Vikan - 25.03.1970, Síða 47
Þetta hitti í mark. Gull-
smiðurinn rak upp óp og
rétti úi' sér. Hann gaf sér
engan tíma til að íhuga
grundvöllinn fyrir þessari
ásökun, en hvæsti:
— Hún var djöfull í
mannsmynd. Hreinasti djöf-
ull. Eftir að hún hafði lengi
notað sér fjárliagsörðugleika
mína til að kaupa af mér
skartgripi á helmingi lægia
verði, en raunverulegt gildi
þeirra var, komst liún að
tryggingarsvikunum. Hún
hyrjaði að hringja til mín og
skrifa mér. Fvrst vantaði
liana eitt þúsund lcrónur, svo
tvö.... Og ég vissi hvað
mundi ske, ef ég neitaði að
horga....
Ég reyndi að tala um fyrir
henni. Hún vildi eklci einu
sinni hlusta á mig. Hún
hafði nýlega lesið skáldsögu
um mann, sem framdi trygg-
ingasvik, og varð siðan fyrir
fjárkúgun frá hendi aðstoð-
armanns síns. Það var held-
ur ekki nema réttlátt, sagði
hún. Hún var hrjálæðislega
nízk og samvizkulaus í pen-
ingamálum. ...
Ég hafði í hótunum við
hana, og við rifumst. Hún
varð hrædd og hljóp inn í
eldhús. Hún klifraði upp á
eldhúsborðið í þeim tilgangi
að opna gluggann og hrópa
á hjálp. Ég greip til hennar,
það var engin önnur leið, ef
hún átti ekki að koma upp
um mig. Hún datt, og í fall-
inu slósl höfuð liennar við
Verkir, þreyta í baki ?
DOSI beltin hafa eytt
þrautum margra.
Reynið þau.
ÞvEMEDIA H.F.
LAUFÁSVEGI 12 - S|mi 16510
ALLT A SAMA STAÐ
Egill Vilhjálmsson hf.
COMMER VAN
SENDIFERÐABÍLLINN
Á AÐEINS
KR. 118.200,00
Nokkrir bílar lausir
í næstu sendingu.
Sterkur, þægilegur
og sparneytinn.
LAUGAVEGI 118, SÍMI 2-22-40.
stól. Ég lét hana eiga sig, og
fór....
— Tókuð þér nokkuð með
yður?
Karl Bovense hristi liöfuð-
ið. Hann hafði hulið andlitið
í höndum sér, og það lá við
að röddin brygðist honum.
— Nei, ég hugsaði ekki
um annað en að komast sem
fyrst burtu. Þar að auki
geymdi hún gripina á hinum
fáránlegustu stöðum. Ég
hefði sennilega ekki fundið
neitt, þó mér hefði dottið í
lmg að leita....
Á leið sinni til lögreglu-
stöðvarinnar ók hifreiðin
niður Vinarveg. Það var ekki
mikið eftir af húsinu númer
85, aðeins kjallarinn og
nokkur veggjarbrot. Jeppe-
sen datt í hug, að það færi
ekki lijá því. að ýmislegt
misjafnt ætti sér stað á
fimmtíu ára ferli, jafnvel
þótl svo virðulegt og látlaust
hús ætti í hlut. Hann liafði
aðeins orðið vitni að einum
atburði....
☆
Rauða herbergið
Framhald af bls. 13.
sérstök áhrif á Lori. Henni hafði staðið stuggur af honum, því hann
stóð sem tröll milli hennar og móðurinnar.
Særð og einmana hafði Lori flúið á náðir ömmu sinnar, og einn dag-
inn sveik hún hana líka. Daginn, sem Lori stóð við gröf hennar, þótti
henni sem allir hlutir hefðu samtök um að vera vondir við sig.
En fyrstu dagana á eftir hafði mamma hennar þó verið elskuleg við
hana eins og áður en nýi pabbinn kom. Og fljótlega tók hin fimm ára
Lori að heyra ýms nýstárleg orð, „skóli", „kennslukona" og ,,nám", og
fékk á tilfinninguna, að þetta væri eitthvað miður skemmtilegt. Hún tók
að grípa hvert tækifæri til að vera að heiman og losna þar með við hið
kalda augnaráð stjúpföður síns. Hann talaði fremur hranalega, en aldrei
hátt né reiðilega og aldrei hratt. Og þegar Lori var viðstödd talaði hann
aldrei við mömmu hennar.
Svo gerðist það dag einn, er Lori var að leika sér í hlöðunni að ný-
fæddum kettlingum, að hún tók eftir, að hún var stödd undir snag-
anum þar sem aktygin héngu. Svo langt sem hún mundi, hafði alltaf
hangið aflóga aktygi á þessum gamla eikarsnaga.
En nú rakst hún á ólarnar og flæktist í þeim og varð dauðhrædd
þarna í dimmunni og æpti upp. Og hún vissi ekki fyrri til en stjúpi
hennar stóð þarna í heyinu með hendurnar niður með síðunum og horfði
brosandi á hana. Sú litla von um, að hann hjálpaði henni, hvarf er hann
vatt sér hálfvegis við.
„Þú getur áreiðanlega bjargað þér sjálf", hafði hann sagt hlæjandi.
Og hún hafði verið alein aftur og tókst með erfiðismunum að losa sig
úr ólunum. Og nú góndi á hana þessi stóri, ungi maður með sama nafni
og stjúpi hennar og sömu bláu augun .... Lori langaði til að æpa upp.
„Væri ég í yðar sporum, mundi ég gista í bænum. Svo getið þér farið
til hússins á morgun," sagði hann mjög ákveðið.
„Ef þér vildur vera svo vænn, þá langar mig til að fara til Kensington-
búgarðsins núna," svaraði Lori gröm.
„Það eru sjö mílur þangað," sagði hann kvartandi röddu. „Og vegur-
inn er slæmur."
„Það er beðið eftir mér," tilkynnti hún.
13. tbi. VIKAN 47