Vikan


Vikan - 25.03.1970, Side 22

Vikan - 25.03.1970, Side 22
Landsfræg varð byltan í Dölum vestur, er Þorsteinn Þorsteinsson sýslumaður féll þar óvænt fyrir Ásgeiri Bjarnasyni bónda í Ásgarði í kosningaglímunni 1949. Var einsýnt, að brátt myndi lok- ið stjórnmálaferli goðans aldraða í Búðardal, þó að hann héti landskjörinn þing- maður næsta kjörtímabil. Fór og svo, að Sjálfstæðis- flokkurinn varð sér úti um nýjan foringja í héraðinu og fól honum að freista þess að vinna ríkið á ný. Til þess af- reks valdist ungur mennta- maður ættaður úr sýslunni og nákunnugur fólki ]iar og málefnum, Friðjón Þórðar- son. Skyldi hann drýgja þá dáð að hefna ófaranna frá síðustu kosningum og steypa höldinum i Ásgarði af stóli i salarkynnum alþingis. Önnur var öldin, þegar örninn iivíti, Bjarni frá Vogi, ríkti yfir Dölum og Þorsteinn Briem og Þorsteinn Þor- steinsson báru sigurorð af sérhverjum keppinauti, þó að strítt væri deilt og hart barizt. Friðjón var ekkert líkur frelsisgarpinum bjarta eða þrumuklerkinum frán- EFTIR LðPUS eyga og bar sig allt öðruvísi á palli en hinn þungstígi og bragðstirði fyrirrennari sinn. Samt virtist harla skynsam- lega ráðið af Sjálfstæðis- flokknum að tefla honum fram gegn Ásgeiri Bjarna- syni. Rætur Friðjóns liggja djúpt í jörðu þar, og hann telst heppilegur fulltrúi framgjarnra æskumanna, sem vilja halda gömlu og ln eppa nýtt að auki. Islenzku borgarastéttinni vegnar bezt í valdabaráttunni, þegar liún fer sér hægt, og Friðjóni Þórðarsyni lætur einmitt sú aðferð. Hann kemur vel fram og sýnir aldrei ofstopa, en veit samt til hvers refirn- ir eru skornir. Friðjón Þórðarson fæddist á Breiðabólstað á Fellsströnd i Dalasýslu 5. febrúar 1923 og er sonur Þórðar Kristj- ánssonar bónda og hrepp- stjóra þar og konu lians, Steinunnar Þorgilsdóttur. — Gekk hann menntaveginn og varð slúdenl i Reykjavík 1941, en las síðan lög við Há- skóla Islands og lauk em- bættisprófi í þeim fræðum 1947. Gegndi Friðjón svo fulltrúastarfi hjá borgardóm- aranum í Reykjavík árlangt, en réðsl fulltrúi til lögreglu- sljórans í. Reykjavík 1948 og liafði þann starfa á liendi til 1955, nema livað hann var settur sýslumaður á Siglu- firði 1951—1952. Sýslumað- ur Dalamanna gerðist hann 1955 og sat i Búðardal fram á sumar 1965. Þá fluttist liann búferlum til Stykkis- hólms og tók við sýslumanns- embættinu á Snæfellsnesi. Áhugamál Friðjóns Þórð- arsonar eru f jölþætt, og gælti þess strax á námsárunum. Ilann er mannblendinn, hress í bragði, tónvís og söngvinn og mjög félags- lyndur. Starfaði liann mikið í ungmennafélagsskapnum heima í Dölum á æskuskeiði og hreppti fljótlega ýmsar mannvirðingar í höfuðstaðn- um. Var hann formaður Orators, félags laganema, 1945-—1946 og garðprófastur á Nýja stúdentagarðinum 1948—1950, en formaður Stúdentafélags Reykjavíkur 1951—1952. Lét Friðjón snemma stjórnmál til sín taka og mun liafa verið Sjálfstæðisflokknum hollur þegn og dvggur frá ungum aldri. Leizt foringjunum í Reykjavík sveinninn gæfu- legur og þótti liann sjálfkjör- inn til vonarinnar um ríkis- erfðir í Dölum. Heimamenn undu þeirri ráðagerð vel, enda Friðjón vinsæll af at- gervi og farsæld sjálfs sín og prýðilega kynjaður. Átti Sjálfstæðisflokkurinn naum- ast kost á heppilegri oddvita liðs síns í Dölum en þessum prúða lögfræðingi, senr var tengdur héraðinu sterkum böndum. Hins vegar leit út fyrir um skeið, að Friðjóni reyndist ofraun að lireppa framann, sem honuin var ætlaður. Samt dugði hann hærilega, þegar fram liðu stundir. Sýslumaðurinn ungi varð Ásgeiii Bjarnasyni engan veginn skæður keppinautur, enda þólt Dalir teldust vafa- kjördæmi, unz viðhorfin breyttust sumarið 1959. Mun- urinn á Ásgeiri bónda og Þorsteini sýslumanni 1949 var aðeins 11 atkvæði. Hann jókst i 49 atkvæði, er Frið- jón reyndi sig við Ásgeir fjæsta sinni 1953, en Sjálf- stæðisflokkurinn fékk þá ekkert uppbótarþingsæti, svo 22 VIKAN 13- tbl-

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.