Vikan - 02.03.1972, Side 14
FYRSTA GREIN
ÞU VERÐUR
AÐ HLAUPA
Orn Eiðsson skrifar um tékkneska langhlauparann Emil Zatopek.
Á hverju ári var háð kapphlaup, þar sem allir
nemendur tækniskólans voru meðal þátttak-
enda. Hlaupið var lifandi auglýsing fyrir Bata-
verksmiðjurnar. „Þú verður að hlupa á sunnu-
daginn, Zatopek,“ sagði yfirkennarinn. „En ég
hleyp svo illa,“ svaraði Zatopek. „Það skiptir
engu máli, hvort þú kemur fyrstur eða síðastur
í mark, það er þitt mál. En þú verður að hlaupa
eins og hinir.“ - Zatopek gerði allt sem hann
gat tii að komast hjá að taka þátt í þessu
bannsetta hlaupi. En það tókst ekki. Og hann
kom annar í mark - og óvenjulegir hæfileikar
hans höfðu verið uppgötvaðir.
Þeir, sem fylgzt hafa með
frjálsum íþróttum undanfarna
tvo áratugi hafa kynnzt mörg-
um afreksmanninum í fréttum
blaða og útvarps. Sumir þeirra
gleymast furðufljótt, nýir koma
í staðinn og stöðugt eru metin
bætt. Svo eru aðrir, sem verða
minnisstæðir af ýmsum ástæð-
um. Einn þessara manna er
tékkneski langhlauparinn Emil
Zatopek, sem var ósigrandi fyr-
ir og eftir 1950. Hann setti
fjöldann allan af heimsmetum
og vann marga alþjóðlega titla,
hann varð olympíumeistari,
evrópumeistari o.s.frv. Öll af-
rekin eru ágæt útaf fyrir sig,
en þó eru það ekki þau, sem
eru minnisstæðust, þegar Zato-
pek á í hlut, heldur maðurinn
sjálfur, persónuleiki hans, og
drengilegt viðmót. Ég tel mig
lánsaman að hafa fengið tæki-
færi til að ræða stuttlega við
Zatopek í veizlu eftir íþrótta-
mót í Stokkhólmi 1957. Hann
vildi lítið um sjálfan sig tala,
en fór strax að ræða um ís-
lenzka íþróttamenn og hin
ágætu afrek þeirra. Sérstak-
lega varð honum tíðrætt um ár-
angur íslenzku frjálsíþrótta-
mannanna á Evrópumeistara-
mótinu í Brússel 1950, þegar
ísland hlaut tvo Evrópumeist-
ara og var í 8. sæti í stiga-
keppni þjóðanna á Evrópumót-
inu. Hann sagði að sér hefði
einu sinni verið boðið til ís-
lands í keppni og það væri sú
ferð, sem hann sæi mest eftir
að hafa ekki geta þegið.
Skömmu eftir innrás Var-
sjárbandalagsríkjanna fimm í
Tékkóslóvakíu, er nafn þessa
Zatopek varð snemma Ijóst, að
það sem skipti mestu máli til að
ná árangri í keppni var vilja-
styrkur og staðfesta.
kunna íþróttamanns aftur á
allra vörum. Hann mótmælti
kröftuglega ofbeldinu, hann var
aftur í fararbroddi, eins og í
gamla daga. Zatopek beindi orð-
um sínum til íþróttavina um
heim allan, hann fordæmdi inn-
rásina og þessi rödd vakti sann-
arlega athygli. Hann féll i ónáð
og missti gott starf, sem hann
hafði hjá ríkinu.
Emil Zatopek tók þátt í sinni
fyrstu keppni í borginni Zlin
15. maí 1941. Zatopek yfirgaf
fæðingarbæ sinn, Koprevnis
sem ungur drengur, en Kopre-
vnis er í norður Moraviu. Hann
hóf vinnu í hinum þekktu Bata-
skóverksmiðjum. Zatopek stóðst
inntökuprófið í tækniskólá
verksmiðjunnar. Hann vann
allan daginn í verksmiðjunni,
en á kvöldin fór hann i skólann.
Hann þótti efnilegur ungur
maður. — Bataverksmiðjurnar
voru táknrænar fyrir það,
hvernig atvinnuveitendur not-
færðu sér starfsmennina á all-
ar. hátt, til þess að vekja at-
hygli á verksmiðjunum. íþrótt-
irnar voru einn þáttur þessarar
auglýsingastarfsemi. Með þessu
vildu vinnuveitendur sýna
áhuga sinn fyrir líkamsrækt. Á
hverju ári var háð kapphlaup,
þar sem allir nemendur tækni-
skólans voru meðal þátttak-
enda. Hlaupið var lifandi aug-
lýsing fyrir Bataverksmiðjurn-
ar. þar sem þátttakendur báru
allir merki verksmiðjunnar á
brjósti. Þessi hlaup fóru einnig
fram á stríðsárunum, en ekki
voru allir nemendurnir hrifnir
af því. Zatopek hafði engan
áhuga fyrir hlaupinu. Skóla-
bræður hans reyndu allt hvað
þeir gátu, til að vekja áhuga
hans, en án árangurs. Að lok-
um ræddi yfirkennarinn við
Á þessum myndum sést vel hlaupastíll Zatopeks.
iui * Jfttr i