Vikan


Vikan - 25.03.1970, Blaðsíða 23

Vikan - 25.03.1970, Blaðsíða 23
að vonbrigði Friðjóns Þórð- arsonar urðu cnnþá sárari en Þorsteins Þorsteinssonar, er lionum sveið bak eftir byltuna 1949. Asgeir sigraði við svipaðan orðstír 1956, en þá gáfust Friðjóni þær sára- bætur að verða landskjörinn. Hins vegar beið bann tvo skelli á nýjan leik í glímunni vorið 1959. Kjördæmabreyt- ingin kom svo til sögunnar þá um haustið, og aflur lausl saman fylkingum. Galt Frið- jón Þórðarson þá fámennis- ins i Dölum og varð að þoka fvrir samherjum úr þéttbýli Vesturlands. Skipaði hann þriðja sætið á framboðslista Sjálfstæðisflokksins i hérað- inu og sat heima í Búðardal með sárt ennið að kosning- unum loknum. Hlutur lians varð þó sýnu lakari 1963, ])egar liann sætti sig við fimmta sætið á framboðs- listanum og virtist aðeins hafður til sýnis í bardagan- um á Vesturlandi, talinn ósigurstranglegri en Ásgeir Pétursson sýslumaður í Borgarnesi. Upp úr þessu vænkaðist hins vegar senn bagur Friðjóns Þórðarson- ar. Hann var orðinn sýslu- maður Snæfellinga í kosn- ingunum 1967 og erfði þar pólitískt fylgi Sigurðar Ág- ústssonar útgerðarmanns í Stykkishólmi, er lét þá af þingmennsku, en naut jafn- framt fyrri liðveizlu i Döl- um og átti allskostar við Ás- geir Mýrajarl. Hreppti Frið- jón annað sæti framboðslist- ans og varð fjórði þingmað- ur Vestlendinga við sæmi- legan orðstir. Telst hann nú álitlegasta foringjaefni Sjálf- stæðisflokksins í liéraðinu. Veldur þvi aldursmunur á honum og Jóni Árnasyni framkvæmdastjóra á Akra- nesi og betri vígstaða í keppninni við Ásgeir Pél- ursson, sem likist fremur Jóni murti og Órækju en Snorra Sturlusyni i ríki Mýramanna forðum. Friðjón Þórðarson er framgjarn og kappsamur, en kann sér hóf og seilist hæ- versklega til valda og mann- virðinga. Hann þykir drengi- legur í framgöngu og viður- eign og hefur grætt á ósigr- um sínum. Friðjón gat sér ágætt orð sem yfirvald i Döl- um og gekk að vísum vin- sældum hjá samherjum og andstæðinguin á Snæfells- nesi, er hann fluttist úr Búð- ardal i Stykkishólm. Hann ber snoturlega einkennisbún- ing og valdsmannshúfu, tem- ur sér liáttvisi og kurteisi í samskiptum við þegna sína og reynist kjósendum lipur og greiðvikinn án þess að fara i manngreinarálit um- fram þau tiléfni, sem naum- ast verður hjá komizt i landi kunningsskapar og pólitískr- ar fyrirgreiðslu. Helzt skorl- ir á, að hann einbeiti sér, enda fjölhæfur og marglynd- ur í eðli sinu. Ilann lætur og ógjarnan skerast i odda og þykir ráðamönnum Sjálf- stæðisflokksins auðsveipur og þakklátur. Þó mun hann sjálfstæður í skoðunum og frjálslyndari og víðsýnni flestum þeim oddborgurum, sem hafa atvinnu af stjórn- málum i íslenzku fásinni. Nýtur Friðjón ]>ess, að hann er glaðvær og lireinskilinn og kýs að láta gott af sér leiða, þó að stórræði séu varla á lians færi. Friðjóni Þórðarsyni er ekki gefin frásagnarverð ræðusnilli. Hann flytur raun- ar mál sitt áheyrilega, en forðast návígi og hættir sér aldrei í tvísýna orrahríð. Þó mun liann drýgstur í mála- fylgju af liðsoddum Sjálf- stæðisflokksins á Vestur- landi, enda samkeppni ósköp lítil í því efni. Samherjar una þess vegna forustu Friðjóns Þórðarsonar möglunarlaust, og andstæðingar óttast bann hvorki né liata. Fólki liður vel að sjá liann og hevra á málþingi í sveit eða þorpi. Það ætlast varla til mikils af lionum, en verður heldur ekki fyrir teljandi vonbrigð- um. Maðurinn er sléttur og strokinn og býður af sér góð- an þokka. Friðjón kann siði og háttu menntaðrar en hæglátrar og værukærrar borgarastéttar. Eigi að síður leynast i fari lians eiginleik- ar, sem teljast arfur ættar og uppruna. Hann telur sér sæmd að þvi að vera af bændum kominn og honum er hlýtt til átthaganna fögru við Breiðaf jörð, sem skarta björtu skini og lykjast mjúkri kyrrð i grænum sum- arfaðmi. Hégómagirnd F riðjóns Þórðarsonar er slík, að hann Framhald á bls. 44 13. tbi. VIKAN 23

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.