Vikan - 25.03.1970, Síða 41
um að fyrirtæki hans greiddi
lionum 150 dollara á mán-
uði í tvö ár. Gegn því áttu
þeir svo að gefa út allar
bækur, sem hann skrifaði á
þeim tíma. Að skilnaði gaf
Brett honum ráðleggingar,
sem ef til vill voru þær beztu,
sem hann fékk bæði fyrr og
síðar:
„Ég vona, að verk yðar
beri héðan í frá vott um þá
framför, sem ég varð svo
greinilega var við í fyrstu
bókum yðar, en sem ekki
kemur jafn greinilega fram
í tveim þeim síðustu, af því
að á þeim er nokkur hroð-
virknirblær. Heimurinn hef
ur ekki þörf fyrir aðrar bók-
menntir en þær beztu frá
bendi sérhvers rithöfundar.“
Þessu svaraði Jack þann-
ig:
„Það er von mín og ætlun,
undir eins og ég er búinn að
koma fótunum undir mig
aftur, að skrifa ekki sérlega
mikið, heldur gefa aðeins út
eina bók, eina góða bók á
ári. Ég er mjög seinn að
skrifa. Ástæðan til þess, að
ég bef gefið svona mikið út
er sú, að ég hef unnið sleitu-
laust, dag eftir dag, án þess
að unna mér hvíldar. Jafn-
skjótt og ég hef losnað við
]iá þungu kvöð, að þurfa að
vinna baki brotnu í dag til
þess að hafa ofan í mig á
morgun; þegar ég þarf elcki
lengur að eyða kröftum min-
um í alls konar igripavinnu,
er ég sannfærður um, að ég
á eftir að afreka mikið.“
í lestinni á leiðinni heim
lagði Jack þrjár siðustu bæk-
urnar sinar á bekkinn and-
spænis sér í vagninum. Þær
böfðu allar komið út í októ-
ber, hálfum mánuði áður en
bann kom til New York aft-
ur. Hann sá, að það var ekld
einungis met að gefa út þrjár
bækur á einum mánuði. Það
var hrein fífldirfska, sem
Brett hafði með réttu fundið
að. Hann ákvað, að fyrst
hann væri nú búinn að binda
sig einu útgáfufyrirtæki,
skyldi hann liéðan í frá fara
slcynsamlegar að ráði sínu.
ÞegarJack kom til Pied-
mont, sá bann, að Eliza
bafði búið hjá Bessie í hálf-
an mánuð og stillt til friðar
á milli Bessiear og Flóru.
Hann byrjaði aftur að vinna
19 tíma á sólarhring. Einu
livíldarstundirnar voru mið-
vikudagarnir, þegar gamlir
og nýir vinir hans komu i
heimsókn, og liann spilaði
við þá póker eða skemmti
sér við aðrar dægradvalir.
Framliald.
Frú Robinson
Framhald af bls. 31.
— Benjamín. ...
— Já.
— Hvað ætlarðu að gera
núna?
Hann hristi höfuðið og ýtti
rúminu aftur upp að veggnum.
— Hvað ætlarðu að gera
núna? spurði hún aftur.
— É'g veit það ekki, Elaine,
sagði hann. Benjamín gekk aft-
ur að kommóðunni, opnaði efstu
skúffuna og fór með höndina um
botn hennar.
— Ætlarðu heim?
— Nei. Hann lokaði skúffunni
og opnaði þá næstu þar sem
hann þreifaði líka fyrir sér.
— Nú, hvert ætlarðu þá?
— Ég sagði að ég vissi það
ekki! Að lokum opnaði hann þá
neðstu og strauk höndinni eftir
botninum en fann ekki beltið.
Svo fór hann yfir að skrifborð-
inu og leitaði í öllum skúffum
þar.
— Hvað ætlarðu að gera?
— Viltu hafa mig afsakaðan
augnablik, sagði Benjamín. Hann
fór út og inn í baðherbergið þar
sem hann þvoði sér um hendurn-
ar. Hann þurrkaði sér um hend-
urnar á næsta handklæði sem
hann fann og fór aftur inn til
sín. — Hvað sagðirðu? spurði
hann og skellti á eftir sér.
— Hvað ætlarðu að gera?
— Elaine, ertu vita heyrnar-
laus?
— Ha?
— Ég veit ekki hvað ég ætla
að gera!
— Hefurðu ekki hugmynd um
það?
— Nei.
— Ekki smávegis hugmynd?
— Nei. Hann leit á hana um
stund og fór svo að fataskápn-
um. Hann opnaði dyrnar, tók
herðatré niður af slánni og þreif-
aði með því eftir skápbotninum
í gegnum rykið. Svo henti hann
því inn í eitt hornið og stillti
sér upp á miðju gólfi.
— En á morgun? spurði hún.
— Hvað með það?
— Veiztu ekki einu sinni hvað
þú ætlar að gera á morgun?
— Nei.
— Ætlarðu með rútu eða
hvað?
— Elaine, sagði hann, — ég
myndi segja þér það ef ég vissi
það. En nú veit ég það ekki svo
ég bið þig um að vera ekki að
spyrja mig að þessu.
— Með lest?
— Drottinn minn dýri! Hann
leit undir koddann sinn á rúm-
inu.
— Benjamín....
— Já!
— Eg vil ekki að þú farir fyrr
en þú veizt hvert þú ætlar.
Hann snarsnerist við og starði
á hana, með koddann í höndun-
um.
— É'g vil að þú hafir ein-
hverjar ákveðnar áætlanir þegar
þú ferð.
— Hvers vegna?
— Af því að ég vil það.
— Ja — viltu nokkuð að ég
fari yfirleitt.
Hún kinkaði kolli.
— Nú?
— Viltu láta mig vita hvað þú
ætlar að gera, nákvæmlega, þeg-
ar þú ferð?
— Hefurðu áhyggjur af mér?
— Benjamín, sagði hún og
stóð upp, — þú komst hingað
mín vegna, þú seldir bílinn þinn
mín vegna, þú gjörbreyáttir lífi
þínu mín vegna og nú ætlarðu
að fara mín vegna.
— Og hvað með það?
— Þú hefur gert mig ábyrga
fyrir þér.
— Guð minn góður!
— Og þess vegna vil ég fá
að vita hvað þú ætlar að gera.
— Ég veit það ekki! hrópaði
hann og kom skrefi nær henni.
— Eg veit það ekki! Eg veit það
ekki! Eg veit það ekki! Hann
setti koddann aftur á sinn stað.
— Viltu þá ákveða þig áður
en þú ferð?
— Elaine, hvað kemur þér
það við hvað ég geri?
— Þú hefur komið því þann-
ig fyrir að mér kemur það við,
Benjamín.
— Nei.
— Hvað meinarðu með „nei“?
sagði hún. — Heldurðu að ég
geti bara látið það sem vind um
eyrun þjóta að einhver endur-
skipuleggur líf sitt mín vegna?
— Láttu ekki svona, Elaine.
— Heldurðu að ég geti það?
— Já, af hverju ekki?
— Vegna þess að ég get það
ekki.
— Þá ert þú hræsnari.
— Ha?
— Elaine, þú ert hræsnari. Ef
13. tbi. VIKAN 41
BLÓMABÚÐIN ÐÖGG
er meðlimur í
Sendum um allan heim.
Páskablóm og páskaskreytingar
í miklu úrvali
Allskonar gjafavörur.
Höfum í þjónustu okkar einn færasta
skreytingamann landsins, Ásmund
Jónasson, skreytingameistara.
BLOHABUDIH DðGC
Álfheimum 6 - Sími 33978