Vikan


Vikan - 28.10.1971, Qupperneq 25

Vikan - 28.10.1971, Qupperneq 25
1 Dietrich í hléi eftir erfitt atriði, taugaspennt að biða eftir því næsta — sú Marlene er allt öðruvísi. Sú er viðkvæmnisleg, grannvaxin kona sem verður 67 ára í desember. Kona, sem aldrei hefur hlíft sér enda hef- ur lífið ritað sögu hennar í and- lit henni. Hún veit þetta, og þess vegna er hún næstum full ofstækis, þegar hún á að velja og viðurkenna myndir af sjálfri sér, sem ætlaðar eru til aug- lýsinga. En hún hafði lofað þessum manni viðtali og hans eina tækifæri til að taka það var nú í hléinu og með því að ,,sjá“ hana með höndum sínum. Og þá skal svo vera. ,,Hann spurði mig hvort nokk- urt slavablóð væri í æðum mín- um“, segir hún, „hann hefur víst spurt að því vegna minna háu kinnbeina. En ég er ekki brotabrot af slava, en ég hef rússneska sál. Jú, það er áreið- anlegt“, og hún tekur áköf í handlegginn á mér. „Og hvað það var dásamlegt þegar ég kom fram í Rússlandi! Rúss- arnir og ég, við skiljum hvert annað“. Hún talar um „það eilífa Rússland“, Rússland Tjechovs og Dostojevskís. Hið pínda og þjakaða Rússland sem hefur kærleikann og manngæzkuna að nokkurs konar eiþ'fðar goð- sögn. Það er með þessu Rúss- landi sem Marlene finnur til djúprar vináttu og betta Rúss- land þekkir hennar „rússnesku sál“. Ég segi eitthvað um allar rómantísku, tilfinningaþrungnu vísurnar sem hún syngur í Kaupmannahöfn. í mínum aug- um hefur Marlene ævinlega verið eitthvað ferskt og óvænt. „Blái engillinn", Marlene — og svo seinna það hættulega glæsi- kvendi sem alla heillar. „En það er nú einu sinni mitt hlu.t- verk“! segir hún og horfir fast á mig með sínum ljósbláu aug- um, „Bláa engilinn" Marlene Dietrich hef ég sjálf skapað, en það er jú ekki ég. Væri ég létt- lætiskona eða glæsikvendi, þá hefði ég aldrei getað leikið það. Nei, sjálf er ég svo allt önnur“. Offíseradóttirin frá Berlín? Alla vikuna sem ég tróð hér upp reglum, tamin við hlýðni og hefðarframkomu? prófa eg að spyrja. „Einmitt sú,“ segir hún. „Ég mun alltaf vera sterk, ég mun alltaf hafa kraft. Ég ætla al- drei að gefast upp. Alla vik- una sem ég tróð hér upp hafði ég innflúensu, og í kvöld Framhald á hls. 39. 43. TBL. VIKAN 25

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.