Vikan


Vikan - 25.03.1970, Blaðsíða 45

Vikan - 25.03.1970, Blaðsíða 45
I'lllllllIIIli LfU MYNDATÖKUR FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA # YIÐ MYNDUM RÆÐI í SVART-HVÍTU OG 1 LIT * FERMINGARKIRTLAR Á STOFUNNI * Garðastræti 2 - Reykjavík - Sími 20900 Enn sem komið er, get ég ekki sagt að gripirnir liafi beinlínis hjálpað mér, en þeir valda mér ósegjanlega mikilli gremju, þar sem þeir liggja þarna i jafn snyrti- legum umbúðum og þeir voru, þegar þeim var rænt úr verzlun gullsmiðsins. Ég lield, að við ættum að hætta að hugsa um hleklcinn, sem vantar, við megum ekki ein- blína of mikið á eitthvað, sem er ef til vill eklci til. Og nú skulum við bregða okkur fimm ár aftur í tímann. Það leið nokkur tími, þangað til Flindt gerði sér grein fyrir því, hvað það var, sem vinur lians og sam- starfsmaður átti við. En að lokum samþykkti hann hug- myndina. Lögreglumennirn- ir tveir unnu i nokkra daga að því að rannsaka ýmislegt, sem gerzt hafði fyrir fimm árum. Þeir fundu margt, sem vakti áhuga þeirra. En það var efnarannsóknastofan, sem kom raunverulega skriði á málin. Efnafræðingur, sem hafði mikla þekkingu á gim- steinum, henti Jeppesen á, að nokkrir steinanna væru falsaðir. — Vissir þú það, spurði Flindt undrandi. — Nei, svaraði Jeppesen. —- Það var ekki það, sem ég átti við, þegar ég sagði að mér gremdust gripirnir. Það var, að þeir skyldu liggja svo snyrtilega, liver i sinni öskju. Venjulega gefa innbrotsþjóf- ar sér ekki tima til að búa svo vel og vandlega um þýf- ið. Annað hvort hendir hann því niður i tösku, eða sting- ur þvi í vasa sina. — Áttu við, að við eigum að heimsækja Karl Bovense aftur? — Bráðum. Ég á aðeins eftir að ná tali af manni, sem var afgreiðslumaður hjá Karli Bovense, þegar inn- l)rotið var framið. Ef til vill hefur hann frá einhverju að segja.... Flindt gramdist dálitið. að .Teppesen skyldi ekki vilja segja honum allt, sem hon- um bjó i lmga. En þannig var ])að oftast. .Teppesen var getspakur og liafði auðugt ímyndunarafl, og það har oft undraverðan árangur. En liinn þéttholda Jeppesen skipti heiðrinum alltaf bróð- urlega milli sín og vinar síns, svo að Flindt lét gremju sína ekki í ljós. Seinna um daginn bað Jeppesen Flindt að koma með sér til Karls Bovense. Karl Bovense var liár og glæsilegur maður, verzlun hans, sem var í hjarta borg- arinnar var einnig mjög glæsileg. Hann var tæplega fimmtugur að aldri, dökk augu bans voru greindarleg, og hár hans var hrafnsvart og þykkt. Föt hans báru þvi vitni, að þar fór duglegur kaupsýslumaður, sem hafði á fáum árum unnið sér orð- stír sem einn af mestu kaup- sýslumönnum borgarinnar. Gullsmiðurinn bauð gest- unum til skrifstofu sinnar, og bann lokaði dyrunum á eftir þeim. — Get ég aðstoð- að ykkur á einhvern liátt? spurði liann kurteislega. .Teppesen kom strax að kjarna málsins. — Já, þér gelið sagt okkur á hvern hátt þér björguðuð yður úr fjár- hagsvandræðum þeim, sem ])ér voruð i fyrir fimm ár- um, sagði hann. Karl Bovense varð greini- lega móðgaður. — Ber mér nokkur skylda til að skýra lögreglunni frá því? Ég fæ alls ekki skilið livers vegna þér eruð að skipta vður af því. — Ég geri það af þvi að ég veit, að þér gerðuð það með því að fremja trygginga- svik. Nokkrir steinanna í skartgripum þeim, er þér til- kynntuð að stolið hefði ver- ið, voru sviknir. Þér fenguð tryggingaféð greitt, sem væru þeir ósviknir. Játið þér? Augnaráð Karl Bovense varð flölctandi. — Þetta . . . þetta getur ekld verið rétt. Ætlið þér að halda því fram, að ég verzli með svikna steina? .Teppesen hristi höfuðið. — Nei, herra Bovense, það var greinilega sérfræðingur, sem hafði skipt um steina, og sviknu steinarnir báru þess vitni, að þeir komu frá yðar eigin smiðastofu. Ég levfi mér að lialda því fram að skartgripirnir hafi verið fluttir beint frá verzlun yð- ar til hússins við Vinarveg 85, og það hafi ekki verið hreyft við þeim siðan. Gullsmiðurinn fölnaði. Svitinn spratt út á honum og hann leitaðist örvæntingar- fullur við að finna leið út úr ógöngunum. Að lokum gafst liann upp. — Ég játa það. Ég féll fyrir freistingunni þá, ég var á barmi gjaldþrots. Það var heimskulegt af mér að segja tryggingarfélaginu, að stein- arnir hefðu allir verið ósvikn- ir, en ég fékk bætur fyrir þá sem slíka.... Jeppesen kinkaði kolli. — Þalcka yður fyrir, þetta var skynsamlegt af yður.... — Ég mun sjálfur gera út um málið við trvggingarfé- Fullkomnasta gardínu- uppsetning á markaönum meö og án kappa 1 fjölbreytt litaúrval ,<£> I ZETA j Skúlagötu 61 slmar 25440 1 25441 i3 tbl- VIIvAN 45

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.