Vikan - 15.04.1971, Síða 13
Bítiaæðið er með einkennilegri
fyrirbærum, sem gerzt hafa á okkar
dögum. Upphafsmenn þess, strákarn-
ir fjórir frá Liverpool, voru ósköp
venjutegir atmúgastrákar. Hins veg-
ar voru þeir gæddir óvenjulegum
hæfileikum. Þeir gátu haft lygileg
áhrif á áheyrendur sína. Einmitt það
gerði þá vinsæla. Og Brian Epstein
varð fyrstur til að koma auga á þetta.
Það ieið ekki svo dagur, að ekki
birtist í einhverju biaði forsíðufrétt
um Bítiana. f þinginu var rætt um
hinn mikla aukakostnað við lög-
gæzlu, sem Bítiarnir hefðu í för með
sér. Verksmiðjueigandi í Packham
hóf fjöidaframleiðsiu á Bítlapeysum.
Annar fylgdi í kjölfarið og fram-
leiddi í stórum stíl kragalausa Bítla-
jakka. Sá þriðji framleiddi Bítlahár-
kollur. — Kirkjan fordæmdi Bítlana
einn daginn, en lofsöng þá annan.
Læknar lýstu því yfir, að ungur stúlk-
ur fengju kynferðislega fullnægingu
á Bítla-hljómleikum.
Og þannig mætti lengi telja. Það
ætlaði bókstaflega allt af göflunum
að ganga. Bítlarnir öðluðust meiri
frægð en nokkrir aðrir einstaklingar.
Saga þeirra er ótrúlegt ævintýri, sem
ósennilegt er að endurtaki sig í bráð.
Síðan samvinnu Bítlanna lauk,
hefur hver þeirra reynt að hasla sér
völl upp á eigin spýtur. Mest hefur
borið á John Lennon, ekki sízt eftir
að við hann birtist viðtal í bandaríska
músík- og þjóðmálablaðinu Rolling
Stone. Þar flettir John Lennon ofan
af öllu Bítlaæðinu og segir ýmislegt,
sem er jafn ótrúlegt og sjálft Bítla-
æðið.
Hér birtist fyrsti hluti viðtalsins,
en tveir næstu hlutar birtast í næstu
blöðum, og þó er viðtalið mikið stytt.
Hafa ber í huga, að Lennon er á köfl-
um orðljótur og talar yfirleitt óvand-
að mál. Þessu hefur ekki verið breytt
í þýðingunni, enda mundi það spilla
blæ frásagnarinnar.
Og þá gefum við John Lennon orð-
ið:
Bítlaæðið
var blekking
— Hvað finnst þér um LP-ptöt-
una þína?
— Mér finnst hún það bezta sem
ég hef nokkurn tíma gert. Mér finnst
hún raunveruleg og hún hefur verið
að þróast innra með mér undanfar-
in ár. „I’m a Loser“, „Help“ og
„Strawberrv Fields“ eru persónu-
legar plötur. Ég samdi alltaf um
sjálfan mig, ef ég gat komið því við.
Mér þótti aldrei gaman að semja i
þriðju persónu um fólk sem bjó i
sementsblokkum og fleira í þeim
dúr. Ég vil fyrstu persónu músík. En
vegna ýmissa komplexa sem ég hef
verið með, hef ég aðeins stundum
samið um sjálfan mig. Nú samdi ég
allt uin sjálfan mig og þess vegna
líkar mér það. Það er ég! Og enginn
annar. Þess vegna líkar mér það.
Það er raunverulegt, það er allt og
sumt.
Ég þekki í rauninni ekkert annað,
og þessi fáu, sönnu lög sem ég samdi
voru „Help“ og „Strawherry Fields“.
Það eru þau sem ég hef alltaf álil-
ið mín beztu lög. Ég samdi þau út
frá eigin persónulegri reynslu, en
setti ekki sjálfan mig innM neitl
ákveðið ástand. Mér fannst það allt-
af hálfgert gabb, en varð þó að gera
það við og við, því að ég þurfti að
vinna svo mikið eða þá að ég var í
þannig skapi, að ég gat ekki einu
sinni hugsað um sjálfan mig.
— Á þessari plötu eru nær engar
imyndanir.
— Nei, það er vegna þess að það
var ekkert svoleiðis í hausnum á
mér. Það voru engar blekkingar í
hausnum á mér þá.
— Það eru engir „newspaper tax-
is“ (ína úr laginu „Lucy in the Sky“,
af Sgt. Pepper).
— Það er nú lína frá Paul. Ég var
að berjast við að vrkja ljóð og þetta
er framlag Pauls til þess. En Ijóða-
gerðin á Jiessari nýju plötu minni
er betri en ég hef nokkru sinni gert
áður, vegna þess að hún er raun-
veruleg. Ég hef aldrei átt jafn auð-
velt með að semja.
Yoko: Það er ekkert kjaftæði.
Bullshit.
John: Það er ekkert kjaflæði.
— Otsetningarnar eru lika rnjöy
einfaldar og nær gisnar.
— Ja, mér hefur alltaf líkað ein-
falt rokk. Það er stórkostlegt lag i
Englandi núna, „I hear you knock-
ing“. Mér fannst gainan að „Spirit
in the Skv“ fyrir nokkrum mánuð-
um. Mér hefur alltaf líkað bezt við