Vikan


Vikan - 16.03.1972, Page 36

Vikan - 16.03.1972, Page 36
PEDIMAN hand- og fótsnyrtitæki er gæðavara frá Sviss TORCH BRAND Fótboltaskór BOBGARFHL Skólavörðustíg 23 EIGULEGAR FERMINGARGJAFIR Slmi 11372 Gérard las þetta úr augum Daniéle. — Er eitthvað sérstakt að mér? spurði hann. — Þú lítur . . . Daniéle hikaði. — Þú lítur út .fyric að vera þreyttur . . . Þú ert líka þroskaðri nú. Þetta var hvorttveggja rétt, en það var líka eitthvað annað. — Þú lítur út fyrir að vera 'reiður, sagði hún svo. -— Það er ég líka, sagði Gér- ard og varir hans leituðu að hálsi hennar. Hún lokaði aug- unum. —- Eg hef saknað þín. Gér- ard gat ekki sleppt henni, hann varð að þrýsta henni fast að sér til að fullvissa sig um að hún væri raunveruleg. — Ég hef ekki fengið bréf- in þín, tautaði hann. — Þeir eru allir á verði. Ég verð brjál- aður i þessu fangelsi. Hann stóð á öndinni. í sund- urslitnum setningum reyndi hann að lýsa fyrir henni hve hræðileg þessi einangrun væri. þessi fangelsisvist. ;— Ég verð brjálaður, endur- tók hann. — Skilufðu það. Ég berst gegn þeim öllum . . . En nú er ég búinn að fá nóg af þessu, alveg nóg . . . Daniéle horfði á hann í djúpri alvöru. — Geturðu ekki lengur bros- að til mín? Hann reyndi það en varð að líta niður. — Hvar býrðu? — Á einhverju geysistóru veitingahúsi, svaraði Daniéle. Hann leit upp og horfði í augu hennar. — Eigum við ekki að fara þangað? Daniéle kinkaði kolii. Gér- ard þrýsti henni að sér einu sinni enn. — Megum við líta á skilríki ykkar, sagði rödd fyrir aftan þau. Þau hrukku hvort frá öðru. Renault Estafette hafði rennt upp að bíl Daniéle. Tveir lög- regluþjónar komu til þeirra. — Skilríki ykkar, endurtók annar þeirra. — Takk fyrir . . . Gérard yppti öxlum. dró veskið upp úr rassvasanum og sýndi þeim nafnskírteini sitt. Daniéle beygði sig til að ná inn í bílinn sinn. Það var eins og lagaverðirnir héldu að hún ætlaði að aka burt, en þeir sáu fljótlega að hún var aðeins að ná í töskuna sína. Hvað er um að vera? spurði Gérard. Hvað hefur komið fyrir? Lögregluþjónarnir svöruðu ekki. Þeir ætluðu fyrst að at- huga skilríki konunnar. Dani- éle rétti þau fram. Annar lög- regluþjónninn leit á þau laus- lega og virtist ánægður. — Þið verðið að koma með okkur á lögreglustöðina, sagði hann . . . Framhald í næsta blaði. ROD STEWART Framhald af bls. 19. það að sviðsframkoma mín sé í rauninni einskonar framleng- ing af sjálfum mér. Ég hef allt- af verið mikið fyrir að sýnast og það sama má segja um hina í Faces. Ég er bar ekki hógvær, ég hef alltaf vijað vera áber- andi. Ég vil standa upp úr. — Þú átt það sameiginlegi með Jagger að fólk af báðum kynjum lítur á þig sem eins- konar kyntákn. Gerir þú þér grein fyrir þessari tvíkynja ímynd? — Áttu við hommavesenið? Já, já. Auðvitað. En allt glys hefur eitthvað slíkt í för með sér og glys er það sem vantar í poppheiminn í dag. Ég er glys- gjarn sjálfur og mér finnst það rnikils virði. En við gætum ekki verið það ef við værum ekki góðir músíkantar. Faces eru góðir músíkantar, það er góð hljómsveit, en það sem er fyr- ir utan músíkina kemur okkur einnig til góða. Ég læt mér ekki detta í hug að fara í aðra hljómsveit. — Þú hljómar ekki eins og þú takir sjálfan þig mjög al- varlega — Nei, áður fyrr tók ég sjálf- an mig ósköp alvarlega. Það var þegar ég var með Jeff Beck og þegar ég óskaði þess öllum stundum að ég væri blökku- maður — ég var þá brjálaður í blues. Það er kjánalegt. Mað- ur á að vera maður sjálfur og það er það sem ég nýt núna, Ég var vanur að eyða mörgum klukkutímum i að herma eftir blues-söngvurum, mamma varð öskureið og ég fékk illt í háls- inn. Nú hljóma ég eins og ég með barkahimnubólgu en ég fæ aldrei slæmt í hálsinn. — Hversu mikils virði var þér að flœkjast um Evrópu? — Ja, í fyrsta lagi var það algjöriega ógleymanlegt. - Ég hætti að semja með bróður mín- um eftir að ég hætti í iistaskól- anum og fór til Parísar með Wiz7. Jones. Þar hittum við Mempliis Slim og ég spilaðí með honum í klúbb þar um tíma. Megnið af Frakklandi og Spáni sá ég fyrir 3 pund (tæpi. 700 kr.). í Barcelona sváfum við á bekkjunum á fótboltavell- inum, en í St. Tropez betluðum við á ströndinni og höfðum stundum 50 peseta á timann. En á endanum vorum við hand- teknir fyrir flakk og sendir heim aftur — á þriðja farrými! — Hver hafði mest áhrif á þig í upphafi? — Pabbi gamli vildi að ég yrði atvinnumaður í knatt- spyrnu og ég var. um tíma á samning hjá Brentford,' en hafi einhver haft áhrif á mig hefur það sennilega verið Long John Baldry Þá var ég búinn að fara í gegnum tímabil sem eiginlega drap niður allt sjálf i mér; það var þegar ég var með Jimmy Powell, hann vildi ekki leyfa mér að syngja vegna þess að hann var afbrýðisamur, svo ég stóð öll kvöld og kjamsaði á munnhörpu. Ég hitti John á hóteli í Richmond, þar sem Rolling Stones bjuggu. Hann var í hljómsveit sem hét The Cyril Davies All Stars“. Svo lét Cyril lífið á heldur hörmu- legan hátt og þá stofnaði John „The Hoochie Coochie Men“ og ég slóst í hópinn. Hann hjálp- aði mér mikið og kom mér eig- inlega af stað. — Á hverja hlustaðir þú i þá daga og hverjir voru þín goð? — Ég hlustaði mikið á Ramb- lin‘ Jack Elíiott, Woody Guthrie og Bob Dylan. Ég leit eiginlega aldrei á mig sem blues-söngv- ara og geri það raunar ekki enn. Ég er þjóðlagasöngvari ef ég er eitthvað. Það var John sem kynnti mig fyrir Big Bill Bronzy og Joe Williams, en inaðurinn sem ég hef alltaf dáðst að er A1 Jolson. Ég á ábyggi- lega hundrað plötur með hon- um, hef séð allar myndirnar hans og er sannfærður um að uann hafi verið mesti skemmti- kraftur sem heimurinn hefur átt. Það var hann sem gerði það að verkum að dægurtón- list varð viðurkennd. — Ert þú sammála þeirri skoðun að hvítir tónlistarmenn steli tónlist og menningu blökkumannanna? — Já og nei. Einu sinni reyndi ég svo ákaft að hljóma eins og blökkumaður, að það varð hlægilegt. Það var þegar ég var að syngja „Midnight Hour“ og svoleiðis nokkuð. Hitt er svo annað mál, að Cyril Dav- 36 VIKAN 11. TBL.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.