Vikan - 25.03.1970, Blaðsíða 30
(THE GRADUATE) 9. HLUTI CHARLES WEBB
— Hvað gerði hann þér?
— Ekkert, svaraði hún. — Eg
varð bara örlitið æst.
— Æst yfir hverju?
— Þetta var og er einkamál!
sagði Benjamín. — Geturðu ekki
skilið það?!
Lögreglumaðurinn sneri sér
við og horfði á Benjamín. —
Hvað heitir þú?
— Ha?
— Hvað heitirðu?
— Þú verður að hafa ákæru
á hendur mér ef þú átt heimt-
ingu á að vita nafnið. Hver er
ákæran?
— Hafðu engar áhyggjur af
því. Hvað heitirðu?
— Hann heitir Braddock,
sagði herra Berry. — Hann heit-
ir Benjamín Braddock.
— Ertu stúdent?
— Nei.
— Heldur hvað?
— Ég er íbúi.
— Hvað vinnurðu? Hver er
staða þín?
— íSg geri ekkert.
— Hvað meinarðu?
— ííg meina að ég hef ekki
atvinnu.
— Ert þú að reyna að vera
sniðugur?
— Nei.
— Hvað gerirðu þá?
— Ég vinn ekki við neitt.
— Hvað gerirðu þá?
— 53g get ekki séð að það
komi málinu við.
— Nú? Hvað gerirðu þá?
— Er þetta viðtal eða eitt-
hvað svoleiðis?
Lögreglumaðurinn leit á herra
Berry, síðan á stúdentana tvo
sem stóðu í miðjum ganginum.
— Komið ykkur inn til ykkar,
sagði hann og benti. Þeir fóru
inn, rólega þó, og lokuðu á eftir
sér.
— Það verða engin frekari
vandræði, sagði Benjamín.
Lögregluþjónninn horfði lengi
á Benjamín og kinkaði svo kolli.
— Allt í lagi, Ben, sagði hann.
— Ég treysti þér í þetta skipt-
ið. Hann snerist á hæl og gekk
niður stigann og út.
— Herra Braddock? sagði
húsráðandinn.
— Já?
— Ég vil að þú verðir farinn
héðan innan viku.
— Hvað?
Herra Berry svaraði ekki en
hélt aftur niður stigann.
— Herra Berry?
— Þú heyrðir hvað ég sagði.
Benjamln flýtti sér á eftir
honum. — Af hverju á ég að
fara?
— Þú átt bara að fara!
— Hvers vegna?
— Þú veizt hvers vegna.
— Nei, herra Berry, ég veit
það ekki. Segðu mér það.
— Vegna þess að ég vill ekki
hafa þig hérna.
— Af hverju ekki?
— Vegna þess að mér líkar
ekki við þig, herra Braddock.
Mér finnst þú leiðinlegur.
Benjamín horfði á eftir hon-
um og yggldi sig. Hann hlustaði
á hann loka á eftir sér og læsa.
Svo gekk hann aftur hægt og
rólega inn í herbergið sitt. Ela-
ine stóð enn í dyrunum. Benja-
mín gekk framhjá henni, að
rúminu sínu og settist á brík-
ina.
— Benjamín. . . .
— Já.
— Mér finnst leiðinlegt að ég
skuli hafa æpt.
Hann sat enn um stund á
rúminu sínu, stóð síðan upp og
gekk yfir herbergið að stólnum
þar sem ferðataskan hans var.
Hann flutti hana yfir á rúmið
og opnaði hana. Elaine lokaði
dyrunum og settist svo á stólinn
í miðju herberginu.
— Benjamín?
— Já.
— Má ég spyrja þig að dá-
litlu?
Hann kinkaði kolli, gekk að
kommóðunni og opnaði efstu
skúffuna. Hann tók upp skyrtu
og setti hana í ferðatöskuna.
— Hvað hélztu að myndi ske?
— Ha?
— Þegar þú komst hingað,
sagði hún. —- Hvað hélztu að
myndi ske okkar í millum?
— Ég veit það ekki.
— Hvörfluðu nokkurn tíma að
þér tilfinningar mínar til þín?
— Sko, sagði hann og sneri
sér að henni. — Ég vil ekki tala
í augnablikinu. Mér finnst þetta
allt saman leiðinlegt, en ef þér
er sama þá vildi ég alveg eins
vera einn.
Elaine kinkaði kolli.
— Er ekki allt í lagi með
það?
— Jú, sagði hún, allt í lagi.
Má ég sitja hérna þangað til þú
er búinn að pakka niður?
— Alveg eins og þú vilt.
— En geturðu ekki sagt mér
um hvað þú varst að hugsa áð-
ur en þú komst hingað?
— Ég veit það ekki, sagði
hann. Hann gekk að fataskápn-
30 VIKAN 13-tbl-