Vikan - 16.03.1972, Page 21
Kumul! Ég hafði verið svo viss
um að David Farelly væri úr
allri hættu, að mér leið illa við
þá tilhugsun. Querol tók aftur
í handlegginn á mér. — Farðu
inn og reyndu að hvíla þig,
sagði hann. — Við getum hvort
sem er ekkert gert fyrr en
birtir.
Jonathan hafði lagt sig á einn
bekkinn og mér til undrunar
var hann sofandi. Það var ein-
kennilega mikil ró yfir ung-
legu andliti hans. Jacky lá á
öðrum bekk, en hún var vak-
andi. Þegar við Querol komum
inn, sneri hún sér til veggjar
og sagði ekki nokkurt orð.
Querol náði í teppi, sem hann
fékk mér. — Þú verður að
láta þér þetta nægja og leggj-
ast á gólfið, hvíslaði hann.
Ég kinkaði kolli til samþykk-
is og benti með höfðinu til
Jonathans, sem hafði lagt byss-
una í handarkrika sinn.
— Ég veit, sagði Querol. —
En láttu mig um það. Ég ætla
að bíða svolítið lengur.
Ég vafði mig inn í ábreiðuna
og teygði úr mér á gólfinu við
hlið Mooneys. Áður en ég sofn-
aði, sá ég að Querol mjakaði
sér í áttina til Jonathans, lyfti
upp handlegg hans og hrifsaði
byssuna til sín. Síðan gekk hann
að borðinu og settist þar með
byssuna á hnjánum. Jonathan
bærði ekkert á sér.
Um dögun vakti Querol mig.
— Ég fer með Jonathan yfir
til Kumul, sagði hann.
Hann leit ískyggilega illa út,
náfölur og kinnfiskasoginn.
Jonathan stóð hljóður við hlið
hans. Hann hlaut að hafa sætt
sig við að Querol hafði tekið
af honum byssuna. Var hann
kannski farinn að gera sér í
hugarlund hvernig David liti
út, þar serri hann lægi við
klettana, með brostin augu go
brotin bein? Var hann farinn
að iðrast og vonaði hann að
ekkert hefði skeð?
Ég fylgdi þeim út. Það var
ennþá dimmt yfir, þó sást rauð
rönd við sjóndeildarhring. Ég
leit yfir til Kumul og skalf í
morgunkulinu.
Querol gekk á undan niður
að ströndinni, sama stíg og ég
hafði hugsað mér að fara dag-
inn áður, en ekki þorað af ótta
við að mæta Leigh. Stígurinn
lá niður að bátabryggju og þar
iá Rita Rina- Þeir höfðu ekki
einu sinni hirt um að fela bát-
inn. Ó, ef ég hefði aðeins geng-
ið þennan sama stíg daginn áð-
ur!
Ég stóð á bryggjunni og sá
Jonathan skrönglast um borð.
Querol kom á eftir með byss-
una.
—• Viltu ekki að ég komi
með? spurði ég.
— Nei, Ross, þú hefur gert
nóg. Jonathan getur ekki gert
mér mein, meðan ég hef þessa.
Hann veit að ég kann að nota
hana. Querol lyfti byssunni
upp. - Farðu og reyndu að
hressa þau hin við.
Ég stóð kyrr þar til Rita
Rina var komin í gang. Þá
gekk ég aftur upp að skýlinu.
Jacky var að reyna að kveikja
eld fyrir utan. Ég fór til henn-
ar og sagði henni hvar faðir
hennar og Jonathan væru og
spurði hana hvort hún hefði
sofið vel.
— Lítið, sagði hún.
— Nú er það versta yfirstað-
ið, Jacky . . .
— Já.
Ég hikaði. — Jacky, get ég
gert nokkuð til að hjálpa þér?
— Já, þú getur fyllt skaft-
pottinn með vatni. Við þurfum
að fá eitthvað heitt.
— Ég átti ekki við það. Ég
settist við hlið hennar. — Ég
var ekki beinlínis að hugsa um
húsverkin . . .
Hún beygði sig yfir eldinn og
bætti spýtum á hann. — Láttu
mig í friði, tautaði hún, án þess
að líta upp. — É'g veit ekki
hvað ég á að hugsa eða hverju
ég á að trúa. Ég get ekki meir,
eins og er.
En ég var þrár, ég varð að
fá að vita hvernig henni var
innan brjósts. — Það getur ekki
verið að þú elskir Jonathan
ennþá?
Þá leit hún á mig með tárin
í augunum. — Góði Ross, ég
bað þig að láta mig í friði!
Ég gat því ekki gert annað
en að fara inn í skýlið og sækja
skaftpottinn.
Querol og Jonathan komu
aftur eftir hálftíma. Sem svar
við spurningunni í augum mín-
um, hristi Querol höfuðið.
Nei, ekkert. Við gengum með
allri suðurströndinni en fund-
um ekki neitt.
Okkur létti öllum ósegjan-
lega mikið. En á Jonathan var
tómleikasvipur. Við vorum þög-
ul, þegar við fórum að búa
okkur undir að fara frá Kan-
agna. Enginn minntist á það
sem skeð hafði um nóttina. En
allt í einu sagði Jonathan, bit-
ur í bragði: — Þvílík mistök.
Ég fyrirgef ykkur aldrei það
sem þið hafið gert!
Hann hlaut að vera ennþá
brjálaðri en ég hafði haldið,
en jafnvel ekki það gat kom-
ið í veg fyrir að ég spurði:
Fyrirgefa okkur! Ég held að þú
ættir ekki að hugsa um það
nú. Þú ættir heldur að hugsa
um það sem bíður þín, þegar
við komum aftur til San Se-
bastian!
Hann horfði á mig, skilnings-
vana augum.
— Viltu útskýra það betur.
David er ennþá á lífi og þetta
með Leigh var slys. Ég hef ekki
gert neitt af mér.
Ég fann svo mikið óbragð í
munninum að ég gat ekki sagt
neitt fleira við hann.
Klukkustundu síðar gengum
við um borð í Rita Rina og
Querol tók stýrið. Við höfðum
verið tíu mínútur eða svo á
leiðinni og vorum um það bil
að sigla fyrir eystri oddann,
þegar sólin brauzt fram úr
skýjaþykkninu. Þá öskraði
drengurinn: — Ross, það er
eitthvað að Jonathan. Hann er
veikur.
Jonathan hallaði sér fram,
barði með hnefunum á enni sér
og stundi. — Nei, nei, nei!
Hann beygði sig alveg saman
og kjökraði, eins og af sárs-
auka.
— Hvað er að? Ég hallaði
mér að honum, tók undir axlir
hans og spurði, en hann hvorki
svaraði mér ,eða leit á mig. Þá
sagði Querol, án þess að sleppa
stýrinu: — Hann er ekki frek-
ar veikur en ég. Sjáðu!
Ég reis upp til að sjá betur.
Fyrir framan okkur var bryggj-
an, sem við höfðum fyrst kom-
ið að á Yabbie. Og við bryggj-
una lá Convenant vaggandi og
það skein á seglin í sólinni.
Querol stýrði upp að bryggj-
unni og lagðist upp að hinum
megin. David Farelly beið eft-
ir okkur. Hann var jafnvel
hærri vexti en Querol, stælt-
ur, sinaber og magur með sól-
brúnt andlit. Augu hans voru
skærblá og augnaráðið stöðugt
og hvasst, en það brá fyrir tor-
tryggni, þegar hann sá mann-
skapinn, sem var um borð í
Rita Rina og gekk upp á
bryggjuna. Sá eini sem var
kyrr um borð var Jonathan.
— Jacky! Farelly gekk skref
í áttina til hennar. — Hvað í
herrans nafni ertu að gera hér?
— Ó, David! Meira sagði hún
ekki, en svo flaug hún upp um
hálsinn á honum og faldi and-
litið við brjóst hans. Hann
vafði hana mjúklega örmum
og strauk á henni hárið, eins
og til að róa hana. — Hvað í
ósköpunum ert þú að gera hér,
já, og þið öll? Hvað í fjandan-
um hefur komið fyrir vitann?
í fyrstu svaraði enginn. Síð-
an sagði ég hikandi: — Svo
þér tókuð eftir því? Ég á við
að þetta var ekki vitinn á Kum-
ul?
Hann horfði á mig með óþol-
inmæði. Auðvitað gerði ég
það. Ef ekkert ljós hefði verið
á honum, þá hefði ég kannski
ekki hugsað út í það — það
1 1. TBL. VIKAN 21