Vikan


Vikan - 25.03.1970, Side 32

Vikan - 25.03.1970, Side 32
'■% : Því var spáð fljótlega eftir að Bítla- æðið svonefnda greip um sig árið 1963—64, að það myndi ekki standa lengi yfir og að innan skamms myndi enginn muna eftir Bítlunum. Raunin hefur orðið allt önnur, og þeir eru jafn vinsælir í dag og þeir voru þá. En alltaf öðru hvoru heyrum við fregnir af þvi að þeir séu að hætta og jafnvel að þeir séu dauðir. Það er al- gjör óþarfi að hafa áhyggjur af þessu, við vitum að þeir eru eins lifandi og ég og þú, og við VITUM að þcir hætta ekki. Þessi mynd var tekin síðari hluta árs árið 1962, þegar þeir höfðu lokið við að leika inn á fyrstu hljómplötu sína, „Love me do“. Enginn sem var viðstaddur þá upptöku hafði álit á þeim — nema Brian Epstein, hinn látni umboðsmaður þeirra, en það kom líka á daginn að hann einn hafði rétt fyrir sér. ííMmm Fyrsta kvikmynd hljómsveitarinnar var gerð árið 1964, og hlaut nafnið „A Hard Day‘s Night“. Þessf mynd sýnir atriði úr kvikmynd- inni og stúlkan lengst til vinstrl, Patti Boyd, er nú kölluð frú George Harri- son og er gift þeim sem hún er að klippa á mynidnni. 4 The Bcatles fóru til Bandaríkjanna á árinu 1964, og gerðu „allt vitlaust" ef svo má segja. Nokkra daga notuðu þeir til að hvíla sig i Holiywood, og þar var þessi mynd tekin. 4 Þegar þeir komu aftur voru þeir orðnir heimsfrægir, fleiri þekktu Bítl- ana en Bandaríkjaforseta, og í safni Madame Tussaud voru settar upp af þeim vaxmyndir, en slikt þykir geysi- legur heiður. Myndirnar voru siðar notaðar á forsíðu plötuumslagsins á „Sgt. Pepper‘s“ plötunni — þeirri sem var og er mesta bylting í dægurtón- list ailra tima. 4 Svo gifti Ringo sig og hefur nú eign- ast tvö börn sem hann sinnir af mik- illi alúð ásamt konu sinni, Maureen Cox. En George gifti sig iíka og hér eru þau hjónakorn, öll fjögur, George og Patti og Maureen og Ringó. Bítlarnir írá upphafi -til enda? WM v///.w/Æsmmí. i 1 | rS; M ■ :: ■ : .1 : ^ Allt fram til ársins 1966 flökkuðu Bítl- arnir um heiminn og héldu hljóm- leika. Þeir komu meðal annars til Japans og þar voru táningar hásir í margar vikur á eftir og kellingar fundu til í lærinu unz sólin fór að verma tinda Fuji á nýjan leik árið eftir. Paul var lengi vel sá eini sem ógiftur var, en hann hafði verið bendlaður við leikkonuna Jane Asher. Einn góð- an veðurdag giftist hann fráskilinni, bandarískri stúlku, Lindu Eastman, og hafa þau nú eignast erfingja. Þessi mynd var tekin skömmu eftir brúð- kaup þeirra, og með þeim Lindu og Páli eru Jón og Jókólína. 32 VIKAN '3 tbl

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.