Vikan


Vikan - 28.10.1971, Síða 46

Vikan - 28.10.1971, Síða 46
Hutchinson. „Láttu þau taka áhættuna.“ „Dætur draga með fjölskyld- um eiginmanna sinna, Tessie,“ sagði herra Summers blíðlega. „Þú veizt það jafn vel og allir aðrir.“ „Þetta var ekki réttlátt,“ sagði Tessie. „Sennilega ekki, Joe,“ sagði Bill Hutchinson mæðulega. „Dóttir min dregur með fjöl- skyldu mannsins síns, það er ekki nema réttlátt. Og ég á ekki aðra fjölskyldu en krakk- ana mína.“ „Þá dregur þú fyrir fjöl- skylduna," sagði herra Sum- mers til skýringar, „og hvað varðar heimilisfólkið, þá dreg- ur þú líka. Rétt?“ „Rétt,“ svaraði Bill. „Hversu mörg börn, Bill?“ spurði herra Summers form- lega. „Þrjú,“ svaraði Bill Hutchin- son. „Það er litli Bill og Nan- sy og svo Dave litli. Jú, og svo ég og Tessie." „Jæja, allt í lagi,“ sagði herra Summers. „Harry, ertu búinn að fá miðana þeirra aft- ur?“ Herra Graves kinkaði kolli og hélt miðunum á loft. „Settu þá í kasann,“ stjórnaði herra Summers. „Taktu miðann hans Bills og settu hann inn.“ „Mér finnst að við ættum að byrja upp á nýtt,“ sagði frú Hutchinson eins hljóðlega og henni var unnt. „Ég segi það alveg satt, að það var ekki réttlátt. Þú gafst honum ekki nógu góðan tíma til að velja. Allir sáu það.“ Herra Graves valdi fimm miða og setti þá í kassann. Allir hinir miðarnir fóru á jörðina og vindurinn svipti þeim burtu. „Viljiði aðeins hlusta á mig,“ sagði frú Hutchinson við fólk- ið í kringum sig. „Tilbúinn Bill?“ spurði herra Summres og Bill Hutchinson leit snöggt á konu sína og börn. Hann kinkaði kolli. „Munið,“ sagði herra Sum- mers, „að taka miðana og halda þeim lokuðum þar til allir háfa fengið sinn. Harry, þú hjálpar Dave litla.“ Herra Graves tók um hendina á litla drengnum, sem kom viljugur með honum. „Taktu miða úr þessum kassa, Dave,“ sagði herra Summers. Dave setti hendina í kassann og hló. „Bara taka eitt bréf,“ sagði herra Summers. „Harry, haltu á honum fyrir hann.“ Herra Graves tók um hönd barnsins og tók miðann úr krepptum hnefanum. Hann hélt á honum og Dave litli stóð við hliðina á honum og horfði undrandi á hann. „Nancy er næst,“ sagði herra Summers. Nancy var 12 ára og skólafélagar hennar önduðu þungt þegar hún fór upp að kassanum, pilsið sveiflaðist þegar hún tók miðann . . . hægt og rólgea. „Bill vngri,“ sagði herra Summers og Billy, með eldrautt andlit og fílafæt- ur, var rétt búinn að velta kassanum um koll þegar hann tók miðann sinn. „Tessie,“ sagði herra Summers. Hún hikaði andartak, leit ögrandi í kringum sig, herpti saman var- irnar og gekk að kassanum. Hún hrifsaði einn miðann og hélt honum fyrir aftan sig. „Bill,“ sagði herra Summers og Bill Hutchinson teygði hend- ina niður í kassann og þreifaði fyrir sér. Hann kom upp með síðasta miðann. Hópurinn var þögull. Lítil stúlka hvíslaði: „Ég vona að það sé ekki Nancy,“ og það heyrðist um allan hópinn. „Þetta er ekki eins og það var,“ sagði Warner gamli hátt og skýrt. „Fólk er ekki eins og það var.“ „Jæja,“ sagði herra Sum- mers. „Opnið miðana. Harry, opna þú fyrir Dave litla.“ Herra Graves opnaði miða barnsins og allur hópurinn varp öndinni léttar þegar hann lyfti miðanum hátt upp og allir sáu að á honum var ekkert. Nan- cy og Bill yngri opnuðu sína um leið og ráku upp gleðióp með hlótrasköllum þegar þau sneru sér við og sýndu þorps- búum að miðarnir voru auðir. „Tessie," sagði herra Sum- mers. Það var þögn og svo leit herra Summers á Bill Hutch- inson. Bill opnaði sinn miða og sýndi hann. Hann var auð- ur. „Það er Tessie,“ sagði herra Summers og átti erfitt með mál. „Sýndu okkur miðann hennar. Bill.“ Bill Hutchinson gekk að konu sinni og þröngvaði mið- anum úr hendi hennar. Á hon- um var svartur punktur, punkt- urinn sem herra Summers hafði gert kvöldið áður á skrifstofu kolafyrirtækisins. Bill hélt miðanum hátt á loft og kurr fór um mannfjöldann. „Allt í lagi, gott fólk,“ sagði herra Summers. „Við skulum koma þessu af í hvelli.“ Þrátt fyrir að þorpsbúar hefðu gleymt öllum ritúölum happdrættisins og upphaflega kassanum, mundu þeir ennþá hvernig átti að nota steina. Steinahrúgan sem drengirnir höfðu hlaðið var tilbúin; um allt torgið lágu smásteinar og allt í kring fuku miðarnir sem afgangs urðu. Frú Ðelacroix valdi sér svo stóran stein, að hún varð að halda á honum með báðum höndum. Hún sneri sér að frú Dunbar. „Komdu," sagði hún. „Flýttu þér.“ Frú Dunbar greip andann á lofti og hélt á tveimur stein- um, sínum í hvorri hendi. „Ég get ekki hlaupið. Þú verður að fara fyrst og ég næ þér svo.“ Börnin voru þegar búin að fá sér steina og einhver gaf Dave litla Hutchinson nokkr- ar smávölur. Tessie Hutchinson var í miðj- um hringnum og hélt höndun- um út í örvæntingu þegar þorpsbúar nálguðust hana. „Þetta er ekki réttlátt,“ sagði hún. Steinn lenti í höfði henn- ar. Warner gamli var ákafur. „Komið þið,“ sagði hann. „Kom- ið þið öll.“ Steve Adams var fremstur í flokki þorpsbúa og frú Graves að baki honum. „Þetta er ekki réttlátt, þetta er ekki rétt,“ æpti frú Hutchin- son um leið og þorpsbúar réð- ust til atlögu. ☆ FLÓTTIN FRÁ RÓDESlU Framhald af bls. 17. apartheid, hristir hann höfuðið og segir allt blaður, sem um það mál sé rætt og ritað erlendis. Ródesía, segir hann, er hrein paradís; þar er lífið eins og það gerist best. Þeir svörtu hafa þar BRISTOL LfTIÐ INN TIL OKKAR BRISTOL BANKASTRÆTI 6 46 VIKAN 43. TBL.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.