Hrísey. George Best er Norður-íri og liðlega tvítugur að aldri. Eins og þú segir í bréfi þínu leikur hann með liðinu Manchester Utd. og hefur alltaf gert. Það má í rauninni segja, að hann sé upp- alinn þar. Slagorðið „Best er beztur“ er öllum kunnugt, enda hefur hann verið kjörinn knatt- spyrnumaður ársins bæði í Eng- landi og Evrópu. Hann rekur tízkuverzlun í líkingu við Karnabæ ásamt knattspyrnu- manninum Mike Summerby, sem leikur með Manchester City. Þeir eru sem sagt andstæðingar á leikvelli, en félagar í viðskipt- um. Það þarf víst ekki að segja þér neitt um ástamál Best og Evu hinnar dönsku, annað eins fjaðrafok og gert var út af því á sínum tíma. Um hcimilisfang þessa fræga manns vitum við ekki, en þú ættir að geta skrifað til liðsins og komið aðdáun þinni á framfæri á þann hátt. Brjóstalaus Kæri Póstur! Ég þakka þér fyrir allt gott og illt, sem hefur birzt í Vik- unni. Sérstaklega hafa mér þótt framhaldssögurnar góðar. En er þátturinn Mig dreymdi hættur? Ég hef ekki séð hann í lengri tíma. Jæja, nú er formálinn víst orðinn nógu langur og bezt að koma sér að efninu. Ég er með strák, sem ég elska út af lifinu. É'g er vel þroskuð að öllu leyti, nema hvað ég er alveg brjóstalaus. Og auðvitað er mér strítt á þessu og honum er meira að segja strítt á því líka. Honum leiðist þetta og hef- ur verið ráðlagt að hætta við mig! Og ekki leiðist mér þetta síður, eins og gefur að skilja. Ég vona, að þú getir ráðlagt mér eitthvað, og að bréfið lendi ekki ólesið í ruslakörfunni. C. J. S. Við gizkum á, að þú sért fremur ung að árum, þótt það sé hvergi tskið fram í bréfinu þínu. Og ekki getum við lesið það út úr skriftinni þinni, því að bréfið er vélritað. Ef þú ert enn á gelgju- skeiði, þá er ekki vonlaust um, að þú fáir myndarleg brjóst með tímanum. Ef þú ert hins vegar farin að nálgast tvítugsaldurinn, væri reynandi að leita til lækn- is. Hann gæti hugsanlega gefið þér hormónasprautur, sem myndu duga. Annars þarf eng- inn að sjá það svona opinber- lega, hvort kvenfólk hefur stór eða lítil brjóst. Þær ganga hik- laust með gervibrjóst, eins og þú veizt, og þykir engum til- tökumál. •— Þátturinn Mig dreymdi er ekki aldeilis hættur. Hann birtist í hverju blaði und- antekningarlítið. Og ekki þurf- um við að kvarta yfir áhugaleysi á þeim ágæta þætti. Honum ber- ast reiðinnar ósköp af bréfum, þannig að því miður er ekki hægt að svara nema litlu broti af þeim. Tízkuskóli og aldur Kæri Póstur! Við erum hérna tvær systur, sem höfum áhuga á að komast í Tízkuskóla Andreu. Þess vegna ætlum við að biðja þig að fræða okkur um hann, því að þú virð- ist vita allt. 1. Hvaða menntun þarf að hafa? 2. Hvað er kennt í skólanum? 3. Hvenær byrjar hann og hvað er hann lengi? 4. Hvað kostar að fara í hann? Og svo að við snúum okkur að öðru: Hvað er Guðmundur Jónsson óperusöngvari gamall? Og hvað er Gunnar Jökull gam- all? Svo þökkum við allt gott og skemmtilegt. Vikan er bezta blaðið, sem við lesum. Vinsam- legast svaraðu okkur fljótt. Virðingarfyllst, Tvær fáfróðar. Námskeið í Tízkuskóla Andreu standa yfir í sex vikur í senn. Tímar eru tvisvar sinnum í viku og einn og hálfur klukkutími í hvert skipti og aðeins fimm eða sex stúlkur í hverjum flokki. Tímarnir eru eftir vinnutíma, svo að stúlkur, sem vinna úti, geta með góðu móti sótt skól- ann. Gjaldið er 3000 krónur. — Það sem kennt er, er snyrting, framkoma, kurteisisvenjur og ótalmargt fleira. Ef þið viljið fá nánari upplýsingar skuluð þið hafa samband við Tízkuskóla Andreu, Miðstræti 7. Guðmund- ur Jónsson er fæddur 10. maí 1920 og verður því fimmtugur innan skamms. Gunnar Jökull er tvítugur. Verðlistinn Hlemmtorgi — Sími 83755 (húsi Egils Vilhjálmssonar) * TÁNINGA- KÁPllR GLÆSILEGT ÚRVAL, ALLAR SÍDDIR * VERÐLISTIM OSRAM PERUR lýsa 20% belnr Með TVÖFÖLDUM Ijósgormi, sérstaklega gerðum, framleiða OSRAM verksmiðjurnar liósaperur, sem lýsa allt að 20% betur, — án aukinnar rafmagnseyðslu. vegna gæðanna. 13. tw. VIKAN 7

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.