Vikan


Vikan - 15.04.1971, Qupperneq 15

Vikan - 15.04.1971, Qupperneq 15
kom fyrir okkur. Við tókum heróín vegna þess sem Bítlamir og aðrir voru að gera okkur. En svo hættum við þvi. — Hvað viltu hafa á plötu; þel eða fullkomleika hljómsins? —- Hvorutveggja. Þó vil ég heldur hafa þel (feeling). Á þessari plötu spilaði ég og söng inn í einu, og tók bara einu sinni upp. Ég þoli ekki að taka mörgum sinnum upp, fyrst undirspil og svo söng. Við gerðum það i gamla daga, en það eru dauð- ir dagar núna. — Heldur þú að sálfrieðimeð- höndlun Janov’s á þér hafi gert þig að betri söngvara? — Kannski. — Finnst þér söngur þinn hafa batnað með þessari plötu? — Já, sennilega syng ég belur vegna þess að nú hef ég ekkert að hugsa um nema sjálfan mig. Ég meina ... ég er nokkuð góður með segulbandið heima. I þetta skiptið var þetta min eigin plata, en áður var það alltaf dálítið vandriæðalegt fyrir framan Paul og George, því við þekktumst svo vel. Við vorum alltaf súper-krítískir hver á annan og liöfðum þvingandi álirif hver á ann- an. Nú hef ég Yoko hér og Phil (Spector, upptökumeistari) þar, sitt i hvoru lagi og saman, og þau elska mig svo ég get gert allt betur og af- slappaðri. Nú er ég búinn að koma mér upp stúdíói hema, svo næsta plata verður enn betri, því það er alltaf svolítið strekkjandi að þurfa að fara út i EMI. En þjálfun raddar- innar var byrjuð á „Cold Turkey“ fyrir áhrif frá Yoko. Sjáðu til, hún þvingar ekki röddina upp í gegnum kokið. — „Working Class Hero“ er á margan hátt svipað því sem kom fyrst frá Bob Dylan. — Allir sem syngja þegar leikið er undir á einn gitar, og ég tala nú ekki um þegar sungið er um eitt- hvað þungt, hljóta að hljóma svona. Þetta er líka eina alvöru þjóðlaga- músíkin sem ég hlusta á. Mér þótti aldrei gaman að þessum safaríku Judy Collins, Joan Baez og fleirum. Eina þjóðlagamúsíkin sem ég þekki er um námuverkamenn i Newcastle eða þá Dylan. Á þann hátt hlýt ég að liafa orðið fyrir áhrifum frá Dylan, en mér finnst það ekki hljóma Dyl- an-lega. Pinnst þér það? — Aðeins hljóðfæraleikurinn. — Það er ekki hægt að spila það á neinn annan hátt. Ég hef að vísu aldrei hlustað svo nákvæmlega á hann. — Settir þú orðið „fucking“ vilj- andi í „Working Class Hero"? —- Nei. Ég setti það i ljóðið vegna þess að það passaði. Ég gerði mér ekki einu sinni grein fyrir því að það voru tvö svona orð fyrr en ein- hver sagði mcr það. Þegar ég söng það inn gleymdi ég einni vísu sein ég varð að bæta inn síðar. Nú, svo segir maður „fucking crazy“, það geri ég. Ég tala svoleiðis. Ég átti oí'l bágt með að stilla mig um að syngja það i gamla daga, en hélt aftur af mér, sem er ekkert annað en hræsni og fábjánaháttur. (Það ber að hafa i huga að „fuck- ing“ á ekkert skylt við neitt kyn- ferðislcgt í ensku götumáli, heldur er orðið blótsyrði, eins og kemur fram í því sem Lennon segir eftir á. Innsk. Vikan). — Hver er munurinn á George Martin og Phil Spector? — George Martin ... Ég veit það ekki. Sjáðu til, hann stjórnaði alls ekki upptökunni á mörgum platna okkar, eins og til dæmis töfalda al- búminu, þessu hvíta. Ég man aftur hvað hann gerði i upphafi. — Hvað var það? — Hann þýddi... Ef Paul vildi nota fiðlur, þýddi George Martin það fyrir hann. Eins og til dæmis i „In My Life“, þar er píanósóló í stil Elísarbetartímans, hann gerði það. Það voru svoleiðis hlutir sem hann gerði. Við sögðum við hann: „Spil- aðu eins og Bach“, eða eitthvað í þá áttina og þá gerði hann það. Hann hjálpaði okkur að þróa tungumálið, að tala við músíkantana sem höfðu lært af bók. Eg var óskaplega feiminn og það eru margar ástæður fyrir því að ég var ekki hrifinn af því að nota auka- hljóðfæraleikara. Ég var ekki hrif- inn af því að hafa einhverja 20 gæja sitjandi þarna á. rassgatinu og reyna að segja þeim hvað þeir áttu að gera. Þeir voru hvort eð er lúðar, hallær- islegir og vitlausir. Þess vegna — nema í gamla daga, þegar ég þurl'ti ekki að skipta mér mikið af þvi — geri ég allt sjálfur. — Þú sagðir í viðtali, sem var tekið fyrir hálfu öðru ári síðan þeg- ar þú fórst til Toronto til að taka þátt í rokkhátíðinni þar, að þú hefð- ir nærri verið búinn að kasta upp áður en þú fórst inn á sviðið. — Já. Ég var gubbandi um allt í marga klukkutima áður en ég fór inn á sviðið. Ég gubbaði meira að segja .... Ég las gagnrýnina í þessu blaði þínu (Rolling Stone) um myndina (Toronto Pop, eftir D. A. Pennebaker), sem ég hef reyndar ekki séð og þeir voru að segja að ég væri þetta og hitt. Ég var rétt búinn að gubba í einu laginu. Ég gat varla sungið bofs og var uppfullur af skit. Framhald á bls. 32.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.