Vikan - 16.03.1972, Page 4
Verið vel klæddar meðan þér bíðið
FALLEGT ÚRVAL AF ALLS-
KONAR TÆKIFÆRISFATNAÐI
Klapparstíg 37 — Sími 1 92 52
MATREIÐSLUBÖK VIKUNNAR
--------------------KLIPPIÐ HÉR--------------------
I Vinsamlegast sendið mér möppu undir MATREIÐSLU
I BÓK VIKUNNAR. Greiðsla sem er 130 krónur, fylgir
I með í ávísun/póstávísun (strikið yfir það sem ekki
I á við). Ef hægt er óska ég eftir, að mappan verði í
“ bláum/ljósbláum/raUðum lit. (Strikið yfir það sem n.
x ekki á við). t?
i 5
Zj Nafn m*
V ............................................................ 7D
Heimili
—--------------------KLIPPIÐ HÉR
ökukcnnsla
Æfingaiimar
‘ttelgi di- Sessilíusson
Bólsíaðahlið U2 — Simi S13U9
P0STURINN
Til einnar feiminnar
Þú ættir ekkert að gera í megr-
uninni án þess aS leita til lækn-
is, það getur verið stórhættu-
legt að svelta sig einhliða. Svo
gæti hugsazt að þú hefðir full-
miklar áhyggjur af holdafari
þínu; stúlkur þurfa ekki endi-
lega að vera óaðlaðandi jússur
þótt þær séu sæmilega í skinn
komnar. Reyndu aS stæla þig
upp og verða ekki „eins og
asni" þegar hann horfir á þig;
þá skulum viS sjá hvort þetta
gengur ekki.
Að fá skalla
Sæll Póstur!
Ég segi eins og allir eða flestir
sem skrifa Póstinum um vand-
ræði sín: Póstur sæll, gefðu mér
góð ráð", og stattu þá við það.
Þannig er mál með vexti að ég
er að verða sköllóttur, þú skil-
ur að fá skalla. Mig minnir að
ég læsi það I Vikunni ekki alls
fyrir löngu að Frank Sinatra hafi
látið gróðursetja á-skallann sinn
með góðum árangri. Póstur góð-
ur, segðu mér nú hvort ekki sé
hægt að gera svona aðgerðir
hér eða til dæmis í Danmörku,
ég meina, hvað það kostar. og
hvað það tæki langan tíma að
jafna sig. Ég hef farið til lækna
og fæ ekki annað en léleg svör
og enga lækningu með þessu
meðaladóti þeirra. Póstur, getur
þú ekki bent mér á lækni, sem
hefur áhuga á þessum málum
og vildi jafnvel spreyta sig á
tilfærslu hárróta, þá er ég til.
Skalli
(vona að það megi breytast).
P.S. Hvað lest þú úr skriftinni
(sérðu hár eða hvað?) og hvern-
ig er stafsetningin og skrift?
Við þessu vandamáli er vist fátt
að gera, því miður. Ennþá hef-
ur læknavísindunum með allri
sinni tækni illa gengið að vinna
bug á skallanum. í snyrtivöru-
verzlunum fæst hárnæringar-
krem, sem margir nota víst; við
vitum ekki hvort þú hefur próf-
að það, og okkur skilst að það
hjálpi líka ekki nema takmark-
að. Sé hægt að græða upp skalla
hérlendis eða í nágrannalönd-
um ættu læknar helzt að vita
um það, en okkur skilst að
göngur þínar til þeirra hafi
komið til lítils. Læknar þeir, sem
þú skiptir við, ættu líka að geta
bent þér á starfsbræður sína
hérlendis, er kunna að hafa sér-
stakan áhuga á þessu og sér-
þekkingu á því, ef einhverjir
slíkir eru til hér á landi.
Hæpið er að byggja mikið á
þessari sögu um Sinötru skepn-
una. Hugsazt gæti að hér væri
um að ræða einhverja aðgerð
svo fokdýra, að aðeins peninga-
fífl eins og hann hafi efni á
henni. Líka gæti verið að hann
hefði látið Ijúga þessu upp til
að telja fermingarstelpunum,
sem hann reynir að tæla til saur-
lifnaðar, trú um að í raun og
veru sé hann með ekta hár, en
ekki hárkollu, eins og nú er orð-
ið algengt að karlmenn hafi. —
Það er ekki úr vegi að benda
þér á það ráð; þessar hárkollur
fara það vel að fullyrt er að
illmögulegt sé að greina þær
frá ekta hári. Á það má líka
benda að skalli er ekki einhliða
böl, eða hver er myndarlegri en
Yul Brynner með sinn nauðrak-
aða haus?
Ekki er í það spáandi út úr
þessari skrift hvort þú sigrast á
skallanum eður ei, en skriftin
bendir á næmar tilfinningar og
ef til vill svolitla taugaveiklun.
Hún er alls ekki ólagleg, en í
stafsetningu mætti þér fara
fram.
Hafa beöið okkur
um ÞAÐ
Kæri Póstur!
Við viljum byrja á að þakka
fyrir allt gamalt og gott. Við er-
um hérna tvær vinkonur á sext-
ánda ári, sem eru báðar á föstu
með strákum sem eru átján og
nítján ára. Við höfum verið með
þeim í hálfan annan mánuð
(cirka) og erum báðar mjög
happy. Við erum alveg hreinar
meyjar, en nú er þetta farið að
ganga svoKtið langt, þvf þeir
hafa báðir beðið okkur um ÞAÐ.
Við höfum ekki þorað að láta
undan, af hræðslu við að verða
óléttar. En þar sem við erum al-
veg ofsalega hrifnar af þeim
langar okkur til að spyrja: A
hvaða tímabili er óhætt að hafa
samfarir við strák, fyrir eða eft-
ir blæðingar? Við spyrjum
vegna þess að við viljum helzt
4 VIKAN ll.TBL.