Vikan


Vikan - 28.10.1971, Page 48

Vikan - 28.10.1971, Page 48
FYRSTIR með rymi FRYSTIKISTURNAR eru til í stærðunum 270— 400 og 500 lítra. Norskar frystikistur tvímælalaust einar vönduSustu frystikisturnar, sem nú eru á markaðinum. Ljós í loki, á hjólum. Vandlega ryðvarðar, frysta í -r 32°—35°C. Góð greiðslukjör. EINAR FARESTVEIT & CO. HF. Bergstaðastræti 10, sími 16995. öllu óhugnanlegri. Svæðið, sem við búum á, er allt umgirt og við hliðin tvö standa vopnaðir verðir. Gaddavírsþráður er strengdur ofan við girðinguna, að vísu utanvert. Við erum sem sé ekki fangar. heldur er girð- ingin ætluð til að halda „óvið- komandi“ frá. Hvítir fá að ganga út og inn eins og þeim sýnist. Svartir sem vinn inni á svæðinu verða að hafa vegabréf. En þeir mega ekki vera inni á því nema rétt með- an þeir eru að vinna. Hvítur náungi, sem við hitt- um, segir okkur þetta. — Ekki alls fyrir löngu skutu þeir náunga, sem kom hingað inn vegabréfslaus, sagði hann. — Hrottalegt! segjum við. — Já, en sá svarti bað nú beinlínis um það, sagði sögu- maður okkur. — Hann stansaði ekki þótt varðmennirnir æptu á hann. Við verðum að hafa gætur á negrunum. Það hafa orðið læti hér áður. Við Lee drekkum út. Okkur líkar þetta ekki sérstaklega vel. Morguninn eftir ökum við í hópvagni til verksmiðjunnar. Við erum tuttugu hvítir, sem förum á þann stað. Þeir sem fyrir eru virða okkur fyrir sér forvitnislega og heilsa okkur án verulegrar alúðar. Skrifstofan, sem er í tengsl- um við verksmiðjuna, er svo nýtískuleg að maður gæti ætlað hana dauðhreinsaða. Einnig hún er með girðingu umhverf- is. — Gaddavírsframleiðslan — Gaddavírsframleiðan stend- ur greinilega með miklum blóma í landi þessu! segir Lee. Verksmiðjan „okkar“ fram- leiðir þó ekki gaddavír, heldur vélahluti. Tveir framámenn sýna okkur Lee fyrirtækið og tala stöðugt um hve allt gangi hér vel. Á skrifstofunni vinna einungis hvítir menn, en um verksmiðjuna gegnir öðru máli. Allir, sem standa þar við vél- arnar, eru svartir. Svo er að sjá að vinnuharkan þar sé mik- il. Á þýðingarmiklum stöðum í sölunum standa hvítir verk- stjórar og líta eftir vinnunni. Þeir eru allir vopnaðir skamm- byssu og kylfu! Þeir slá engin ósköp um sig með þessum víg- búnaði, en þó má vel sjá hann. Ég spyr annan yfirmanninn hvort þetta sé nauðsynlegt. — Well, ef til óláta kemur verðum við að geta varið hend- ur okkar. Á glæsilegri framkvæmda- stjóraskrifstofu fáum við drykk meðan við erum fræddir um skyldustörf okkar. Þau verða einkar einföld tii að byrja með. Svo verðum við að undir- skrifa annan samning, allan ná- kvæmlegar orðaðan en hinn fyrri, og gildir hann í tvö ár. Eftir að við höfum hripað nöfn okkar undir er okkur vísað til starfa. Um starfið er ekki margt að segja, en við tökum eftir að allar útflutningsvörur komast sína leið þrátt fyrir boð og bönn af hálfu Sameinuðu þjóðanna. Á kössum og vélahlutum stend- ur að Suður-Afríka sé fram- leiðandinn og útflytjandinn. Næstum allt er flutt út í gegn- um hafnarborgina Beira í Mó- sambík, nágrannalandi Ródesíu að austan. Portúgalar ráða þvi landi og þeir eru vinsamlegir stjórn Ian Smiths í Ródesíu. Þegar við Lee höfupi fengið fyrstu mánaðarlaunin greidd, kaupum við okkur stór, notuð bifhjól fyrir mjög þokkalegt verð. Það er gaman að þjóta á milli heimilis og vinnustaðar í eigin farartæki. Þegar við eig- um frí, skreppum við í ýmsar áttir á hjólunum. Meðal annars ökum við til og frá um svæði negranna. Þar búa stórar negra- fjölskyldur í lágreistum, svip- lausum húsalengjum. Munurinn á svæðum hvítra og svartra er gífurlegur. Hjá okkur eru grasflatir, tré og þar er öllu haldið hreinu. Þótt þetta sé auðvitað að miklu leyti íbú- unum sjálfum að þakka og kenna, þá kemur fleira til. Þeir svörtu sæta svipaðri meðferð og búpeningur og verða því sljóir og kærulausir. Þá má nefna þungvopnaða lögreglumenn í jeppum með stuttbylgjuloftskeytatæki, sem stöðugt aka um hverfi negr- anna. Ef einhversstaðar kemur til óláta þjóta þeir á vettvang og taka þá engum silkihönskum á þeim, sem hlut eiga að máli. Enda virðast þeir hafa full tök á ástandinu. Eitt sinn verðum við Lee or- sök að einni slíkri aðgerð lög- reglunnar. Við höfum stigið af hjólunum til að kaupa okkur sígarettur og teygja úr fótun- um. Allt í einu kemur negri þjótandi út úr húsi sínu og æn- ir að okkur að fara burt. Við botnum ekkert í hvað hann á við, en áður en varir erum við umkringdir fjölda negra á öll- um aldri, sem æpa að okkur formælingar. — Burt, bölvuðu „mkwas“! Þeir fara að henda í okkur steinum og tómum flöskum og við komumst ekki undan. Þetta er farið að líta illa út, þegar lögreglujeppi kemur þjótandi að mínútu liðinni. Bílstjórinn ekur á fullri ferð beint inn í hópinn og þeytir flautuna án afláts. Á næstu sekúndum kem- ur annar jeppi úr gagnstæðri átt. Hann snarhemlar og fjórir lögreglumenn stökkva út með skammbyssur á lofti. Fyrst skjóta þeir upp í loftið, en þeg- ar negrarnir tregðast við að dreifa sér, skjóta þeir beint í hópinn. Nokkrir negrar veina og falla. Einn, sem jeoninn hafði keyrt á, liggur fyrir á götunni. Allir flýja sem fætur tóga, það er að segja þeir, sem geta það ennþá. Bifhjól okkar liggja á götunni illa leikin. Viðarþiljup i miklu úrvali VIÐARTEGUNDIR: eik, askur, álmur, fura, valhnota, teak, caviana, palisander o.fl. HARÐVIÐUR og þilplötur, ýmsar tegundir PLASTPLÖTUR Thermopal, ýmsir litir. SPÓNN (eik, gullálmur, teak, valhnota) Harðviðarsalan sf. Þórsgötu 14, símar 11931 og 13670 48 VIKAN 43l TBL.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.