Vikan


Vikan - 28.10.1971, Side 26

Vikan - 28.10.1971, Side 26
FREISTING JANSONAR 2 ds. ansjósuflök 4 laukar 10 stórar hráar kartöflur 3 dl rjómi 3—4 msk. smjörlíki Kartöflurnar flysjaðar og skorn- ar í strimla, laukurinn skorinn í sneiðar. Steikið laukinn linan — ekki brúnan — f smjörlíkinu. Leggið í lögum í smurt form, kartöflur, ansjósur, laukur og kartöflur í efsta lagið. Það sem eftir er af smjörlíkinu sett í bit- um ofan á. Látið formið vera I ofninum í 20 mínútur við 200°. Þá er helmingnum af rjómanum hellt yfir og sftir 10 mínútur því sem eftir er. Steikið allt í allt 40 —50 mínútur Þegar þetta er svo þýtt er formið sett í kaldan ofn og ofninn settur á 175°. Eftir ’/2 tíma hellið þér yfir dálitlum rjóma og eftir 45 mínútur er rétturinn tilbúinn til að fram- reiðast. Þessi uppskrift nægir fyr- ir 10 manns. MATARPAKKAR Svo sem vikið var að í inngang- inum er ekkert til fyrirstöðu að smyrja matarpakka og setja í frystinn. Þeir geymast alveg sem nýir og má þá annaðhvort taka þá út og geyma í kæliskápnum yfir nótt eða láta þá þiðna við stofuhita í ca. 4 tíma. SÍLDARSALAT 4 síldarflök 6 soðnar kartöflur 3 epli sultaðar agúrkur og rauðrófur 2 dl saxaðir kjötteningar (afgangar) 3 msk. saxaður laukur 2 dl rauðrófusafi Allt skorið í litla bita. Salatið látið þiðna í kæliskáp yfir nótt eða ca. 4 klst. við her- bergishita. Þegar það er borið fram er það blandað með 1 dl af þeyttum rjóma, bragðað trl með sykri og ediki. Síðan skreytt með harðsoðnum eggjabátum og steinselju. HEPPILEGT ÁLEGG Alls konar ostar — kjöt og skorn- ar pylsur, lifrarkæfa, afgangar af miðdegisverði og alls konar fisk- ur s. s. sardínur, túnfiskur, makrlll og fleira úr dósum. — Setjið plast milli brauðsneiðanna og pakkið ( plast eða álpappír. Ef maður vill hafa einhverja skreytingu á brauðsneiðunum s. s. eggjasneiðar, tómata, salat, agúrku eða mayonesse, verður að setja það á sneiðarnar eftir að þær hafa þiðnað. Graslauk, dill eða steinselju má setja á áð- ur en fryst er, það tapar að vísu útliti en heldur næringargildi sínu og bragði. Olívur, laukur, sultaðar agúrkur og rauðrófur má frysta. ÞANNIG GEFUR FRYSTIRINN FRÍTÍMA eldhús vikunnar Dröfn H. Farestveit Frysting matvæla er ein vinsælasta geymsluaðferðin um þessar mundir. Þær konur sem nýta sér frystinn sinn vel hafa meiri fritima en aðrar. Hvaða húsmóðir, sem hefur stórt heimili vill ekki hafa örlítið meiri tíma fyrir sig? Sumar konur eru eins og þrælar frystisins að haustiagi og síðan er verið að reyna að ljúka við matinn allan veturinn. Lagið helmingi meiri mat en venjulega. Það tekur lítið lengri tíma. Setjið hinn helminginn i frystinn. Þegar verið er að baka, bakið þá helmingi stærri uppskriftir og setjið í frystinn, það sem umfram kann að vera. Það er jafnvel ekki fráleitt fyrir þær konur, sem útbúa þurfa nesti, að smyrja ríkulega af brauði þegar nóg álegg er við hendina. Hér fara á eftir uppskriftir sem sumum finnst ef til vill dálitið óvenjulegt að frysta. LiTILL HÁTIÐARÉTTUR Fyrir hvert form (4 manns) 1 stk. svínalundir (ca. 300 gr) 1 V2 msk. smjörlíki 1 lítil ds. sveppir eða 200 gr nýir 8—10 smálaukar, sem suðan hef- ur verið látin koma upp á 1 '/2 msk. hveiti 1 dl kjötsoð (af tening) og sveppasoð 1 msk. tómatkraftur soia (madeira) Kjötið skorið í sneiðar, brúnað og kryddað með salti og pipar. Lauk og sveppum bætt I og lát- ið krauma i dálitlu af kjötsoðinu ásamt tómatkraftinum. Eftir ca. 15 mínútur er bragðað til með soia og sósan jöfnuð með hveit- inu sem hrært er út í því sem eftir er af kjötsoðinu. Þegar rétturinn er þýddur er formið sett í kaldan ofn og stillt á 175°. Tilbúið eftir ca. 45 mín. Gott er að bera fram hrisgrjón með og kartöflustöppu. SÚRSÍLD 1 2 síldarflök 3 dl edik 41/2 dl vatn 3 tsk. sinnepskorn 10 negulnaglar 2 lárviðarlauf 20 korn grófmalaður pipar Sjóðið upp löginn og hellið hon- um köldum yfir. Frystið. Þegar borið er fram er síldin skorin i bita á ská áður en hún hefur al- veg náð að þiðna. Laukhringir settir á. HÁTiÐARÉTTIR ÚR AFGÖNGUM Frystið það sem eftir hefur ver- ið af matnum í stað þess að borða sama matinn daginn eftir. Kjötbollur má t. d. þræða upp á spjót ásamt litlum lauk eða lauk- bitum, cocktailpylsum og tómöt- um og glóðarsteikja eða setja þær í súpu og bera fram sem aðalrétt. Afganga af sveppum, kjötjafn- ingi, kjúklingum, fiski o. þ. h. má nota sem fyllingu í pönnu- kökur (ósætar) svo sem vikið hefur verið að [ þessum þáttum, og setja þær í aluminform, strá með rifnum osti áður en þær eru ofnbakaðar og bornar fram 26 VIKAN 43.TBL. 43. TBL. VIKAN 27

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.