Vikan


Vikan - 25.03.1970, Qupperneq 10

Vikan - 25.03.1970, Qupperneq 10
LÆKNIR I SAMBIU hreyfing á hlutina í Lunsemfwa- dal. Sú hreyfing hafði raunar þegar hafizt fyrir sex mánuðum, þegar flugmaðurinn Martin Wigginess, læknirinn Duncan Anderson og hjúkrunarkonan Jane O'Brien lentu í fyrsta sinn í Lunsemfwa-dal. Þorpsbúar kölluðu Clementine Fiðrildið og töldu hana til kraftaverka. Hinir fljúgandi læknar Sam- bíu eru raunar ekkert krafta- verk. Hugmyndin var að vísu góð, og þeir sem komu henni í framkvæmd hafa lagt hart að sér. Vinna þeirra hefur þýtt smávegis framfarir, en jafn- framt hafa fylgt henni vonbrigði og óhöpp eins og bruni sjúkra- skýlisins. VIRÐING FYRIR EIGIN STARFI Það var brezkur læknir, Jam- es Lawless, sem fékk hugmynd- ina 1964, þegar hann og kona hans, sem einnig er læknir, voru á ferðalagi í Sambíu. Þetta var á regntímanum, en þá fer flest á kaf í þessu landi og fjöldi þorpa er einangraður langtímum saman. Það gerir að verkum að veikt fólk á sér enn síður hjálp- ar von en á öðrum árstímum. Flugvél, læknir, flugbraut og sjúkraskýli gætu gert allan gæfu- muninn fyrir þetta fólk, það gat borgið lífum sem annars væru glötuð, áleit Lawless. Hugmynd- in var lögð fyrir Kenneth for- seta Kaunda, og hann gaf henni sína blessun. Lawless fékk þriggja mánaða undirbúnings- tíma og í dag er hann sannfærð- ur um að hin fljúgandi lækna- sveit hans sé sú duglegasta í heimi. Stjórnin leggur henni til fé, þá sjaldan hún á aur aflögu, en annars er flugsveitin að mestu rekin með peningum frá hjálpfúsum erlendum aðilum. í deildinni eru nú átta læknar, sjö hjúkrunarkonur, einn tann- læknir og fimm flugmenn. Árið sem leið sinntu þau nærri fimm- tíu þúsund sjúklingum og ger- breyttu lífinu í þorpunum, sem eru umhverfis flugbrautirnar níu. Duncan Anderson er ekki ein- ungis fljúgandi læknir. Hann segir líka íbúunum hvernig þeir geti fengið betra sáðkorn, rækt- að fleiri tómata og svo framveg- is. Hann tekur þátt í öllum áhyggjum þorpsbúanna með þeim árangri að líf þeirra verð- ur svolítið betra. Það átti sér til dæmis stað í Mushingashi, þar sem James Lawless byggði sitt fyrsta sjúkra- skýli fyrir fjórum árum. James Lawless þreytist aldrei á að segja frá sjúkraskýli þessu, því að hans dómi er saga þess lexía í þróunarhjálp. — Við höfðum látið okkur detta í hug, segir Lawless, að samfélag gæti vaxið upp um- hverfis sjúkraskýlið og flug- brautina, hvernig vissum við ekki. Eitt mesta vandamál Mið- Afríku er að meðalaldur þorp- anna er aðeins fjögur til fimm ár. Eftir þann tíma er þorpið komið í niðurníðslu og akurjörð þess útpínd, svo að þorpið er flutt á annan stað og þar er byrjað að nýju. Þess vegna vottar varla fyrir þróun í nokkru sveitaþorpi. Eitt er James Lawless og læknum hans ljóst umfram ann- að: að Mushingashi og Lunsem- fwa-dalur verði aðeins það, sem íbúarnir þar sjálfir gera þetta að. — Þetta, að þau sjálf hafa gert skýlið og flugbrautina vegna þess að þau óskuðu þessa svo mikið, og að þau sjálf halda þessu við, það á mikinn þátt í að auka þeim sjálfstraust, segir Duncan Andersen. — Hið mikla vandamál er að fólkið metur eig- ið starf lítils. En sjálfstraustið kemur. Það sýndi sig í harmi fólksins þegar sjúkraskýlið brann. Það sýndi sig í fögnuði fólksins sem tók á móti Clementine fjórum dögum síðar, og það var þess vegna að Toffee, sem er kristinn, aftur fór að trúa á „hinn góða Guð“, þegar Duncan sagði honum að byggja nýtt skýli á næstu tveim- ur vikum og lofaði honum að það yrði engu verr útbúið en það gamla. HJÁLP — SJÁLFSHJÁLP Endurreisnin flytur vinnu og peninga til þorpsins, og trésmið- urinn og bakarinn munu aftur fá eitthvað að gera. Trésmiður- inn var innfluttur frá nágranna- þorpi, og fyrir tólf hundruð krónur hafði hann búið út skýl- ið og biðstofuna með húsgögnum úr bambus. Þar með var iðnað- ur hafinn í þorpinu, öllum til undrunar. Þorpsbúar sáu nú fyr- ir sér stóla, borð og rúm, en ekkert af þessu hafði til þessa sést í þorpinu. Þar höfðu menn fr& aldaöðli sofið á jörðinni, borðað á jörðinni, fætt þar börn sín og dáið. Sagan af Mwambo bakara hafði einnig náð til Lunsemfwa- dals. Þegar menn eignuðust peninga í Mushingashi, fór þá að langa í annan lúxus, það er að segja brauð. En enginn í þorp- inu kunni brauð að baka, og um langt skeið urðu læknarnir of- an á allt annað að flytja þennan eftirsótta varning frá Ndola í koparbeltinu, þar sem aðalstöðv- ar þeirra voru. Dag einn skaut Mwambo svo upp kollinum í þorpinu. Já, hann hafði verið bakari í Bulawayo í tuttugu ár samfleytt. Þorpsbúar byggðu fyrir hann bakarí sem kostaði um tólf hundruð krón- ur, og íbúðarhús sem kostaði heldur minna. Hann fékk hundr- að pund af mjöli til að byrja með og svo fór Mwambo að baka. Viðskiptin gengu vel, og nú er talið víst að hann verði um kyrrt í Mushingashi og þéni sínar þrjú þúsund krónur á mán- uði. Svipuð þróun hafði verið komin á góðan rekspöl í Lunsem- fwa-dal áður en brann þar. Þar hafði bakari hafið starfsemi, og Duncan Andersen og Jane O* Brien höfðu sagt fólkinu frá tó- mötum, sætum kartöflum og káli, sem þarna mætti vel rækta. Kannske gæti fólkið í dalnum líka fengið sinn eigin trésmið. Og dánartalan var farin að lækka. ... — Að koma með penisillín til Lunsemfwa-dals hefur hliðstæð áhrif og lyf gegn krabba myndi hafa í Evrópu, segir Duncan. —■ Duncan skoðar sjúkling með bólgu í eyra, en þess háttar kvillar eru mjög algengir í Lunsemfwa-dal. Teikningin af nýja sjúkraskýlinu er skrifuð á jörðina sam- kvæmt beztu fyrirmyndum. Sem betur fer kostar ekki mikið að byggja hús á þessari breiddargráðu. Duncan drekkur kaffi úr skál, sem annars er notuð til að sótthreinsa í lækningatæki. 10 VIKAN 13. tbl.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.