Vikan - 28.10.1971, Side 20
SUNNUDAGUR
Amanda vaknaði snemma á
sunnudagsmorgun. Hún klæddi
sig og henni gekk vel með alla
hnappana. Hún var miklu dug-
legri við það heldur en Venet-
ia. Venetia var eldri, en hún
var svo óþolinmóð; hún reyndi
alltaf að gera svo margt í einu.
En Amanda vissi að það borg-
aði sig að vera þolinmóð. Ekki
eingöngu þegar um var að ræða
skyldustörf, heldur líka í leik.
Það þurfti ekki annað en hugsa
um banana; ef maður tróð þeim
upp í sig, eins og Venetia og
Nicky gerðu, þá var hann strax
búinn. En hann dugði miklu
ættu öll að vera góð eins og
englar.
Amanda breiddi yfir rúmið
að beztu getu. Það var ekki svo
afleitt, það var að minnsta kosti
hægt að sjá að það var umbúið.
Hún andaði léttar, fór í inni-
skóna og tölti inn til Venetiu.
Venetia sat í náttfötunum og
skrifaði í dagbókina sína. Hún
skrifaði eitthvað daglega. Hún
var berfætt og síða hárið hékk
fram yfir andlitið.
Eftir svolitla stund hætti hún
að skrifa, beit í blýantinn og las
það sem hún hafði skrifað.
„Til sjós, til sjós, við erum
öll komin til sjós ... og storm-
augun, sagði Venetia, — þrýstu
fast á. Ertu búin að því?
— Já.
— Nú sérðu ekki neitt. Allt
er svart. Alveg eins og það er
um miðja nótt og þú liggur
sofandi í rúminu.
Venetia hélt áfram með
valdsmannlegri rödd: — Nú
ferðu að sjá ýmislegt. Hvað
sérðu?
— Ekkert, sagði Amanda
vandræðalega. — Það er bara
myrkur.
— Þú verður að reyna aftur!
Hvað sérðu, Amanda?
Amanda þrýsti höndunum að
augunum.
— Ó, guð! hrópaði Venetia
yfir sig. Hún skyldi að virðing
hennar sem eldri systur var í
veði. —' Hamingjan sanna, þú
getur ekki ímyndað þér hvað
ég sé! Það er furðulegt!
— Hvað? Hvað sérðu, Vene-
tia?
Venetia opnaði augun. Hún
sá að upphrópunin hafði gert
sitt gagn. Amanda sat með op-
inn munn og uppglennt augu.
— Ég sá andlit á manni, laug
hún blygðunarlaust. — Andlit
á manni____
— Sem hoppaði?
— Sem hoppaði.
Litlu systurnar horfðu hvor
Framhaldssaga eftir Paule Mason - Annar hluti
í skugga ákanmar
Hversvegna var hún svona rugluð í kollinum? Var það svona að vera geggjaður?
Voru sjúklingar dr. Hannah svona? Geðveiki... Brjálsemi...
lengur, þegar maður borðaði
aðeins lítið í einu, hún gat ver-
ið upp undir korter með einn
banana.
Amanda fór að búa um rúm-
ið sitt og það var ekkert auð-
hlaupaverk. Lökin voru svo
breið! Hversvegna þurfti svona
lítil manneskja að hafa svona
stór lök? En það þýddi ekkert
að væla út af því, það varð að
búa um rúmið. Hún átti að
hjálpa Heidi.
— Þið verðið að hjálpa Heidi,
meðan ég er í burtu, og vera
þæg og góð, hafði mamma
hennar sagt, áður en hún fór.
Já, hún ætlaði að vera þæg
og góð.
Hún ætlaði að búa um rúmið,
þótt hún kynni það ekki vel,
hún ætlaði að borða grautinn
sinn. Hún ætlaði líka að lofa
Nicky að rífa í hárið á sér, því
að Nicky átti líka að vera þæg-
ur. Nicky hafði mjög gaman að
rífa í hárið á henni, sérstaklega
ef hún æpti hátt.
En mamma hafði sagt að
hann ætti ekki að gera það, þau
inn hefur lægt. . .“ Röddin gaf
sig og hún fór að skjálfa. Svo
brast hún í grát.
— En þetta var svo fallegt
hjá þér, sagði Amanda hug-
hreystandi. Hún stóð alklædd í
dyragættinni. — Ég skil ekki
hversvegna þú ert að gráta. Ég
vildi óska að ég gæti skrifað
svona fallegt.
— Þú getur ekki skrifað
svona, snökti Venetia. — Þú
getur ekki skrifað svona, vegna
þess að þig dreymir ekki eins
og mig.
Hún snýtti sér og leit á Am-
öndu. Amöndu dreymdi sjaldan.
Áhrifin létu ekki standa á
sér. Augu Amöndu urðu vot og
neðri vörin fór að titra.
— Vertu ekki að gráta, sagði
Venetia. Hún fann bæði til
sektar og meðaumkunar. —
Komdu hingað og fáðu þér
sæti, ég skal kenna þér að
dreyma.
Amanda settist og sneri sér
að systur sinni.
— Haltu höndunum fyrir
— Ó ... ó ... óóó!
— Hvað er að þér? kallaði
Venetia hátt og gleymdi
snöggvast virðugleikanum. —
Hvað sérðu?
— Það er eitthvað sem hreyf-
ist bak við augun í mér, sagði
Amanda. — Nú er það hvítt.
Og nú svart. Það er alltaf á
hreyfingu. Það minnir mig á
nýja kjólinn þinn.
— Áttu við „hopp art“ kjól-
inn, sem mamma gaf mér um
daginn?
— Já. Það er eins og augu
mín séu einmitt „hopp-art“ að
innan, alveg eins og kjóllinn
þinn.
Venetia þrýsti líka höndun-
um að augunum og það skrítna
var að hún sá líka kjólinn —
einskonar lifandi mynstur,
svart og hvítt, sem hoppaði
fyrir augum hennar.
— Auðvitað hoppar þetta,
kallaði hún upp yfir sig, þess-
vegna heitir það ,,hopp-art“.
Það hoppar og skoppar.
—• En vissir þú þetta ekki,
sagði Amanda lymskulega.
á aðra. Venetia var eins æst og
Amanda við tilhugsunina um
manninn sem hoppaði. Raunar
hafði hann aðeins verið í hug-
myndaflugi hennar sjálfrar, en
henni fannst þetta veruleiki.
— Segðu mér allt um mann-
inn, Venetia, sagði Amanda
bíðjandi. — Segðu mér allt um
manninn sem hoppar ...
Nicky sat í rúminu sínu og
velti því fyrir sér hvort hann
yrði að þvo sér. Honum fannst
hann vera tandurhreinn. Og
hann var að verða of seinn til
að borða morgunverðinn. Hann
heyrði til þeirra í eldhúsinu.
Hvað skyldu þau fá að borða?
Kannski eitthvað gQtt. Pylsur
og steikt egg?
Það var reyndar skrítið.
Jafnvel tilhugsunin um pylsur
og egg gerðu hann ekkert
svangann núna. Honum var svo-
lítið illt i maganum, hann varð
að segja mömmu það, hún gat
alltaf lagað allt.
En svo mundi hann að
mamma hans var ekki heima,
NÝ FRAMHALDSSAGA
20 VIKAN 43. TBL.