Vikan


Vikan - 02.03.1972, Síða 37

Vikan - 02.03.1972, Síða 37
asta skipti, sem ég tek þátt í keppni. Dagarnir í Zlin liðu fljótt. Tíminn var eins og svipa. Ag- inn var strangur og starfsfólk- ið sífellt haldið ótta um, að verða rekið fyrir minnstu yfir- sjón. Þessvegna var starfið gleðisnautt. Zatopek var kapp- samur bæði við nám og starf og það gagntók hug hans al- gjörlega þessar vikur og mán- uði. Starfið hófst klukkan 6.45 á morgnana og lauk kl. 18. Síð- an hófst kvöldskólinn hálftíma siðar og lauk kl. 21.30. Zatopek kvaðst oft hafa verið það þreyttur á kvöldin í skólanum, að höfuðið hneig niður stund- um.á borðið. En hann vildi'ekki gefast upp. Það var nauðsyn- legt að læra, til þess að geta orðið eitthvað síðar i lífinu. Meðal nemendanna var eins- konar sparnaðarsamkeppni, og einnig var keppt um það, hver sá bezt um herbergið sitt í heimavistinni, en sá bezti hlaut peningaverðlaun. Það gat jefnvel verið erfitt að fá peninga fyrir nauðsynj- um. — ,,Ég þarfnast peninga fyrir skyrtu"? Nei, þú getur ekki fengið neina peninga fyrr en komin er betri regla á her- bergið þitt. Lærðu fyrst að búa um. ,,En ég verð að fá peninga fyrir skyrtu“. Nei, þetta verð- ur eins og ég hefi sagt. Vasa- peningar þínir hafa verið tekn- ir af þér í refsingarskyni, fyrir það að búa illa um rúmið þitt. í fyrsta sinn éftir langa fjar- vist fór Zatopek heim til sín um jólin. Æskustöðvarnar virtust aðeins smáþorp samanborið við Zlin, jafnvel minni en hann hafði ímyndað sér í huganum. En kyrrðin og hvíldin í for- eldrahúsum hafði góð áhrif á hann. Hugur hans endurnærð- ist og hann gat gert sér betri grein fyrir skólanum og nám- inu, sem stundum reyndi á taugarnar. Þrátt fyrir allt erfið- ið og hinn stranga aga var skól- inn í Zlin góður, já, meira að segja ágætur. Zatopek tók góð próf og hann hafði mikinn áhuga á starfinu. Annað veifið komu iþrótt- irnar upp í huga hans og þær letu hann aldrei í friði. Tækni- skólinn sendir nokkra nemend- ur til keppni í Brno í auglýs- ingarskyni. Zatopek var einn þeirra. Dagblað eitt hafði heit- ið sérstökum heiðursverð- iaunum til sigurvegaranna. Zatopek var annar í 1500 m hlaupi. Hann vann m.a. vin sinn Krupicka, það var hann sem sigraði í götuhlaupinu í Zlin. — Þegar hann stóð við vinnuborðið nokkrum dögum síðar fór hann að hugsa um keppnina í Brno. Hann brosti — jú, það hafði verið gaman. Hann sá hlaupabrautina fyrir sér, hópur ákafra pilta biðu þess að vera ræstir og áhorf- endur biðu einnig eftirvænt- ingarfullir. Félagar hans köll- uðu hvatningaróp til hans, og veifuðu verndargripnum þeirra, lítilli negrabrúðu. Hlaupið hófst og við hvern hring létu vinir hans vita af sér, með því að láta vekjaraklukku hringja. Allt þetta vakti hjá honum ábyrgð og vissulega var nær- vera félaga hans hvetjandi. Hann mátti ekki bregðast þeim. Einn af kennurunum við tækniskólann, sem einnig var íþróttaþjálfari, hafði sérstakan áhuga á Zatopek. Það hlýjaði honum um hjartarætur í hinu kuldalega andrúmslofti í Zlin. Haustið kom og frjálsíþrótta- fólkið hætti æfingum og keppni. „Við sjáumst á hlaupabrautinni í vor,“ sagði Kucera þjálfari. „Sjáumst siðar,“ svaraði Zato- pek kurteislega. En hann var enn í vafa um, hvort hann myndi nokkurntíma keppa framar. Hann hafði aftur á móti mikinn áhuga á að hlaupa — aðeins ánægjunnar vegna. Á vetrarkvöldum klæddist hann íþróttabúningi og hljóp út í skóginn og heim aftur og slíkt vcr hressandi. Hann vildi ekki heyra minnzt á keppni — enn sem komið var. Það var háð grimm styrjöld og Tékkar voru kúgaðlr undir járnhæl nasistanna. Fólk gat lítið gert, nema beðið. Þjóð- verjarnir gátu ekki skipt sér neitt af íþróttafólkinu. Tékkar gátu komið saman á íþrótta- leikvanginum. Þar gat það tal- að saman á tékknesku og hróp- að á tékknesku. Áhorfenda- fjöldinn jókst á íbróttavöllun- um. íþróttirnar höfðu mikið aðdráttarafl. Undirbúin var mikil keppni milli iðnskólanemanna og þeirra, sem útskrifaðir voru. — Zatopek, þú verður að hlaupa, sögðu félagarnir við hann. Zato- pek afsakaði sig að venju. Þrátt fyrir hinn góða árangur í Brno, var áhuginn ekki vaknaður fyrir alvöru. Hann hafði oft reynt sig á æfingum, en aldrei orðið fyrstur. -— Átti hann nú að gefa sig á vald íþróttaæfin- týrinu? — Félagar hans voru farnir að þekkja á hann. Við verðum að ganga á eftir Zato- pek, því að hann getur ekki sagt nei. Við munum fá hann til ' *^’**•»*> w. í.s sem n“ aö 9e'a e' ^óvemu'89" i"aog et«rtö'dun' ^ vtndor & a. v_eQ9ut ,, * preta" Vtert' * 10 .1 ra* 'e"9'a b'ev" nvar seto er, aCe'ns arnPer , \nn sern v er - - / 37 VIKAN 9.TBL.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.