Vikan


Vikan - 28.10.1971, Blaðsíða 49

Vikan - 28.10.1971, Blaðsíða 49
CSendið jólapakkana til vina og ættingja erlendis tímanlega Athugið að það er mun ódýrara að senda með skipapósti Við pökkum og sendum án aukagjalds. Allar sendingar fulltryggðar. íslnzkír miiiagriiiir í mikli árvali Handprjónaðar ullarvörur Prjónaðar og ofnar slár Skinn og skinnavörur Silfurmunir Ymsar gjafavörur. Lögreglumennirnir handlanga fallna og sserða inn í annan jeppann. Tveir eru dauðir. Stór- vaxinn lögregluforingi kemur til okkar og spyr, hvernig þetta hafi borið að. Við segjum frá. Hann hristir höfuðið. — Já, segir hann, — þessir andskotans apar geta aldrei lát- ið almennilegt fólk í friði! Reynið að halda ykkur utan þessara svörtu hverfa framveg- is! Og flýtið ykkur nú heim og lappið upp á ykkur. Þið lítið ekkert of glæsilega út. Um kvöldið sitjum við á bar einum, þar sem við erum fasta- gestir. Barinn er á svæðinu, þar sem við búum. Við ræðum atburðinn við nokkra aðra stráka. Flestir eru þeirrar skoð- unar að negrunum sé sæmst að hegða sér skikkanlega. Við Lee höldum því fram að ofbeldi leiði af sér ofbeldi og að bæta ætti kjör þeirra svörtu. Hinir segja að negrarnir hefðu aldrei getað náð svo góðum lífskjör- um, sem þeir búa við nú, án hjálpar hvítra manna. Það get- ur verið rétt, en þau kjör hafa negrarnir mátt gjalda dýru verði. Að lokum erum við Lee ein- ir eftir á barnum. Þá kemur svarti þjónninn til okkar og segir: — I want to talk to you please! Hinn húðdökki þjónn, sem heitir Mark, segir okkur nú með hástemmdu orðalagi frá andspyrnuhreyfingu þeirri, sem til er í landinu en við höfðum aldrei heyrt minnst á. í henni eru bæði hvítir menn og svart- ir. Mark er spurn hvort við höfum áhuga á hreyfingunni, þar eð hann hafi heyrt hvað við sögðum við hina. Well... segjum við og drög- um við okkur svarið. Þetta gæti vel verið gildra lögð af yfir- völdunum, sem væru þannig að prófa hvort okkur væri treyst- andi. — Við negrarnir erum tutt- ugu sinnum fleiri en þeir hvítu, segir Mark. — Allir bíða eftir deginum F, og F stendur fyrir Freedom! Ykkur þykir kannski fróðlegt að heyra að margar voldugar stofnanir erlendis hafa lofað okkur aðstoð, þegar byltingin verður gerð. Við vilj- um sjálfir stjórna Zimbabwe! En Zimbabwe er það heiti, sem negrarnir vilja hafa á Ró- desíu. Tveimur vikum eftir sam- talið við Mark verðum við vitni að uppþoti í verksmiðjunni, þar sem við vinnum. Einn verka- mannanna segist vera veikur og þegar verkstjórarnir vilja neyða hann til að halda áfram við vinnuna, koma félagar hans honum til hjálpar. Skotum er hleypt af og verkstjórarnir ráð- ast á hópinn með kylfunum. Þegar uppþotið hefur verið bælt niður segir einn yfirmað- urinn við okkur: — Við neyddumst til að skjóta tvo í sjálfsvörn! Nú þurfum við Lee ekki meira. Við erum á einu máli hvað gera skuli. Um kvöldið förum við á barinn, þar sem Mark vinnur. Við segjum að við teljum okkur standa hans meg- in. Mark ljómar allur. Þegar við segjum honum frá morð- unum í verksmiðjunni, kemur sorgarsvipur á andlit hans. Eftir að barnum hefur verið lokað, ræðum við einslega við Mark um stund. Hann vjll að við reynum allir þrír að kom- ast út úr landinu og til Vestur- Evrópu. Þar eigum við að ráða til okkar hvíta menn, sem geti smyglað sér inn á fyrirtæki og stofnanir í Ródesíu og beðið F-dags. Mark hefur falskt, franskt vegabréf, sem hann getur notað utan Ródesíu, en innanlands eru honum allar ferðir bannaðar. Við Lee höfum auðvitað báðir vegabréf, en megum ekki fara fyrr en ráðn- ingartími okkar er runninn út. Og þangað til er hálft annað ár. Við ákveðum að strjúka. Við höfum fengið okkur meira en fullsadda af stjórn Ian Smiths. Næsta vandamál er að velja til stroksins dag, þegar við allir eigum frí daginn eftir. Með því móti fengjum við dálítið for- hlaup. Fjórtán dögum síðar á Mark frí sunnudag einn, og það hent- ar okkur ágætlega. Ef við leggj- um af stað undireins og hann hefur lokað barnum á laugar- dagskvöld höfum við þrjátíu klukkustunda forhlaup. Á laug- ardaginn stingum við Lee því nauðsynlegasta niður í töskur. Bensíngeymarnir á bifhjólum okkar eru fullir, og auk þess höfum við sinn varageyminn hvor. Kvöldinu verjum við á barnum. Þegar Mark sér sér færi, stingur hann að okkur búnti seðla af mynt ýmissa landa. Við sjálfir höfum á okk- ur sem svarar hundrað og fimmtíu þúsund krónum, sem við höfum sparað af launum okkar. Klukkutíma fyrir lokun för- um við Lee heim, tökum bif- hjólin okkar og þjótum af stað. Við förum framhjá hliðvörð- unum, sem veifa vingjarnlega til okkar. Við stefnum í áttina að hverfinu þar sem Mark býr, en það er í um tveggja kíló- metra fjarlægð. Á miðri leið þangað stönsum við og bíðum. Eftir hálftíma kemur Mark hjólandi sem mest hann má. Við spennum litlu töskuna hans á hjól Lees en sjálfur sest hann aftaná hjá mér. Austur til landamæranna er um fjögur hundruð kílómetra vegalengd. Við ættum, ef heppnin er með, að geta smog- ið fram hjá lögregluvarðflokkn- um, ef við forðumst fjölförn- ustu vegina. Mark hefur dregið hettu yfir höfuð sér, svo að hörundslitur hans sjáist ekki. Við Lee höfum að sjálfsögðu ekkert að óttast af hálfu lög- 43. TBL. VIKAN 49

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.