Vikan


Vikan - 25.03.1970, Blaðsíða 39

Vikan - 25.03.1970, Blaðsíða 39
Flugfélagið býður tíðustu og fljótustu ferðirnar með þotuflugi til Evrópulanda og nú fara í hönd hin vinsælu vorfargjöld Flugfélagsins. Við bjóðum yður 25% afsiátt af venjulegum fargjöldum til helztu borga Evrópu í vor með fullkomnasta farkosti nútímans. Það borgar sig að fljúga með Flugfélaginu. Hvergi ódýrari fargjöld. FLUGFÉLAG ÍSLANDS ÞJÓNUSTA - HRAÐI - ÞÆGINDI 5 D vona, og við vitum það líka. Við getum ekkert gert við því, segir Duncan. Fólk gerir ekki ráð fyrir að ná hárri elli í landi, þar sem meðalaldurinn er þrjátíu og fimm ár. Mæðurnar gera ekki ráð fyrir að meira en helmingur barnanna, sem þær eignast, nái fullorðinsaldri. Þegar barn deyr, ber móðirin litla líkið út fyrir þorpið og jarðar það þar við hlið bróður þess eða systur sem dó árið áður eða þar áður. En móð- irin grætur ekki; hún fer heim í þorpið og fæðir eitt barn enn. Kannski það fái að lifa.... ÞAU MÖRGU, SEM EKKI VERÐUR BJARGAÐ Duncan hefur keppinaut, sem hann ekki þekkir. — Hann er einhvers staðar hér fyrir utan og segir fólki, að hann geti læknað það, að hann geti bjargað lífum barnanna þess. Éíg veit ekki hver hann er. Það segja þeir mér ekki. É'g veit að flestir sjúklingarnir fara til hans áður en þeir leita til mín, alveg eins og fólk í Evrópu fer í lyfjabúð áður en það leitar læknis. En ég held ekki að marg- ir töfralæknar verði eftir að tíu árum liðnum. Fólk sér smátt og smátt að við náum betri árangri. Stjórnin heldur því fram op- inberlega að galdralæknarnir séu af hinu illa, að þeir séu fram- þróuninni til trafala, að þeir verði að hverfa. Þetta hefur haft í för með sér eins konar galdra- ofsóknir, sem ekki kemur ein- göngu niður á þeim seku. Þeir sem uppvísir verða að kukli og galdralækningum eru hafðir að háði og spotti og flæmdir úr þorpunum. En ekki er það alltaf töfra- mönnunum að kenna að fólk deyr, þótt hægt hefði verið að bjarga því. — Ég veit að meðan ég sit hérna eru kannski fjórar eða fimm manneskjur að deyja drottni sínum einhvers staðar vegna þess eins, að þær treysta mér ekki og koma því ekki til mín. Það er eðlilegur ótti við allt, sem er nýtt og öðruvísi en það, sem fólkið hefur þekkt. Ég hef reynt að ganga í kofana og finna sjúklingana, en það tekst aldrei. Það er eitt það versta sem maður getur hugsað sér: að vita af deyjandi fólki sem hægt hefði verið að bjarga, hefðum við bara fengið það. MÚRINN SEM AÐSKILUR Ekki veit Duncan hve mörg- um mannslífum hann bjargaði þennan hálfa dag í Lunsemfwa- dal. Þetta fólk deyr kannski hvort sem er innan skamms, en hann hjálpar þeim í bráðina, því ekki er að vita hvort þeim tekst að komast til Lunsemfwa-dals þegar hann kemur þangað næst. Það er aldrei að vita. Það er svo margt, sem aldrei er að vita í Afríku. Duncan getur ekki talað við sjúklinga sína. Yfir sjötíu tungu- mál eru töluð í Sambíu, og ef ekki væri túlkurinn hans, Ed- ward, væri vonlaust fyrir hann að ná nokkru sambandi við fólk- ið. Edward gerir meira en að þýða; hann segir Duncan hvað Mosfes eigi eiginlega við, þegar hann talar um að hann finni til 13. tbi. vncAN 39

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.