Vikan


Vikan - 25.03.1970, Blaðsíða 31

Vikan - 25.03.1970, Blaðsíða 31
FRÁBÆR FRAMHALDSSAGA í SÉRFLOKKI um og tók út jakkafötin sín á herðatré. — Þú bara komst hingað? Hann kinkaði kolli og gekk með fötin að rúminu. — Og bara vegna þess að ég var hér? — Já. — Varstu hræddur við að koma og hitta mig? — Hvað heldur þú? — Varstu það? — Já, sagði hann, tók fötin af herðatrénu og fór að brjóta þau saman. — En hvað gerðir þú? — Ha? — Settistu bara upp í bílinn þinn og keyrðir af stað einn góð- an veðurdag? — Hvaða máli skiptir þetta, Elaine? — É'g er bara forvitin. —■ Jæja, ég settist upp í bíl- inn og keyrði af stað einn góð- an veðurdag. — Og hvað skeði þegar þú komst hingað? — Hvað skeði? — Geturðu ekki sagt mér ör- lítið frá því? Hann sneri sér við og leit á hana. — Ég á nefnilega bágt með að skilja þetta, sagði hún. — Ætlaðir þú ekkert að koma og hitta mig? Eða var það bara meiningin að bíða þangað til við hittumst af tilviljun? — Ég ætlaði að hitta þig fyrsta kvöldið? —Og....? — Já, ég keyrði hingað. Ég var í svolitið skrítnu skapi svo ég fékk mér hótelherbergi og pantaði mat handa okkur á veit- ingahúsi. — Ætlaðir þú að bjóða mér í mat? — Já. — En hvað svo? — Ég bauð þér ekki. — Eg veit það. — Elaine, ég bara kom hing- að, sagði hann, um leið og hann lagði fötin sín ofan á skyrtuna. — Ég þvældist um og skrifaði þér nokkur bréf. — Ástarbréf? — Eg man það ekki. — Og svo seldirðu bílinn? Hann kinkaði kolli. — Já. Fyrsta daginn sem ég var hér. Ég fékk þetta herbergi leigt og seldi bílinn strax morguninn eftir að ég kom hingað? — Og hvað svo? — Svo sat ég og horfði út í loftið, sagði hann og tók buxur af herðatrénu. — Fórstu eitthvað út? — Ha? — Fórstu út með stúlkum eða eitthvað svoleiðis? — Nei. — En hvernig drapstu tím- ann? spurði hún. —■ Ekki hefur þú lesið allan daginn? — Nei. Hann leit á pappírs- kiljuna á borðinu. — Þetta er fyrsta bókin sem ég hef lesið síðan ég hætti í skólanum. - Leiðist þér lestur? — Ég les blöðin. Hann braut buxurnar saman og lagði þær ofan á jakkann. Svo gekk hann að kommóðunni og náði í nokk- ur pör af sokkum úr einni skúff- unni. — Hvaða bók er þetta sem þú ert að lesa? Benjamín rétti henni bókina. — Hefur þú áhuga á stjörnu- fræði? spurði hún þegar hún hafði lesið titilinn. — Nei. — Hvers vegna ertu þá að lesa þetta? — Af því bara, sagði hann og henti sokkunum í töskuna. — Ég vildi vera að lesa þegar þú kæmir. — Þú vildir vera að lesa þeg- ar ég kæmi? át hún upp eftir honum. — Já. — Hvers vegna? — Hvers vegna hvað? — Af hverju vildir þú vera að lesa eitthvað þegar ég kæmi? — Vegna þess, sagði hann, — að ég vildi ekki láta þig sjá mig liggja í rúminu eða sitja í stóln- um og gera eitthvað. Sg vildi vera að gera eitthvað nytsam- legt. Hann hristi höfuðið. — Ég veit ekki hvað ég á að gera, sagði hann. — Hvar er beltið mitt? Hann gekk aftur að kommóðunni og leitaði í öllum skúffum. Sama sagan endurtók sig við skrifborðið hans. Að lokum opnaði hann stóru skúff- una í miðið, greip handfylli af peningum og tróð þeim í vasa sinn. — Eru þetta peningarnir sem þú fékkst fyrir bílinn? — Já. — Hvað var þeta mikið? — Ég fékk 2900 dollara fyrir hann. Þetta er um það bil 2400 núna. 2300—2400 (tæplega 200 þús. ísl. Þýð.). — Og þú lætur þá bara liggja þarna í skúffunni? — Engin hætta, sagði hann, lokaði skúffunni og gekk út í herbergið. Hann opnaði dyrnar á fataskápnum svo bjartara yrði þar inni og leit niður á gólfið í skápnum. Svo fór hann á fjóra fætur og leitaði undir kommóð- unni. — Að hverju ertu að leita? — Beltinu mínu. — Ertu ekki með það? — Nei, sagði hann og fór með höndina inn undir. — Eg á tvö. Annað er ég með á mér og svo á ég annað. Hvað er þetta? Hann dró marmarastein undan kommóðunni, allan ryk- ugan, horfði á hann um stund og ýtti honum síðan inn undir aftur. — Amma átti það, sagði hann um leið og hann stóð upp og dustaði rykið af höndum sér á buxunum. — Átti amma þín hvað? — Beltið. Amma gaf mér það einu sinni. - Ó. Hann gekk að rúminu og dró það aðeins frá veggnum. — Hvað er nú þetta? sagði hann, eins og við sjálfan sig. Svo beygði hann sig niður og tók upp rauða reglustiku úr plasti. Hann horfði á hana um stund, sló svo af henni mesta rykið og lét hana falla niður í. ferðatösk- una sína. Framhald á bls. 41 13. tbi. VIKAN 31

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.