Vikan


Vikan - 16.03.1972, Blaðsíða 12

Vikan - 16.03.1972, Blaðsíða 12
FRJÁLST FRAMTAK SAKAMÁLASAGA EFTIR . Ekkerl jaínasí á við frjálst framlak; |iað veitir manni tækifæri til að fara svo langl sem kraftur manns og geta leyfir. Ég er allur fyrir slíkt og rek eigin leigubil. Ég nota öll tækifæri sem mér gefast og ei því ef til vill tækifærissinni, en við látum það órætt að sinni. Hvað um það, þegar ég frétti á skotspónum, að Roger Arnold yrði ekki kjörinn „Maður ársins“ af HorgarsSmtökunum, varð ég frekar Iirifinn og áhugasamur. Arnold, að því er virtist, var auðug- ur iðnjöfur, sem rak plastiðju og álti konu og krakka í úthverfi. Hann átti einnig fallega vinkonu, sem liann gevnidi í ihúð í horginni. Þegar ég hafði lært það sem máli skipti i þessu sambandi, fór ég að hugsa lengra. Nokkra eftir- miðdaga í viku, þegar Arnold fór frá skrifstofu sinni í miðhorginni, tók hann sér leiguhíl að íhúð vinkonu sinnar, og þar tétti hann áhyggjum sínum. Einstaka sinnum, þegar viðskiptaheimurinn var i einhverju umróti, þurfti Arnold endilega að fara aftur á „skrifstofuna“ á kvöldin. í nokkur slík skipti vildi þannig til — fvrir hreina tilviljun — að leigubíllinn minn, með mig við stýr- ið. stóð fyn'r utan skrifstofuna lians um eftirmið- daginn og eins fvrir utan íhúðina, þegar hann loks fói’ heim eftir þessar kvöldheimsóknir. Vitaskuld kom að þvi, að við fórum að rahha saman; um veðrið, íþróttir, pólitík og sögðum auk þess nokkra hrandara. Smátt og smátt þróuðust þessar samræður upp í það að við urðum trúnaðar- vinir og eftir örfáar vikur varð ég þopinher einka- hílstjóri lians. Þegar ég áleit „samstarf“ okkar nægilega náið, gaf ég í skyn, að ég vissi um sitthvað sem ætti að vera leyndarmál, en hann þyrfti ekki að hafa neinar áhyggjur. Ég væii sjálfur engin fvrirmynd livað siðferði snerti. Arnold virti hæði örugga þjónustu mina og lof- orð um þagmælsku. Ríflegt þjórfé þrisvar eða fjór- um sinnmn í viku sá fyrir, að ég skipti ekki um skoðun á þvi, að Arnold ætti allt gott skilið og ]>að fékk liann að heyra. Þetta var fvrsti áfangi. Annar áfangi hófst kvöld eitt ])egai- Arnold þurfti í raun og veru að fara aftur til skrifstofunnar til að vinna eftirvinnu. Hann lét mig vita af fyrirætlunum sínum: Ég átti að taka hann klukkan 10 og fara með hann til vinkonunnar áður en hann færi heim til sin. Ég runtaði um og var kominn.á slaginu 10 að skrifstofunni, þar sem liann beið mín. Hann steig inn í bilinn og kastaði á mig kveðju. Hann virtist annars hugar. Ég lagði ekki hart að honum; ef Arnold var með CARROLL MAYERS eitthvað í huga, ])á kom mér það ekki sérstaklega við. En þegar hann var þögull alla leiðina og hafði ekki einu sinni sagt orð um veðrið þegar við kom- um að íhúð vinstúlkunnar, spurði ég liann: „Er allt í lagi, herra Arnold?“ „Ha?“ ,.Er allt i lagi með þig? Ég meina . . . þú liefur verið heldur fámáll." Hann andvarpaði og horfði fast á mig. „Það hef- 'ur eiginlega aldrei komið til tals, Harrv . . . en ertu kvæntur ?“ Ég glotti. „Nei, (') nei. Ég er frjáls eins og fugl- inn.“ Arnþld andvarpaði aftur. „Þá veiztu sennilega ekki mikið um konur.“ það nú. Ég á systur." „Er hún einhleyp?“ „Já.“ „Búið þið saman?“ Ef til vill var ég kominn á hálan ís, þar sem systir min, virkrlega fjörug stelpa, var einmitt sú sem liafði sagt mér frá því sem Arnold gerði utan vinnu- tima. Reg hafði fengið vinnu við fvrirtæki Arnolds se\ mánuðum áður og vann þar við spjaldskrá. „Nei,“ svaraði ég. „Við húum í sitthvoru lagi.“ Hann kinkaði kolli. „Ég hélt það . . . miðað við framkomu þina. Þið húið í sitthvoru lagi — og það þýðir, að hún getur ekki gert of miklar kröfur til þín.“ Ilann liikaði andartak en hætti svo við í um- kvörtunartón: „Það er vandamálið með konur, Ilarry. Þær eru svo eigingjarnar og skilja alls ekki karlmenn." Ég var ekki viss um, livað hann var að fara, svo að ég yppti öxlum. „Ætli það,“ sagði ég. „'Nei, það er alveg rétt. Tökum til dæmis Maxine . . . vinkonu mína — eða hvað þú vilt kalla hana. Ég hef verið örlátur við hana, gefið henni skart-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.