Vikan


Vikan - 16.03.1972, Síða 45

Vikan - 16.03.1972, Síða 45
<w> FRÁ RAFHA RAFHA eldavél, gerð 2650, með föstum hellum, 30 ára reynsla. - ÓDÝRASTA RAFMAGNSELDAVÉLIN á markaðinum. - Heim- keyrsla og Rafha ábyrgð. VIÐ 0ÐINST0RG - SIMI 10322 alveg stjórn á mannfjöldanum, sem reif niSur tjaldið og bók- staflega réðist að ekkjunni og reif utan af henni yfirhöfnina. Það tók fimmtán mínútur að koma henni út að bílnum og ekki nóg með það, þá réðist múgurinn að bílnum og ruggaði honum fram og aftur þangað til bílstjóranum tókst loksins að aka burt. Það leið langur tími þangað til Elizabeth Taylor áttaði sig á því að Todd væri látinn. Hún vissi að hann hélt áfram að lifa í henni sjálfri og dótturinni Lizu, sem með árunum líktist æ meir föður sínum, bæði í útliti og skapgerð. Liz bar í mörg ár giftingarhringinn, sem tekinn var af fingri Mikes, þegar brunnið lík hans var tekið út úr flakinu. Það var Richard Burton, sem fékk hana til að taka hringinn af sér. Flestum finnst þeir þekkja kvikmyndastjörnurnar út og inn. Það er ómögulegt fyrir stjörnu, sem er orðin fræg, að fá að hafa einkalíf sitt í friði. Allt er dregið fram í sviðsljós- ið, jafnvel viðkvæmustu mál. Það eru á einhvern hátt óskrif- uð lög að áhorfendur „eigi“ þetta fólk. MISTÖKN MEÐ FISHER Elizabeth Taylor hefir fengið að kenna á þessari ofurást að- dáenda, meira en margur ann- ar. Mestan hluta ævinnar, í blíðu og stríðu, hefir líf hennar verið opið fyrir almenningi og það var móðir hennar sem hóf þennan hættulega leik. Þess- vegna „vissu allir“ hversvegna hún og bezti vinur Mikes, Eddie Fisher, leituðu huggunar hvort hjá öðru eftir lát Todds, og fundu þann stuðning að það endaði með því að þau giftu sig. Almenningur fylgdist vel með, því að eiginkona Fishers, Debb- ie Reynolds var „unnusta Am- eríku“. Það urðu mikil læti og leiðinleg gagnrýni á þessu háttalagi þeirra, þegar það bgrst út að þau væru gift. Það var sagt að Elizabeth Taylor hefði lokkað Fisher frá konu og barni og það stóð ekki á bölbænum og fordæmingum. Þetta varð til þess að Fisher glataði vinsæld- um sínum, enda var frægð hans ekki byggð á það föstum grund- velli að hún stæðist slíkt áfall. Skilnaðurinn frá Debbie og hjónaband hans og Liz, urðu honum að falli og haiin lét al- gerlega bugast. Elizabeth, aftur á móti, tók öllum árásum með stakri ró. Hún stóð það föstum fótum á frægðarbraut sinni að hún beið alls ekki hnekki hvað listina snerti. Það leið ekki langur tími þar til það rann upp fyrir þeim báð- um að hjónaband þeirra væri algerlega misheppnað. Liz reyndi að halda því saman, henni hraus hugur við að ganga út í hjónaskilnað á ný. En sam- búð þeirra var óbærileg og hún vissi ekki hvernig hún átti að snúa sér í þessu máli. HELSJÚK í LONDON Svo skeði það sem næstum varð henni að aldurtila. Þegar hún var í London fékk hún lungnabólgu, svo slæma að læknarnir hugðu henni ekki líf. En hún náði sér. En þessi sjúkdómslega olli straumhvörf í lífi hennar. Eftir að hafa verið á mörkum lífs og dauða, var eins og hún yrði frjáls, losnaði að mestu leyti undan álögum frá fortíðinni, líka böndunum sem bundu hana við Mike Todd; hún sagði sjálf að hún væri sem endurborin. Elizabeth Taylor var tuttugu og níu ára og ný- byrjuð að leika í kvikmyndinni „Cleopatra", hinni skrautlegu kvikmynd, sem kostaði svo margar milljónir og unnið var að í fimm ár. Meðan á upp- töku myndarinnar stóð, kynnt- ist hún Richard Burton og hann varð hin nýja og mikla ást í lífi hennar ... Framháld í nœsta blaSi EMIL ZATOPEK Framhald af bls. 11. hættuna, þegar Zatopek nálg- ast jafnt og þétt; þeir hlupu nú hlið við hlið; Heino lagði sig allan fram, en árangurs- laust. Sigurvilji og kraftur Zatopeks var enn meiri, og hann fór fram úr hægt en ör- uggt, og sleit markþráðinn ein- um metra á undan. Tímarnir: Zatopek 14:15,2 og Heino 14:15,4. Finnarnir voru ákaflega von- sviknir og þeir leyndu því ekki. Heino kom ekki til verðlauna- afhendingarinnar og þegar Zatopek stóð einn á verðlauna- pallinum, fannst áhorfendum nóg komið og létu í Ijós ó- ánægju sína. Landi þeirra hafði ekki sýnt hinn rétta íþróttaanda. Það hljóp einhver inn í búningsklefann og náði í Heino. Zatopek var mjög særður, þegar Finninn neitaði að taka í hönd hans. En það voru margir aðrir, sem óskuðu honum til hamingju með sigur- inn. Lítil finnsk stúlka rétti honum fallegan blómvönd og sagði á tékknesku: „Ég óska yður til hamingju, herra Zato- pek.“ Kanntu tékknesku, hróp- aði Zatopek glaður. En svo var ekki. Nokkrir tékkneskir hnefa- leikarar höfðu verið á keppn- isferðalagi í Finnlandi og kenndu henni þessa setningu, en þetta atvik gladdi Zatopek mjög. Zatopek var þreyttur eftir þennan erfiða dag, en hann hafði lofað sænskum blaða- mönnum viðtali klukkan 8.30 morguninn eftir. Hann varð ekki lítið undrandi, þegar hann var vakinn klukkan 6,30 af allt öðrum fréttamönnum, en beðið höfðu um viðtalið. Þeir höfðu þá frétt af viðtali þeirra blaðamanna, sem áttu að koma klukkan 8,30 og vildu verða á undan, en blað þeirra kom út síðdegis. Zatopek svaraði spurn- ingum þeirra og fór síðan með þeim til íþróttaleikvangsins, en þar vildu þeir fá mynd af honum við hlið myndastytt- unnar af Nurmi hinum fræga. Þegar þeir báðu hann að klifra upp á styttuna, var honum aft- ur á móti nóg boðið og þver- neitaði því. Zatopek fór með járnbrautarlest frá Helsinki til Turku, en þar steig hann á skipsfjöl áleiðis heim. Hann lcunni vel við sig á skipinu, það var sungið á hafnarbakk- anum, þegar skipið fjarlægð- ist, finnskir stúdentar voru að kveðja vini sína. Hressandi sjávarloftið hafði góð áhrif á Zatopek og hann tók gleði sína á ný. Þar sem hann stendur við borðstokkinn, heyrir hann allt í einu sigri hrósandi rödd: Oh, herra Zatopek, hvílík heppni. Hann sneri sér við og þarna stóð hann gegnt fréttamönnun- um tveimur, sem ætluðu að tala við hann um morguninn. Það þýddi ekkert að mótmæla. Hann fór með þeim, honum var boðið til miðdegisverðar í skip- inu og myndavélin var ávallt á lofti. Hann fór með þeim út á þilfarið og ljósmyndarinn fékk þá hugmynd að láta hann hlaupa þar, eins og Gunder Hagg gerði, þegar hann fór til keppni í Bandaríkjunum áður fyrr. Zatopek var hinn þolin- móðasti og gerði eins og um var beðið. En blaðamennirnir voru ekki ánægðir. Þeir báðu hann að gretta sig eins og hann gerði í keppni. Svona, sagði Il.TBL. VIKAN 45

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.