Vikan


Vikan - 25.03.1970, Page 17

Vikan - 25.03.1970, Page 17
Þarna mætast tveir heimar: Þýzki áhugamaðurinn og hið dularfulla frumskógafólk. Hörundslitur þeirra var miög áþekkur. Jafnvel krókódílarnir gerðu sitt til að hefta för hans. Carsten veiddi þá og át kjötið. Fljótið er fullt af pirayas, eitruðum fiski, sem ræðst jafnvel á menn. Á kvöldin áðum við undir berum himni á ströndinni eða á sand- hólum í ánni. Þá höfðum við ekki frið fyrir blóðþyrstum leður- blökum, það eina sem hélt þeim frá okkur var eldurinn. Með jöfnu millibili skall á hellidemba, svo fljótið flóði yfir bakka sína. Þegar við vorum um það bil að gefa upp alla von, rákumst við á troðninga. Það var öruggt merki um það að við vorum komnir nálægt manna- byggðum, og eftir nokkra klukkutíma komum við auga á tvo kofa, gegnum regnskúrina. Þessar byggingar voru mjög frumstæðar, eiginlega ekki annað en þök á grönnum spírum. í hálfrökkrinu undir þökunum sátu nokkr- ar hræður samanhripraðar. Ég varð svo æstur að ég fékk hjart- slátt. Nú átti ég, fyrstur hvítra manna, að fá að sjá hvítu Indíánana, — þá nöktu. Hörundslitur þeirra var eins og minn, og mér fannst líkamsbygg- ing þeirra líkari Evrópubúum en Indíánum. En andlitslagið fannst mér líkjast Asíubúum. Framhald á bls. 50. 13 tbl- VIKAN 17

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.