Vikan


Vikan - 25.03.1970, Side 14

Vikan - 25.03.1970, Side 14
Þegar verið var að rífa gamla húsiS, fannst dýrmætur fjársjóður í því. í þessu húsi hafði alltaf búið heiðarlegt fólk. - Einhver sérvitringur hefur átt þetta. Honum hefur ekki unnizt tími til að koma því annars staðar fyrir áður en hann dó, sagði fólkið. Síðar kom í Ijós, að sitthvað mis- jafnt hafði gerzt í þessu húsi... Það átti að rífa húsið við Vinarveg 85 vegna götuvið- gerðar. Ibúum hússins hafði öllum verið sagt upp hús- næðinu, og hinir síðbúnustu l'luttu viku áður en verka- mennirnir hófu vinnu sína þar. Þeim fannst húsið ekkert eftirtektarvert, nema livað þeir bjuggust við að erfitt yrði að rifa það, því nr. 85 var hyggt á uppgangstímum iðnaðarmannanna og ákaf- lega traustbyggt. íbúar þess liöfðu alltaf verið heiðarlegt fólk, sem hvorki gaf tilefni til blaðaskrifa né slúður- sagna. Þess vegna urðu þeir mjög undrandi þegar þeir fundu skyndijega dýrmætan fjár- sjóð. Hann hafði verið fólg- inn i gólfi einnar af liinum minni íbúðum liússins. Þetta var skartgripasafn, liringar, hálsfestar, gullúr og fleira, og margir þeirra voru setlir gimsteinum. Leynilögreglumennimir Flindt og Jeppesen voru sendir þangað, til að líta á hlutina. Flindt, sem var hár og grannur, klifraði eins og köttur um hálf niðurrifið liúsið, en Jeppesen, sem var mun holdugri, átti í meiri erfiðleikum. Einn af verka- mönnunum, sem þekkti leynilögreglumennina, spurði hispurslaust: — Hvern fjárann viljið þið hingað? I þe:ssu húsi bjó eingöngu lieiðarlegt fólk. Það hlýtur að liafa verið einhver auðugur sérfræðingur, sem hefur átt þetta drasl; honum liefur ekki unnizt tími til að koma þessu fyrir annars staðar, áður en hann dó. — Ef til vill, svaraði Flindt rólega. — Við Jeppe- sen munum komast að raun um, ef svo er. Leynilögreglumennimir tóku skartgripina í sínar vörzlur. Hver gripur lá snyrtilega í silkifóðraðri öskju. Á hverri öskju stóð gullnum stöfum: Karl Bov- ense, gullsmiður. — Karl Bovense hlýtur að muna eftir slíkum viðskipta- vini, sagði Jeppesen. Flindt var honum sam- mála. — Ef til vill er þetta ekkert leyndardómsfullt, sagði hann. Hálftima siðar voru leyni- lögreglumennirnir tveir staddir í hinni glæsilegu skartgripaverzlun Karl Bov- ense og það var síður en svo eðlileg skýring, sem þeir fengu á málinu. Um leið glataði hið virðu- lega hús við Vinarveg ofur- litlu af dýrðarljómanum. Gullsmiðurinn starði sem dáleiddur á dýrgripina, sem lágu fyrir framan liann á borðinu. — En þetta eru gripirnir, sem stolið var frá mér, sagði liann, og horfði órólega á lögreglumennina. — Stolið, hvenær? spurði Flindt. — Þegar brotizt var inn hjá mér fyrir fimm árum . .. — Já, alveg rétt, innbrol- ið, sem aldrei var upplýst. . . — Já. Flindt og Jeppesen mundu greinilega eftir því máli. Það hafði vakið mikla athygli, en varð þó aklrei upplýst. — Eru þetta gripirnir, sem stolið var, tautaði .Teppesen og hnyklaði brúnir. — Ja, ég held það, svaraði Karl Bovense. Það verður elcki erfitt að komast að raun um það. Við geymum ennþá slcrána, sem þér gerðuð vfir gripina, i skjalasafninu, sagði Flindt og setti gripina aftur í öskj- urnar. — Annars er alveg eins heppilegt að geyma þá hérna, sagði gullsmiðurinn. — Ég verð að gera upp reikningana við tiyggingarfélagið, sem hætti mér skaðann, þegar þessu var stolið En Flindt innsiglaði þegar safnið. — Fyrst um sinn verður safnið í vörzlum lögreglunn- ar. Þessum hlutum var stol- ið, og við höfum ekki enn fundið þjófinn. Við tökum málið upp að nýju . .. Flindt var ekki sérlega hjartsýnn, þegar hann kom aftur úr rannsóknarferðinni um húsið við Vinarveg. Hann hitti Jeppesen á skrifstofunni og skýrði svo frá: — Ég talaði við fyrrver- andi eiganda hússins. Fyrir f'imm árurn bjó gömul kona, Ingeline Poulsen að nafni, í ibúðinni, sem skartgripirnir fundust i. Hún lézt um það bil þremur mánuðum eftir að brotizt var inn í verzlun Bovense, af völdum byltu, sem hún hlaut í eldliúsinu hjá sér. Eftir það var ihúðin cndurbætt og leigð rikis- starfsmanni. Hann bjó þar þangað til húsið var selt til niðurrifs. •— Hm . . . Hvaða ályktan- ir dregur þú af þessu? 14 VIKAN 13 tbl

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.