Vikan - 15.04.1971, Síða 24
STUTTBUXNA
TÍZKAN
DYNGJA sýndi líka þessa
kvenkápu og drengja-
fatnaðinn sömuleiðis.
„Neyðin kennir naktri konu að spinna“ segir mál-
tækið, og af því mætti ætla, að í upphafi hafi fólk
byrjað að klæða sig af illri nauðsyn, til þess að úti-
loka kulda og halda á sér hita. En þessu er ekki
þannig farið. Þar réði heldur ekki nein blygðunar-
kennd, þannig að verið væri að dylja kyneinkennin.
Fólk klæddist örsmáum plöggum til þess eins að
vekja á sér athygli. í kjölfar þessarar smátæku byrj-
unar þróaðist svo saga klæðnaðarins, og hún er rík
af ótrúlegustu hugmyndum. — Nýjasta hugmyndin
í kvenfatatízkunni er eins og kunnugt er stuttbux-
urnar. V'IKAN brá sér inn í Laugardalshöll á dögun-
um, á meðan kaupstefnan Islenzkur fatnaður stóð
þar yfir, til að líta á íslenzku vortízkuna og þá alveg
sérstaklega stuttbuxuilnar. Alls tóku 21 fyrirtæki
þátt í þessari sjöttu fatakaupstefnu, sem haldin hef-
ur verið hér á landi. Það vakti strax athygli manns,
hve íslenzkri fatagerð hefur farið mikið fram á
skömmum tíma. — Á þessum síðum birtum við
nokkrar svipmyndir af íslenzku vor- og sumartízk-
unni 1971.
FÖT HF. sýndu þennan
nýtízkulega Aristo-smok-
ing, sem er sérfram-
leiðsla fyrirtækisins.
Rúskinnsklæðnaður
nýtur æ meiri vinsælda
og þessi er frá SKJOL-
FATAGERÐINNI.