Vikan


Vikan - 02.03.1972, Page 38

Vikan - 02.03.1972, Page 38
ELECTROLUX-hrærivél FYLGIHLUTIR : ALLT INNIFALIÐ í VERÐI •C* Tímastillir «D*. Mixari •Q> Crœnmetiskvörn & Skál Dropateljari <Q> Þeytari V Hakkavél ý Sítrónupressa <C* Pylsujárn V> Hnetukvörn Verð kr. 22.957foo VdrumarkaDurinn hf. I Ármála 1A - Sími 86-113 aó hlaupa. Ef hann hefði sýnt kæruleysi í keppni og komið síðastur í mark, án þess að reyna til hins ítrasta, hefði hann fengið frið fyrir félögum sín- um. Áhorfendur hafa ekki áhuga fyrir slíkum íþrótta- mönnum, það eru keppnis- mennirnir og umfram allt sig- urvegararnir, sem áhorfendur eru hrifnir af og Zatopek var einmitt. þessi manngerð. Það má því segja, að hann hafi sjálfur á vissan hátt verið valdur að slysi sínu, þ.e.a.s., að hann var svo eftirsóttur til keppni. Hon- um fannst hann verða að gera sitt bezta, hverju sinni. Hann varð að hlaupa eins hratt og hann komst. Og Zatopek fannst óheppnin elta sig, hann sigraði bæði í 1500 og 3000 m hlaup- unum. Ekki gat hann neitað því, að hann hafði vissa ánægju af þessu öllu, þegar félagar hans óskuðu honum til ham- ingju og sögðust vera stoltir af hönum. En hann ofmat aldrei árangur sinn, sem var rétt í meðallagi. En þennan sunnu- dag kom dálítið óvænt fyrir. — Emil Zatopek, var kallað. Það var einn af félögum hans. — Doktor Halusa vill tala við þig. Halusa var þekktur maður í tékknesku íþróttalífi. Hvern mánudag birtust margar grein- ar um afrek hans í tékkneskum íþróttablöðum. Allir íþrótta- fréttamenn voru sannfærðir um að har.n væri bezti langhlaup- ari Tékkóslóvakíu. Gælunafn hans var Alí. — Er það satt, vill hann tala við mig? Zatopek trúði þessu varla. Og þarna stóð hann gegnt Ali. Haun var hávaxinn, ljóshærður og hafði vingjarnlega framkomu. — Þú hleypur vel Zatopek. Hefur þú lengi tekið þátt í keppni. Zato- pek stamaði nokkur illskiljan- leg orð. — Ef þú vilt, geturðu komið á íþróttaleikvanginn á morgun. Ég ætla að æfa þar. Þú getur æft með mér. í fyrsta skipti á æfinni kom járyrði án umhugsunar, þegar um íþrótt- ir var að ræða. Daginn eftir var hann kom- inn á íþróttaleikvanginn á und- an öllum öðrum. — Komdu, sagði Ali, — við skulum hlaupa rólega fyrst og hita okkur upp. Með löngum mjúkum skrefum hljóp Ali á hlaupabrautinni. Zatopek gerði allt sem hann gat til að fylgja honum eftir og líkti eftir honum í handa og fótahreyfingunum. Þó að engir áhorfendur væru á leikvangin- um og það væri ekki verið að keppa, naut hann þess að hlaupa og gleðistraumur fór um hann. Þegár þeir höfðu hlaupið nokkra hringi, sagði Ali: — Nú skulum við taka sprett á beinu brautinni. Það þýddi. að þeir skvldu hlaupa 100 metra eins iiratt og þeir gátu. Þegar þeir komu í markið leit Ali á Zato- pek rannsakandi: Ætii hann sé ekki þreyttur? Á eftir hlupu þeir rólega nokkur hundruð metra, til að jafna sig. Hlauptu héðan og í mark, það eru 300 metrar. Ég skal taka tímann. Zatopek var tilbúinn. — Nú, sagði Ali og Zatopek hljóp allt hvað aí tók. Hann reyndi á sig til hins ítrasta. Honum fannst augu Ali hvíla á sér alvarlega alian tímann. Zatopek var ekki ánægður eftir sprettinn, honum fannst hann ómögulegur. En hann flýtti sér til Ali. Meistar- inn leit alvarlega á skeiðklukk- una og setti hana aftur á núll. Zatopek langaði til að vita um tímann, en Ali þagði. Ég á vist ekki að vita um tímann, þannig æfa líklega meistararnir, hugs- aði Zatopek og þagði. Á heim- leiðinni hugsaði hann um hvaða álit Ali hefði á honum. Ég hleyp áreiðanlega illa hugsaði hann. Ali sagði ekki orð og það fannst Zatopek vottur þess, að hann væri einskisnýtur. Morguninn eftir fór hann aft- ur að hugsa um þetta við vinnu- borðið, og hann sagði við sjálf- an sig: Jæja, ég held að það sé allt i lagi. Vonandi fæ ég þá frið fyrir íþróttunum framveg- ís. — Zatopek, það er síminn til bín er hrópað. Hann varð undr- andi. Eitthváð hlaut að hafa komið fyrir. Hver getur verið að hringja í mig? Óttasleginn tók hann upp símtólið. — Þetta er dr. Halusa. Hvernig svafstu i nótt? — Ágætlega, svaraði Zatopek, óöruggri röddu. Þetta var í fyrsta sinn, sem nokkur hafði haft áhuga fyrir því hvernig hann svæfi. Ali sagðist hafa hugsað mikið um hann og hann hefði áhuga á að vita um lifnaðarhætti hans. — Hvað borðar þú? Hvað borðar þú í morgunverð? Þetta fannst Zato- pek skemmtilegt og hann var hrærður. Jafnvel faðir hans hafði ekki spurt, hvað hann Jegði sér til munns í skólanum. Hann reyndi að svara. — Mat- aræðið er mjög þýðingarmikið, sagði Ali. — Hvernig finnst þér tími Hoskovus í 1500 metra hlaupinu, sagði Ali, Zatopek hafði ekki lesið iþróttasíður dagblaðanna og kom af fjöll- um. Ali hélt áfram. — Hann hljóp á 4 mínútum og 6 sek- úndum. — Það er stórkostlegt, svaraði Zatopek. Honum varð 38 VIKAN 9. TBL.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.