Vikan - 16.03.1972, Page 11
Brúðkaup Zatopeks og Oönu gerðist með sorglegum hstti. Minnstu
munaði, að ekkert yrði af því á síðustu stundu.
Finnarnir höfðu tekið þátt í
þessu móti með þeim skilyrð-
um, að Zatopek kæmi til.móts
i Helsinki skömmu síðar. Zato-
pek hafði varla kastað mæð-
inni þegar hann var kominn af
stað til Finnlands með finnsku
hlaupurunum. Hin langa og
erfiða ferð og ekki sízt hinar
björtu nætur norðursins, voru
nýjung og reynsla fyrir hann.
Hann léttist og skapið var ekki
eins gott. Ekki batnaði skapið,
þegar Norðmennirnir, sem
þekktu hann frá EM í Osló
sögðu honum, að Heino væri
kominn til'Helsinki og ætlaði
að taka þátt i hlaupinu. Finnski
stórhlauparinn hafði verið
skráður til mótsins í Prag, en
hætti við á síðustu stundu.
Zatopek var ekki hræddur við
Heino. Undir venjulegum að-
stæðum hefði hann verið glað-
ur, en hann var alls ekki nógu
vel undirbúinn, til að mæta
heimsmethafa.
Keppnin fór fram 30. júni.
5000 metra hlaupið átti að hefj-
ast klukkan 19. Tíminn nálgað-
ist og skömmu áður skokkaði
Zatopek inn á leikvanginn,
hann var hræddúr um að koma
of seint. Þá heyrði hann i
íinnska þulnum og heyrðist
nafn sit.t nefnt. Það fór kliður
um áhorfendaskarann, 'sem
skipti tugþúsundum, eins og
ávallt á stórmótum í Helsinki.
Síðan kom lófatak og fögnuður.
Hvað var nú þetta? Vinur
skýrði honum frá því, að regl-
urnar í Helsinki væru þannig.
að hlaupararnir söfnuðust sam-
an utan leikvangsins, en kæmu
síðan allir saman inn á leik-
vanginn. Nú, fyrst hann var
kominn inn á leikvanginn, var
allt í lagi að bíða eftir hinum.
Þarna komu keppendur hans
og var faghað. Hann leitaði
Heinos, en sá hann ekki. Allt i
einu hrópuðu og fögnuðu áhorf-
endur óstjórnlega og ástæðan
var skjótt augljós, Heino kom
inn á leikvanginn á öðrum stað
en keppendur hans, í stuttbux-
um og gaddaskóm, tilbúinn í
hlaupið. Framkvæmdanefndin
hafði skipulagt þetta, en Zato-
pek hafði af hreinni tilviljun,
dregið úr þessari sviðsetningu,
sem var táknræn fyrir hlaupið,
sem nú skyldi hefjast.
Það var allt útlit fyrir sigur
finnska hlauparans. Hér á
heimavelli, skyldi hann sanna
það, að Finnar áttu enn bezta
þolhlaupara heims. Það varð að
sigra hinn unga tékkneska
hlaupara. Það var markmiðið
með að bjóða Zatopek til Hels-
inki.
Strax frá fyrsta hring var
spenningurinn á suðupunkti.
Heino og Zatopek skiptust á
um forystuna og ekki vantaði
hvatningarópin. Hér var aug-
ijóslega um einvígi að ræða.
aðrir hlauparar voru aðeins
með sem ,,statistar“. Zatopek
var finnska hlauparanum Kos-
kela þakklátur fyrir að hafa
kennt sér að telja á finnsku, þá
gat hann fylgzt betur með þeg-
ar tilkynnt var, hve margir
hringir væru eftir. Ekkert var
verra en að hlaupa án þess að
vera viss um, hve margir hring-
ir væru eftir. Heino og Zato-
pek loru jafnir eftir 1500 metra,
þá tók Zatopek snöggan sprett,
en Finninn fylgdi fast á eftir.
Finnsku áhorfendurnir héldu
að sjálfsögðu með Heino, en
hinir fáu útlenzku áhorfendur
mótsins hrópuðu með Zatopek.
Kempurnar höfðu nú hlaupið
3000 metra og aftur gerði Zato-
pek áhlaup, en án árangurs. Nú
var röðin komin að Heino, sem
allt í einu virtist fá nýja krafta
og fór fram úr Zatopek. En
Zatopek var ekki lengi að svara
fyrir sig og komst fljótlega upp
að hlið Finnans. Hlaupararnir
fóru að þreytast, en það verður
varla sagt um áhorfendur, sem
ekki höfðu fylgzt með slíkri
baráttu lengi. Ógjörlegt var að
spá nokkru um það, hver bæri
sigur úr býtum. Zatopek fann
þó að kraftar hans voru að
fjara út og þetta fann Heino á
sér og jók hraðann á réttu
augnabliki. Bilið milli þeirra
lengdist, 5 metrar, 10 metrar.
20 metiar. Það virtist augljógt,
að Finninn myndi sigra og óp
áhorfenda náðu nú hámarki.
Það eina, sem gat rænt Heino
sigrinum, var, að annar hlaup-
ari hefði ennþá meira vilja-
þrek. Heino hafði ekki hug-
mynd um, að keppinautur hans
hafði þjálfað upp járnvilja með
því að æfa vetrarlangt í þung-
um hermannastígvélum í ill-
færum skógarstígum, hann vissi
ekki, að keppinautur hans var
vanur að leggja á sig ótrúleg-
ustu áreynslu. Allt i einu var
eins og þreyta Zatopeks fyki út
í veður og vind. Líkami hans
fékk nýja krafta og taugarnar
fluttu skilaboð hjartans: Hrað-
ar, hraðar, hraðar ... Zatopek
nálgaðist Heino óðfluga; til síð-
asta metra var æðisleg barátta
milli þessara stórkostlegu
langhlaupara, Tékkans og
Finnans. En Heino skynjaði
Framhald á bls. 45.
Á Evrópumeistaramótinu i Brússel árið 1950 sigraði Zatopek basði í 5
km og 10 km hlaupi.
11. TBL. VIKAN 11