Vikan


Vikan - 16.03.1972, Síða 7

Vikan - 16.03.1972, Síða 7
Mn drevmdi ÚR KIRKJU - ÁBALL Kæri draumráðandi! Mig langar svo til að biðja þig að ráða fyrir mig draum, sem mig dreymdi í nótt, en hann er svona: Ég og vinkona mín vorum að fara inn í kirkju. Hún var margar hæðir, og við fórum upp alla stigana. Þegar við komumst upp á efsta ganginn, var hann svo þröngur, að við þurftum að troða okkur og skríða eftir honum. Loksins kom- umst við út á svalir. Þar var einhver pakki og vinkona mín segir: „Það er neyðarblys í þessum pakka.“ Ég kveiki á því og fleygi því út af svölunum, því að ég var svo hrædd um að við kæmumst ekki í gegnum ganginn aftur til baka. Vin- kona mín verður afar hrædd. Hún fleygir sér á magann og togar mig niður á hnén. Þá koma allt í einu til okkar fjórir hjálpsamir menn og hjálpa okkur í gegnum þrönga ganginn. Tveir þeirra hverfa, en hinir tveir eru áfram með okkur (annar hefur stundum verið með vinkonu minni, en hinn er skólabróðir minn). Þeir segja okkur að koma út í bíl og við ökum langan veg og förum á ball. Við setjumst, en gólfið, sem stólarnir voru á, hallaði svo mikið, að stóllinn minn rann niður hallann. Þó réttir skólabróðir minn út faðminn og hinn strákurinn réttir út faðminn móti vinkonu minni. Ég var svo ham- ingjusöm í þessum síðasta hluta draumsins. Tvær Borgarnesrósir í dvala. Kirkja táknar jafnan mótlæti í draumi og allur fyrri- hluti draumsins virffist bersýnilega tákna erfiðleika og hætt- ur. Liklega eiga þeir viff ykkur báffar og eru á sviði ástar- mála. En síffan rætist úr; balliff byrjar og gólfiff hallar, svo aff þið rennið beint í fangiff á hamingjunni. SVAR TIL Y í VESTMANNAEYJUM Aff dreyma hár sitt klippt er fyrir óvirffingu og sé þaff óhrjálegt á einhvern hátt, til dæmis fituklepjað, eins og þú lýsir í þinum draumi, merkir þaff raunir og ógæfu. En nú fjallar draumurinn ekki um þig effa mann þinn, heldur vin ykkar. Hann mun verffa fyrir einhverju mótlæti, líklega í sambandi viff ástarmál, og þiff munuff taka þaff nærri ykk- ur hans vegna. Hann mun ekki valda ykkur leiðindum á neinn hátt, heldur aðeins slíta aff mestu sambandi viff ykk- ur vegna sinna eigin erfiðleika. llísi lliHir ÞEIR SEM EIGAAÐ BJARGA Upp er skorið, engu sáð, allt er í varga ginum. Þeir sem aldrei þekktu ráð, þeir eiga að bjarga hinum. Norðlenzk visa. í lullri alvöni I LJÚNAGRYFJU LISTAMANNA Margir voru farnir að halda, að sjónvarpið væri löngu dautt úr öllum æðum, þetta óskabarn þjóðarinnar, sem stóðst samjöfnuð við stórþjóðirnar fyrsta árið fyrir atbeina samstæðs hóps dugandi starfsmanna. Reyndar var vitað fyrirfram, að fjörið í byrjun mundi aldrei endast vegna skorts á fé og nægilegum.mannafla. Þar við hefur bætzt nú í seinni tíð megn óánægja margra starfsmanna með laun sín; langvinn deila, sem ekki tókst að leysa, fyrr en á síð- ustu stundu, þegar stöðvun á allri starfsemi sjónvarpsins vofði yfir. En hvað sem því líður hefur skyndilega hlaupið fjör- kippur í einn lið dagskrárinnar: umræðuþættina, sem voru farnir að gerast ósköp daufingjalegir og form þeirra löngu úr sér gengið. Þetta gerðist með tilkomu Ólafs Ragnars Grímssonar, hins umdeilda en galvaska stjórnanda. Hann breytti lognmollunni í hávaðarok í fyrra, en fauk sjálfur út i hafsauga fyrir rest og skolaði ekki aftur á fjörur stofn- unarinnar, fyrr en stjórnarskipti höfðu orðið. Nú ætti hon- um að vera sæmilega borgið: hann er kominn í útvarpsráð og orðinn dómari yfir sjálfum sér. Þættir Ólafs Ragnars eru orðnir tveir á þessum vetri, og í bæði skiptin hefur verið slík skemmtun að sitja við tæk- ið sitt, að jafnast á við að sjá góða revíu eða fara í sirkus. Þrátt fyrir,hasarfjörið í þættinum um herinn og Nato, voru á honum alvarlegir vankantar. Þegar úthlutunarnefndinni alræmdu var varpað í ljónagryfju listamanna um daginn, tókst hins vegar að sníða þá af að mestu, gestir í salnum voru færri en áður og ekkert út á val þeirra að setja. A.tgangurinn var harður af hálfu ákveðins hóps lista- manna, en nefndarmenn vörðust með kjafti og klóm, og ekki tókst að leggja þá að velli, eins og bersýnilega stóð til. Það er með úthlutun listamannalauna eins og svo margt annað í okkar fyrirmyndar þjóðfélagi: flestir viðurkenna vitleysuna, en enginn virðist nenna að leggja á sig það erf- iði, sem þarf til að fá kerfinu breytt. Gagnið af umræðuþáttum þessum er lítið sem ekkert, en gamanið því meira og réttlætir þá fyílilega. Þessi þáttur ætti þó að styrkja þá hugmynd, sem löngu er komin fram, að leggja beri áherzlu á tvennt, þegar ríkið styrkir lista- menn sína: annars vegar heiðurslaun fyrir roskna, viður- kennda listamenn, og hins vegar fáa og háa starfsstyrki fyrir unga og efnilega listamenn. G. Gr. 1 1. TBL. VIKAN 7

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.