Vikan


Vikan - 28.10.1971, Síða 12

Vikan - 28.10.1971, Síða 12
HAPPDRÆTTIÐ Þessi saga hefur allt frd upphafi verið lesendum mikið umhugsunarefni og ekki sízt fyrir það, að höfundurinn hefur ætíð neitað að ræða efni hennar. Hún birtist fyrst í NEW YORKER MAGAZINE árið 19b8 og ekki var liðin vika frá útkomu blaðsins þegar bréf, full hróss, mótmæla eða ruglings, höfðu borizt frá 6 þjóðlöndum og 26 fylkjum Bandarikjanna. Shirley Jackson fæddist árið 1919 í Kaliforniu í Bandaríkjunum og gekk í skóla i New York. Þar kynntist hún Edgar Hyman, sem nú er vel þekktur bókmenntagagnrýnandi, og giftist honum. Þau búa nú í Vermont — þar sem álitið er að hún hafi fengið hugmyndina að sögu sinni, enda gæti sagan vel hafa gerzt þar. Shirley Jackson hefur skrifað margar smásögur og eins nokkrar skáldsögur, þar á meðal THE BIRD‘S NEST og THE HAUNTING OF HILL HOUSE. Mikið af skáldskap hennar fjallar um það yfirnáttúrlega og dularfulla, en þó hefur hún skrifað t'vær gamansögur um heimilislíf Hyman- fjölskyldunnar, þeirra hjóna og fjögurra barna þeirra: LIFE AMONG THE SAVAGES og RAISING DEMONS. Morguninn hinn 27. júní var bjartur og sólríkur. Þetta var raun- verulegur sumardagur; blómin böfðu opnað sig og grasið var hvanngrænt. íbúar þorpsins voru að byrja að tínast saman á torginu, á milli pósthússins og bankans, um tíuleytið; í sumUm þorpum þar sem fólksfjöldinn var meiri, þurfti tvo daga í happdrættið, svo byrja varð þann 26. júní, en í þessu þorpi, þar sem aðeins voru þrjú hundruð manns, tók allt saman ekki nema tvo tíma, svo hægt var að byrja um tiuleytið á morgnana og samt var það búið nægilega snemma svo allir þorpsbúar komust heim í hádegis- mat. Bömin söfnuðust saman fyrst, eins og við var að búast. Skólanum var nýlega lokið og frelsistilfinning- ing var þeim dálítið ótöm; þau voru heldur þögul þegar þaU vom að safnast saman en svo losnaði um og þau fóru í skellandi leiki. Samt var ennþá talað um skólastofur, kenn- ara, bækur og skólareglur. Bobby Martin var búinn að fylla vasa sina af steinum og hinir drengirnir fóru fljótlega að dæmi hans og völdu smæstu og hnöttóttustu steinana. Bobby, Harry Jones og Dickie Dela- croix — þorpshúar sögðn „Della- croy“ — hlóðu á endanum upp stóra steinhrúgu í einu horni torgsins og þar vörðu þeir hana fyrir ágangi hinna drengjanna. Stúlkumar stóðu til hliðar og töluðu saman og horfðu á drengina um öxl sér og smábörnin léku sér í rykinu eða héldu sig i fangi stóru bræðra sinna og systra. Fljótlega fóru karlmennirnir að tinast að, horfandi rannsóknaraug- um á eigin börn og þeir töluðu um uppskeru og rigningu, dráttarvélar og skatta. Þeir stóðu saman, i burtu frá steinhrúgunni í horninu og gleði- mæli þeirra voru hljóðlát og þeir brostu aðeins, hlógu ekki. Konurn- ar, íklæddar stórum svuntum og ullarsjölum, komu fljótlega á eftir mönnum sínum. Þær heilsuðu hver annarri og skiptust á örlitlum kjaftasögum um leið og þær fóru til manna sinna. Þegar þær voru allar komnar þangað, fóru þær að kalla á börn sin sem komu afundin eftir að kallað hafði verið á þau fjórum eða fimm sinnum. Bobby Martin sneri sig úr faðmi móður sinnar og hljóp hlæjandi út að stein- hrúgunni. Faðir hans kallaði höst- uglega á hann og þá kom hann strax og stillti sér upp á sínum stað, á milli föður síns og elzta bróður. Happdrættinu var —r- eins og öðr- um skemmtunum fólksins — stjórn- að af herra Summers, sem hafði bæði tíma og krafta til að standa í félagsmálum. Hann var búlduleit- ur og skapgóður maður sem var með kolaverzlun bæjarins; fólk vor- kenndi honum vegna þess að hann átti engin böm og konan hans var mesta gribba. Þegar hann kom á torgið með svarta trékassann í fang- inu, var kliður þar fyrir og hann veifaði og kallaði: „örlitið seinn í dag, fólk!“ Póstmeistarinn, herra Graves, kom á eftir honum með þri- fættan stól sem haun setti á mitt torgið og herra Summers setti svarta kassann þar á. Þorpsbúar héldu bili á milli þeirra og stólsins og þegar herra Summers sagði: „Geta ekki einhverjir ykkar, piltar, hjálpað mér örlítið hérna?“ var dálítið hik áður en tveir menn, herra Martin og elzti sonur hans, Baxter, komu fram til að halda kassanum stöðug- um á meðan herra Summers hrærði í miðunum inní honum. Uppruni happdrættisins hafði gleymzt fyrir langa löngu og svarti kassinn, sem nú hvildi á þrifætta stólnum, hafði verið tekinn í notk- un löngu áður en Warner gamli, elzti maður þorpsius, hafði fæðzt. Herra Summers talaði titt um að láta búa til nýjan kassa en enginn þorpsbúa tók undir það með hon- um. Enginn vildi rjúfa þá siðvenju sem svarti trékassiun táknaði. Ein sagan sagði að þessi kassi hefði verið búinn til úr hluta af fyrri kassa þorpsins og það hafði verið sá kassi sem fólkið bjó til, þegar það ákvað að reisa þorp þarna. Á hverju sumri, eftir að happdrættið var búið, hóf herra Summers máls á þvi að nýr kassi væri nauðsynlegur en alltaf var málið þagað i hel. Svarti kass- inn varð ótótlegri með hverju ár- inu; nú var hann í rauninni ekki

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.