Vikan


Vikan - 02.03.1972, Qupperneq 46

Vikan - 02.03.1972, Qupperneq 46
það allra nýjasta frá Candy BRAVA 8/4 UPPÞVOnA- VÍLIN Skólavörðustíg, sími 13725 Jí * þvottatromlan sé slétt að inn- anverðu. Ákveðið-farg er sett í þvotta- vélina til að hindra að troml- an láti vélina hristast, þegar snúningur hennar er mestur. Vélarnar eru misjafnlega vel hannaðar með tilliti til þess hristings. Sumar vélar titra alltof mikið, þegar tromlan snýst mjög hratt, og mikill titr- ingur skemmir vélina. Mestur er titringurinn, þegar véli'n þeytivindur þvottinn. Neytendur ættu því að prófa þvottavélina, áður en kaup á henni eru gerð, og athuga hvort hún hristist við þeytivindun. Því stöðugri sem vélin er, þeim mun betri er hún. Athuga þarf hvort viðkvæm tæki vélarinnar eins og mótor- ar, spólur og rofar eru vel var- in fyrir vatni, ef vatnshosur og slöngur skyldu bila. AFBORGUNAR- SKILMÁLAR Sé vélin keypt með afborg- unarskilmálum er yfirleitt ekki veittur nema 6 mánaða greiðslufrestur á helming upp- hæðarinnar. Athugið gaum- gæfilega, hve háu verði sá greiðslufrestur er keyptur. Það þarf að greiða háa víxlavexti og stimpilgjald og nemur sú upphæð oft þúsundum króna. LEIÐARVÍSIRINN Það er tvímælalaust kostur, að greinargóður leiðarvísir á íslenzku fylgi vélinni. Með því að kynna sér vandlega leiðar- vísinn má yfirleitt komast að raun um, hvaða þvottaaðferð- ir vélin hefur upp á að bjóða og hvernig hún vinnur. Nú á dögum er fatnaður framleidd- ur úr margs konar efnum. Ekki þola öll þessi efni sömu þvotta- meðferð. Er því mikilvægt að gera upp við sig hvaða kröfur hver og einn vill gera til vél- arinnar. Með því að kynna sér leiðar- vísinn er einnig unnt að at- huga, hvort auðvelt sé að stilla vélina og hirða hana (lósíu og þess háttar). Helztu atriði í leiðarvísinum, sem gefa þarf gaum að, eru í stuttu máli: Þvottakerfin, sem vélin hef- ur. Hitastig þvottavatnsins við hin mismunandi þvottakerfi. Tekur þvottavélin inn á sig meira vatnsmagn, þegar hún þvær viðkvæman fatnað? Farið vel með þvottavélina! Viðgerðarþjónusta heimilis- tækja er dýr, og viðgerðar- menn eru oft önnum kafnir og því erfitt að ná til þeirra. Það er því mikið hagsmunamál fyrir heimilin að þvóttavélin bili sem allra minnst. Hér eru því nokkur heilræði: Nauðsynlegt er að kynna sér rækilega leiðarvísinn, sem fylg- ir vélinni, áður en byrjað er að nota vélina. Geymið leiðarvís- inn á aðgengilegum stað, svo að auðveldlega sé hægt að rifja upp þá fræðslu, sem þar er að finna. Þar er m. a. sagt frá því, hvernig hreinsa skuli vélina, en margar vélar bila sökum þess, að vélin er ekki hreinsuð á viðeigandi hátt. T. d. er í flest- um vélum lósía (hún kemur í veg fyrir að frárennslið stífl- ist og því er æskilegt að lósía sé í vélinni), sem þarf að hreinsa, eins og mælt er fyrir í leiðarvísi. Einnig þarf alltaf að þurrka vel af sápuhólfinu og gæta þess að hvergi liggi þvottaefni á þvottavélinni, vegna þess að þvottaefnið tærir lakkið. Ef skyldi sjóða upp úr vélinni, þarf að hreinsa burt alla sápu- froðu. Nauðsynlegt er að athuga þvottinn vandlega, áður en hann er látinn í þvottavélina, svo að naglar, smápeningar og þess háttar slæðist ekki með inn í vélina. Slíkir hlutir leyn- ast stundum í vösum, t. d. á vinnugöllum, en komist þeir með þvottinum í þvottavélina, geta þeir valdið stórskemmd- um. Naglar hafa til dæmis far- ið gegnum götin í tromlu vél- arinnar og rekizt á hitöldin (hitaelementin) og skemmt þau, og svo fer þvottavélin að leka. Jafnvel teinum úr brjósta- höldum hættir til að stingast gegnum tauið og út í vélina, lenda á milli laga í þvotta- belgnum og valda vélarskrölti. Teinarnir geta líka lagzt á botninn og ryðgað þar með þeim afleiðingum að ryðblettir koma í þvottinn og í þvotta- vélina. Ekki má láta of mikinn þvott í þvottavélina. f hinum sjálf- virku tromluvélum þarf að vera handarbil fyrir ofan í þvottatromlunni, án þess að þvottinum hafi verið troðið í hana. Sé of mikill þvottur lát- inn í vélina, verður hann illa þveginn, ennfremur reynir of mikið á vélina. Þess skal getið, að flestar sjálfvirkar þvottavélar eru ætl- aðar fyrir aðeins eina fjöl- skyldu, en ekki til sameigin- legrar notkunar í fjölbýlishúsi. Vélarnar þola ekki að vera stanzlaust í gangi. Sérstakar sjálfvirkar þvottavélar eru gerðar til sameiginlegrar notk- unar í fjölbýlishúsum. Munið að skrúfa fyrir vatns- kranann að loknum þvotti, svo að vatnsþrýstingurinn liggi ekki á vélinni og skemmi hana. Eins getur t. d. leki komið að gúmmíslöngu og valdið skemmdum. Á þetta auðvitað sérstaklega við, þegar vélin er staðsett í íbúð. f flutningi á að skorða kar- ið í þvottavélinni, svo að það skemmist ekki. Skorður fylgja venjulega, þegar vélar eru keyptar og sjálfsagt er að geyma þær. En jafnvel þó að farið sé eftir öllum settum reglum, eru sjálfvirkar þvottavélar svo margbrotin tæki, að þær geta alltaf bilað af einhverjum ástæðum. En bilanir gera ekki boð á undan sér, því skal ekki skilja þvottavél eftir í gangi inni í íbúð, án þess að hafa nokkurt eftirlit með henni. Ef þvottavélin fer ekki í gang, athugið þá eftirfarandi atriði, áður en hringt er til viðgerðarmanns. Er innstungan í lagi? Er aðalrofi í samhandi? Eru vartapparnir (öryggin) heilir? Er hurðin á vélinni lokuð? Er opið fyrir vatnið? Það flýtir fyrir viðgerðar- þjónustu að segja frá númeri vélarinnar (stendur á ábyrgð- arskírteininu), þegar pantaður er viðgerðarmaður. Hann get- ur þá haft viðeigandi varahluti með sér, en þvottavélafram- leiðendur breyta oft fram- leiðsluvöru sinni og þarf því oft mismunandi varahluti í hinar ýmsu tegundir, sem þeir framleiða. ☆ 46 VIKAN 9. TBL.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.