Vikan - 15.04.1971, Page 2
GUÐBERGUR AUDUNSSON
Þetta er nýja merkið okkar. Eins og það ber með
sér, er markmið okkar að selja vörur, sem stand-
ast ýtrustu kröfur tímans í gæðalegu- og tæknilegu
tilliti og, að veita viðskiptavinum okkar sem allra
bezta þjónustu. Við í NESCO erum nefnilega þeirr-.
ar skoðunar, að hagsmunir viðskiptavina okkar
og okkar sjálfra séu í þessu tilliti nákvæmlega
þeir sömu. — Út frá þessu höfum við að sjálf-
sögðu vandað valið vel á tækjum þeim, sem við
höfum á boðstólum. IMPERIAL verksmiðjurnar í
Vestur-Þýzkalandi hafa nú í 57 ár framleitt út-
varpstæki og síðan sjónvarps- og stereotæki
undir vörumerkjunum KUBA og IMPERIAL, og
hafa verksmiðjurnar aldrei lagt meira upp úr
gæðum og tæknilegri fullkomnun en einmitt nú. 1
þessu sambandi má minna á það, að einir bjóð-
um við.3JA ÁRA ábyrgð á þeim sjónvarps- og
stereotækjum, sem við seljum, og nær ábyrgð
þessi til allra hluta tækjanna. — Varðandi þjón-
ustuna má t. d. benda á það, að fyrstir buðum
við sjónvarpskaupendum að leggja þeim til láns-
sjónvarpsverk í bilanatilfellum (þó að KUBA-
IMPERIAL tækin séu góð geta þau auðvitað bilað
líka). Út af fyrir sig er þetta góð og gild ráðstöfun,
en við látum hvergi staðar numið. Nú á næstunni
munum við koma á KVÖLD- OG HELGARÞJÓN-
USTU fyrir viðskiptavini okkar (að vísu aðeins á
Reykjavíkur svæðinu, a. m. k. til að byrja með),
og áfram munum við halda að kanna leiðir til að
bæta þjónustuna. — Af þessum ástæðum og
fjölmörgum öðrum segjum við því enn: KAUPIÐ
KUBA-IMPERIAL, ÞAÐ BORGAR SIG!
n^fnJ^ iMPERinL
Sjónvarps & stereotæki
NESCOHF
Laugavegi 10, Reykjavík.Símar 19150-19192