Vikan - 25.03.1970, Qupperneq 49
lokuðum. En ég geng út frá, að þér eigið eftir að opna þær aftur "
Lori var svo hvumsa, að hún svaraði engu. Það voru meira en fimmtán
ár frá því hún talaði við stjúpföður sinn, en allt í einu fannst henni
sem hús þetta væri nokkurskonar ímynd þessa slæma og lymskulega
manns, sem biði eftir lokauppgjörinu . .
,,Ég vona, að okkur Aline frænku eigi eftir að koma vel saman," tókst
henni loks að segja. ,,Ég þarf áreiðanlega góða aðstoð til að geta áttað
mig á öllu hérna."
Hann vatt sér að henni og brosti. „Reynið mig, frænka. Byrjaðu á að
kalla mig Jim. Ertu tilbúin til að standa til auglitis við fjölskylduna?"
„Fjö . fjölskylduna?"
„Já," hló hann. „Hina blásnauðu Kensingtona. Þá, sem eftir eru. Aline
frænka er ættfaðirinn eða ættmóðirin, sem við öll leitum til eftir vernd,
hlýju og gjafmildi."
„Átt þú heima hérna, Jim?"
„Nei, en ég kem hingað oft. Ég leigi herbergiskytru í Ardmore fyrir
sjö dali um vikuna til að vera viðbúinn, ef einhver þyrfti á leigubíl að
halda Þú veizt sjálfsagt ekki mikið um þfna eigin fjölskyldu?
James frændi var ekki sérlega vingjarnlegur við okkur. Þér þykir sjálf-
sagt undarlegt að heyra pabba þinn kallaðan James frænda?"
Nú rann það upp fyrir Lori, hve lítil afskipti stjúpfaðir hennar hafði haft
af hinum í fjölskyldunni. Jim hélt, að hún væri [ raun frænka hans. Hana
langaði til að upplýsa þennan unga mann um efasemdir sínar og kviða
og um uppruna sinn, En eitthvað fékk hana til að halda þessum leyndar-
málum fyrir sig aleina.
„Já, að vissu leyti er þetta skrítið," svaraði hún einungis. „Getum við
nú ekið niður að húsinu? Það verður bráðum orðið dimmt?"
„Það er ævinlega dimmt þarna niðri, Lori. Ég er fegin, að þú skulir
vera komin. Það hefur aldrei verið skemmtilegt á Kensington-eigninni
síðan...... Jæja, nú ökum við niður eftir."
Áður en hann snéri sér aftur að stýrinu sá hún bregða fyrir sársauka-
bliki í augum hans og að hann síríkkaði á kjálkavöðvunum. Svo rann
bíllinn hægt niður í stóran sveig og að hringlaga akbrautinni, sem lá
umhverfis húsið. Þau óku að yfirbyggðum innganginum.
Lori horfði eftirvæntingarfull á stóru valhnetutrésdyrnar, en enginn
opnaði til að bjóða hana velkomna. En einhver hlaut samt að hafa
heyrt bílinn koma.
Jim hjálpaði henni út úr bílnum og upp á veröndina, og nú sá hún,
hvað húsinu var illa viðhaldið. Hvft málningin var orðin flekkótt og upp-
hleypt, og sumstaðar sást, að klæðningin var fúin. Einungis tvöfaldar
dyrnar virtust vel við haldnar. Dyrahamarinn var úr smfðajárn og hékk
neðan úr kjafti einhvers óargadýrs. Það hljómaði sem sprenging, er
Jim notaði dyrahamarinn.
Aline frænka hefur húsið alltaf læst," sagði hann afsakandi. „Hún
tekur hlutverk sitt mjög alvarlega."
„Er hér enginn garðyrkjumaður?"
„Jú, Frank Adler. En hann er gamall og ekki fær til mikilla verka.
Hefur átt hér heima í næstum fjörutíu ár og tilheyrir fjölskyldunni. Ef
eitthvað sérstakt þarf að gera við og við höfum peninga til, þá fáum við
hjálp frá þorpinu. En það eru víst ekki alltaf peningar til."
„Mér hafði skilizt, að til væri einhverskonar sjóður til viðhalds hús-
inu," sagði Lori, því hún minntist orða lögmannsins.
„Það er líka rétt," samsinnti Jim og hamraði aftur á hurðina. „Sjóður-
inn er ekki stór, dugar Aline frænku rétt til lífsviðhalds og að greiða
skattana. Sjóðurinn er undir stjórn ungs lögmanns ( Ardmore. Þú vilt
sjálfsagt fara yfir reikningana með Joel Carthy?"
Lori heyrði enn hávaðann í dyrahamrinum og sagði við sjálfa sig, að
húsið væri stórt og Aline frænka gömul, en hún komst ekki hjá að láta
sér detta í hug, að þessi bið væri gerð að yfirlögðu ráði.
„Kannske er enginn heima?" sagði Lori.
Hann brosti kaldranalega. „Aline frænka er alla tíð heima. Hefur ekki
farið út úr húsinu í eitt einasta sinn í þrjátfu ár."
Lori varð bilt við að sjá konuna, sem loks opnaði, því hún var alls
ekki gömul og gamaldags eins og hún hafði reiknað með, heldur ung
og mjög snotur kona. Hún horfði næstum ókurteislega dökkum, gneist-
andi augum á Lori. Hárið á henni vakti einnig athygli Lori, því bað féll
þykkt og óreglulega greitt niður á herðarnar.
„Ah, Peggy," sagði Jim, „þetta er Lori Kensington, nýi eigandinn að
Kensington, — og Lori, þetta er Peggy Seldon, svilkona mín."
Hávaxin konan kastaði hnakka, „Ég veit hver hún er, Jimmy. Hef lesið
bréfin hennar til Aline frænku. Komdu inn, góða, þetta er húsið þitt."
Lori var ekki fyrr búin að ná sér eftir undrunina við að sjá konuna,
en henni krossbrá við að heyra, að Jim væri giftur.
Anddyrið var mjög stórt, og hún sá naumast út ( hinn endann á þvf,
þvf eina lýsingin var einstök pera i fallegri kristalsljósakrónu, sem
hékk niður úr hvelfdu loftinu, að minnsta kosti í þrjátíu feta hæð frá
gólfi.
Framhald í næsta blaði.
BIBLÍAN
RIT HENNAR í MYNDUM OG TEXTA
TILVALIN FERMINGARGJÖF
BIBLÍAN - RIT HENNAR í MYNDUM OG TEXTA
er falleg myndabók í alþjóSaútgáfu og bezta ferm-
ingargjöfin sem völ er á. Hér er um aS ræSa nýstár-
lega túikun á heilagri ritningu, sem fellur ungu
fólki vel í geS. Myndirnar, sem danska listakonan
Bierte Dietz hefur gert, eru litprentaSar í Hollandi,
en textinn er prentaSur hérlendis. Magnús Már
Lárusson, háskólarektor, hefur annazt útgáfuna og rit-
ar inngang og ágrip af sögu íslenzkra Biblíuþýðinga
frá upphafi. Þetta er vönduS og glæsileg mynda-
bók. sem hentar sérstaklega vel til fermingargjafa.
Fæst hjá næsta bóksala
HILMIR HF. SKIPHOLTI 33
POSTHÖLF 533 SÍMI 35320 REYKJAVÍK
13. tbi. VIKAN 49