Vikan - 16.03.1972, Side 9
Hún var „fædd til stjórnmála“ - fyrir 54 ár-
um í „húsi hamingjunnar“. Nú er hún leiStogi
550 milljóna manna í stærsta frjálsa ríki ver-
afdar. Hún er glæsileg og fíngerS kona, en
hún þrífst ágætlega í mótvindi og hikar ekki
við að gera stormasamt í kringum sig sjálf...
HafiS þér heyrt um nætur-
gala sém öskrar? Eða
friðardúfu með hauksklær?
Svo maður tali nú ekki um
gasellu meðal feitra gorillu-
ápa.
Þessar og aðrar svipaðar
setningar eru oft sagðar til að
lýsa Indiru Priyadarshini Gan-
dhi — forsætisráðherra 550
milljóna manna í stærsta
frjálsa ríki veraldar, — þjóð,
sem samanstendur af svo mörg-
um og ólíkum ættkvíslum, sem
tala mismunandi tungur og
með svo mörg mismunandi
stjórnmálasjónarmið að það
gerir drauminn um sameinað
Indland að martröð.
En Indira Gandhi er „fædd
til stjórnmála", nánar tiltekið
19. nóvember árið 1917, í stóra
fjölskylduhúsinu Anand Bha-
van, sem þýðir hús hamingj-
unnar, — í Allabahad í Norð-
ur-Indlandi. Hún var ekki stór,
telpukornið, þegar hún var
skilin eftir einsömul með þjón-
unum í hinum risavöxnu vist-
arverum. Foreldrar hennar voru
bæði í fangelsi fyrir stjórn-
málaskoðanir sínar. Mest af
stjórnmálalegu uppeldi hennar
fór fram bréflega. Það voru
yfir 200 bréf sem Jawaharlal
Nehrú skrifaði hinni þrettán
ára dóttur sinni úr fangelsinu
og fjölluðu þau aðallega um
veraldarsöguna. Þessi bréf voru
mjög heilbrigður grundvöllur
undir menntun hennar. Þau
hafa síðar verið gefin út í bók-
arformi og hafa verið þýdd á
mörg tungumál (t. d. á norsku).
Indira var send á unga aldri
í vestræna heimavistarskóla.
fyrst til Sviss, en það var vegna
þess að þar lá móðir hennar
helsjúk af berklum og þá gat
hún heimsótt hana. Síðar fór
hún til Oxford. Þar hitti hún,
meðal annarra, ekkju þýzka
skáldsins Ernst Tollers. Hún
lýsir Indiru þannig, í bréfi til
Nehru föður hennar:
„Mig langar til að segja yð-
ur hve það gladdi mig að hitta
dóttur yðar. Hún er ekki að-
eins fögur, hún er líka svo hrein
ög það er eitthvað við hana
sem gleður mann. Mér finnst
hún vera smágert blóm, sem
gæti fokið burt með minnsta
vorblæ. En ég held að hún sé
sannarlega ekki hrædd við
vindinn."
Það er líklega síðasta setn-
ingin í þessu bréfi, sem bezt
lýsir þeirri Indiru Gandhi, sem
við þekkjum í dag, hún virðist
þrífast vel í stormi og hikar
jafnvel ekki við að gera storma-
samt í kringum sig sjálf. Hún
varð völd að fyrsta pólitíska
ofviðrinu í kringum sig árið
1941. Þá var hún tuttugu og
fjögurra ára og var á leið heim
til sín frá Englandi, gegnum
Suður-Afríku.
Hin fjölmenna indverska ný-
lenda í Durban vildi gjarnan
taka vel á móti dóttur Nehrus
og hún var beðin um að halda
ræðu. Hún neitaði því fyrstu,
þar sem hún var frekar feim-
in og hlédræg. En þegar hún
hafði verið í kynningarferð um
borgina var hún orðin svo fjúk-
andi vond yfir því sem hún
varð sjónarvottur að, að hún
ákvað að halda ræðu. Og hún
var ekki myrk í máli, gerði
indversku kaupmennina, sem
vildu umfram allt halda frið
við stjórnarvöldin, dauðskelk-
aða.
Hin unga Indira fordæmdi
Framhald á hls. 41.
11. TBL. VIKAN 9