Vikan - 25.03.1970, Blaðsíða 8
Þorpin í Sambíu eiga sér flest
skamman aldur. Jarðvegurinn
er útpíndur eftir fáein ár og
þá verður að flytja sig á nýjan
stað.
Fleiri og fleiri sjúklingar sækja
til Duncans og félaga hans,
þótt töframennirnir. sem áður
voru einir um lækningastörfin,
spilli fyrir þeim eftir beztu
getu.
Duncan og hjúkrunarkona
hans, Jane 0‘Brien, láta sér
líða í brjóst á leið milli
sjúkraskýlanna. Erfiðleikarnir
eru margir og miklir og al-
gert vonleysi stundum skammt
undan.
James Lawless, brezkur læknir, stofnaði
hina fljúgandi læknasveit Sambíu. Ilann er
sannfærður um að flokkur hans sé sá bezti
sinnar tegundar, sem til er í heiminum. En
hann vill engan lækni hafa lengur en hálft
ár, eftir það eru þeir orðnir of „hægrisinn-
aðir“.
LÆXNIR I SAMBiU
MEÐALALDUR
SAMBÍUMANNA
ER ÞRJÁTÍU OG
FIMM ÁR.
BARNADAUÐINN
ER GÍFURLEGUR.
ÞAÐ ÞARF EKKI
MIKIÐ TILAÐ DEYJA
f SAMBfU.
RISPAÁ HENDI
DUGAR, SVO EITT-
HVAÐ SÉ NEFNT.
ÞANNIG HEFUR ÞAÐ
ALLTAF VERIÐ
f SAMBfU.
LANDSMENN HAFA
TIL ÞESSA LÍTIÐ
SEM EKKERT HAFT
AF LÆKNUM OG
ALGENGUSTU
LYFJUM AÐ
SEGJA.
Sambía er ríki í sunnanverðri
Afríku og hét áður Norður-
Ródesía. Það er að flatarmáli sjö
hundruð fjörutíu og sex þúsund
ferkílómetrar, eða meira en sjö
sinnum stærra en ísland. íbúar
eru tæpar fjórar milljónir, þar
af tæplega sjötiu þúsund Evr-
ópumenn og þrettán þúsund
Asíumenn. Afríkumennirnir í
landinu skiptast í yfir sjötiu
þjóðflokka og ættbálka, sem
flestir tala Bantúmál. Helmingur
íbúanna er undir átján ára aldri,
og þeim fjölgar um þrjú prósent
á ári. Aðeins rúmlega níu hundr-
uð þúsund hinna afrísku íbúa
búa í borgum, hinir í sveitaþorp-
um.
Sambía er að mestu þakin
frumskógi og savannagróðri.
Landið er yfirleitt í þúsund til
fimmtán hundruð metra hæð yf-
ir sjávarmáli, og þar er ræktað
tóbak, maís, jarðhnetur, græn-
meti og bómull. Landsmenn eru
ennþá flestir heiðnir, en margir
hafa þó gerzt kristnir, bæði ka-
þólikkar og prótestantar. Land-
ið „fannst“ á átjándu öld, en
„gleymdist“ aftur. Livingstone
kom þangað og á liæla honum
trúboðar, og Cecil Rhodes kom
líka og á hæla honum nýlendu-
herrar og brezkir landnemar.
1888—1924 var landinu stjórnað
af Brezka Suður-Afríkufélaginu,
en varð eftir það verndarsvæði
brezka heimsveldisins. 1953 voru
Sambía, Ródesía og Malaví (þá
Nýassaland) sameinuð í banda-
lagsríki, sem hélzt við í tíu ár.
1964 náði Sambía sjálfstæði und-
ir handleiðslu núverandi forseta,
Kenneths Kaunda. Stjórnarfar er
byggt á lýðræði en forsetinn
valdamikill. Meðalárstekjur á
íbúa eru þetta fjórtán- fimmtán
þúsund krónur, en verðlag er
litlu Iægra en á Norðurlöndum.
Koparnámurnar leggja til helm-
ing þjóðarframleiðslunnar. Sam-
bía flytur út meiri kopar en
nckki’rt annað land í heimi, að
einu undanskildu.
Meðalaldur landsmanna er
þrjátíu og fimm ár, næstum sex-
tíu prósent þeirra ólæsir og
óskrifandi. Tvö blöð eru gefin
út í landinu, annað af brezkum
aðilum. Þar er líka ríkisrekið
sjónvarp og útvarp. Sambía hef-
ur notið allmikillar þróunar-
hjálpar víða að, meðal annars
frá Norðurlöndum. Höfuðborg
landsins er Lusaka, með rúmlega
hundrað og fimmtíu þúsund
íbúa. Aðrar helztu borgir eru
Kitwe og Ndola, sem eiga upp-
gang sinn einkum koparnámun-
um að þakka.
í meðfylgjandi grein verður
brugðið upp skyndilýsingu á
heilbrigðisástandinu í landi
þessu, sem raunar gæti að mörgu
Ieyti átt við hvaða vanþróað
land sem er.
Toffee grét daginn sem sjúkra-
skýlið í Lunsemfwa-dal brann.
Hús þetta var að vísu ekki ann-
að en nokkrar bambusstengur
klíndar saman með leir, ósköp
óálitlegt hreysi sem sagt og haf-
andi enga þýðingu fyrir aðra en
þá, sem höfðu það fyrir sitt lífs-
akkeri.
Sjúkrastofan, sem opinberlega
var auðkennd með einkennis-
merkinu „Austur-fjögur“ og var
í Sambíu austanverðri, var tíu
mínútur að brenna. Það bar við
á laugardagsmorgun, þegar raf-
all sprakk. Útvarpstækið, skýrsl-
urnar yfir sjúklingana, nokkur
teppi og smáræði af lyfjum var
8 VIKAN
13. tbl.