Vikan


Vikan - 16.03.1972, Page 46

Vikan - 16.03.1972, Page 46
blaðamaðurinn. En þá missti Zatopek þolinmæðina og sagði, að nú væri nóg komið. Emil Zatopek var orðinn heimsfræg- ur og hann hafði sjaldan frið fyrir áleitnum fréttamönnum. Árið 1947 setti Zatopek fjölda tékkneskra meta, en um keppni var aldrei að ræða, nema er- lendir hlauparar væru með. En framundan var olympíuárið 1948. Emil Zatopek hlaut olymp- ísk gullverðlaun í fyrsta sinn, er hann sigraði í 10 km hlaupi á Olympíuleikunum í London 1948, en framundan var 5000 metra hlaupið og í þeirri grein bjóst hann við harðari keppni. Úrslitahlaupið fór fram á mánudegi. Það rigndi, eins og hellt væri úr fötu. Það voru pollar á brautinni, hún var þung og erfið. En áhorfendur tóku varla eftir veðrinu, það sem greip hugi þeirra var: Tekst Zatopek einnig að sigra í þessari grein? Fyrir hlaupið spurðu sænsk- ir blaðamenn Zatopek, hver hann héldi að myndi sigra í hlaupinu. Hann vonaðist auð- vitað sjálfur til að sigra, en Svíinn Erik Ahlden gat orðið honum erfiður. Hann svaraði: — Ég held að Ahlden sigiri. Þrír Finnar og þrír Svíar tóku m.a. þátt í úrslitahlaupinu. Það voru margir Svíar meðal áhorf- enda og þeir fögnuðu sínum mönnum innilega er þeir birt- ust á brautinni. Þegar Zatopek kom í ljós fékk hann góðar mót- tökur. Áhorfendur kölluðu í kór, Zatopek, Zatopek ... Allir dáðu þennan baráttuglaða hlaupara. Auk þess vissu áhorf- endur, að þar sem Zatopek var, gat allt gerzt. Zatopek sem hafði númer 203 á brjóstinu, hljóp hratt og tók fljótlega forystuna, með Reiff, Ahlden og Slikjhuis á hælun- um. Fvrstu 3 kílómetrana hélzt röðin óbreytt og regnið lamdi hlauparana í andlitið. Gadd- arnir gengu niður í gljúpa hlaupabrautina. Reiff, sem vissi að eina von um sigur, var að sleppa ekki Zatopek meter frá sér, fylgdi honum eins og skugg- inn og leðjan frá skóm Zatopek gekk yfir hann. Áhorfendur hrópuðu ákaft á Zatopek. Þrátt fyrir hið óhagstæða veður var hraðinn mikill og allt benti til þess, að sigurvegarinn myndi stórbæta olympíska metið. Helztu keppinautar Zatopeks höfðu ekki tekið þátt í 10 km hlaupinu fyrsta dag OL og voru því óþreyttir. Zatopek minnk- aði hraðann og Reiff fór fram úr honum og síðar Síikjhuis. Brátt var bilið milli Reiff og Slikjhuis orðið um 60 metrar og Slikjhuis var um það bil 30 metrum á undan Zatopek. Zatopek gerði allt sem hann gat til að auka hraðann, en hinir blýþungu fætur hans neituðu að hlýða í þetta sinn. Bilið hélzt óbreytt. Hann var farinn að sætta sig við að hljóta bronsverðlaun eða jafnvel fjórða sæti í hlaupinu. Áhorf- endum fannst þetta eðlilegt. Það eru takmörk fyrir því, hvað hægt væri að ætlast til af einum manni. Og hversvegna skyldu ekki fleiri fá laun erfiðis síns. Síðasti hringurinn hófst, Slikj- huis gerði allt hvað hann gat til að nálgast Reiff, en Belgíu- maðurinn var á verði og bilið mjókkaði ekki. Slikjhuis gafst udi) við að reyna að ná Reiff, en reyndi aðeins að halda ferð- inni óbreyttri. Þegar 200 m voru eftir í mark var Reiff um það bil 60 metrum á undan Slikj- huis og Slikjhuis 30 metrum á undan Zatopek. En þá gerðist það. Þeir sem voru svo hamingju- samir að sjá baráttuna um sek- úndur og metra þennan rign- ingardag í London, munu al- drei glevma þvi. íþróttafrétta- menn rifja þennan atburð upp æ oní æ. Það sem gerðist, var að Zato- pek tók allt í einu að auka hraðann þegar marksnúran var í nánd. Hann jók hraðann eins og ósjálfrátt. Takturinn varð hraðari. Hann gladdist svo yfir því að vera orðinn herra yfir siálfum sér ef svo má segja og hugur hans varð enn meiri en eha. Hann sá Slikihuis horfa aftur skelfdan á svip. Zatonek gevstist áfram, hann setti höf- uðið undir sig og hann gretti sig svo sannarlega. Hann skauzt fram úr Slikjhuis og þegar síð- ustu beygjunni var að ljúka var Reiff aðeins 20 metrum á und- an honum. Zatopek fann gieði- straum fara um sig. Hann sá bakhluta Belgíumannsins, Reiff hafði ekki tekið sinn fræga endasprett, hlaupalag hans var óöruggt og hann næstum skjögraði. Þá blossaði keppnis- skapið upp í Zatopek. Hann gat náð honum. Zatopek tók á öllu, sem hann átti til, handleggirn- ir sveifluðust ótt og títt og fæt- urnir gengu eins og stimplar í vél. Áhorfendur gripu andann á lofti og fagnaðarlætin voru óskapleg. Reiff áleit fyrst, að verið væri að fagna sigri hans. Honum hafði aldrei komið til hugar, að nokkur gæti tekið sigurinn frá honum, úr því að hann hafði svo mikið forskot. Einhver áhorfandi hlýtur að hafa vakið athygli Reiff á því hvað var að gerast, og að sigur hans væri í hættu. Einnig hlýt- ur hann að hafa heyrt nafn Zatopeks kallað. Hann leit ó- sjálfrátt aftur og sá þá andlit Zatopeks, uppljómað af ótrú- legum sigurvilja og baráttu- gleði. Óttinn um, að sigurinn kynni að ganga honum úr greipum jókst, og hann reyndi allt hvað hann gat til að auka hraðann. Hann kom einnig frá smáþjóð, sem aldrei hafði. hlot- ið olympísk gullverðlaun. Mill- jónir landa hans treystu á hann. f mörg ár hafði hann undir- búið sig fyrir þessi átök. Reiff reyndi enn að auka hraðann, en hann var ekki eins sterkur og keppinautur hans. Kraftar hans voru algerlega þrotnir. Fæturnir voru máttvana og ferðin jókst lítið. Enn leit hann aftur og sá, að Zatopek hafði nálgast enn meir. Þetta var barátta upp á líf og dauða. Reiff sá marksnúruna framundan. Sigur Belgíu var næstum í seil- ingu. Sigurinn — fáninn á sig- urstönginni, frægðin og allt sem henni fyigdi. En rétt á eft- ir honum var óþreytandi keppi- nautur hans. Reiff næstum heyrði andardrátt Zatopeks. Hann kom nær og nær. Það voru tíu metrar í mark, 5 metr- ar. Belgíumaðurinn tók á öllu sínu þessa síðustu metra og allt í einu fann hann, að hann snerti marksnúruna; stærsti draumur hans var orðinn að veruleika. En Zatopek hafði gert það, sem öllum öðrum hefði verið ógerlegt. Á síðustu 200 metr- unum hafði hann nálgast Reiff um 60 metra og var aðeins tveimur metrum á eftir honum í mark. Tími hans var aðeins úr sekúndu lakari, en tími Reiffs. Gaston Reiff var óstjórn- lega glaður, hann veifaði mann- fjöldanum. Hann hafði sigrað fyrir Belgíu. Tími Reiffs var 14:17,6 og Zatopek hljóp á 14:17,8. Báðir tímarnir voru mun betri en gamla olympíu- metið, sett í Berlín 1936. Hvað hefði gerzt við betri skilyrði? Slikjhuis varð þriðji, en tími hans var 10 sekúndum lakari. Fjórði varð Ahlden, þá kom Albertsson, einnig Svíi og loks Bandaríkjamaðurinn Stone. Landar Zatopeks voru mjög ánægðir með silfurverðlaunin, en Zatopek var hálfhnugginn yfir þessu. Ekki svo mjög að Reiff hefði unnið, heldur ásak- aði hann sjálfan sig fyrir að hafa ekki hafið endasprettinn fyrr. — „Þá hefði ég unnið,“ sagði Zatopek. — Tapið er mín eigin sök, sagði hann. Allir voru á sömu skoðun, en afrek hans í þessu hlaupi var samt stórkostlegt og ógleymanlegt, þeim sem sáu. Frjálsar íþróttir hafa ávallt verið aðalgrein Olympíuleikj- anna og sú grein, sem mesta athygli vekur. Hverjir muna ekki eftir Nurmi, Owens og Thorpe og nú var Zatopek kom- inn í þennan hóp. Að vísu má ekki gleyma þætti hollenzku konunnar, Fanny Blankers-Ko- en, sem hlaut fern gullverðlaun í London. Blaðamennirnir áttu ekki nógu stgrk orð til.að lýsa hrifn- ingu sinni á þessum stórkost- lega hlaupara. „Hin mennska eimreið", sagði einn og „Raf- hlaðan, sem aldrei eyðist,“ sagði annar. Franski blaðamaðurinn Magnan sagði m.a. „Zatopek hleypur fyrst og fremst eins og maður. Eins og maður, sem veit hve mikið hann þolir og hve mikið hver hringur kostar." Að Olympíuleikunum lokn- um kom Zatopek við í Belgiu og tók þátt í 3000 m hlaupi. Hann sigraði auðveldlega. Við heimkomuna til Prag var hon- um fagnað sem þjóðhetju. Öll þjóðin bauð hann velkominn. Það sem gladdi hann mest var, að foreldrar hans komu á flug- völlinni, til að fagna hinum frækna syni. En næstu mánuð- ir vor'u erfiðir. Allir vildu sjá þennan fræga landa. Honum var boðið á fjölmörg íþrótta- mót. Þetta var erfitt, en Zato- pek gat ekki neitað. Hann var hræddur um að landar hans teldu, að hann þættist of góður fyrir þá eftir hina miklu vel- gengni á Olympíuleikunum. . Zatopek varð sérstaklega minnisstætt eitt hlaup þetta sumar í Brno. Hann sigraði að sjálfsögðu, en hlaut í verðlaun bikar, skammbyssu og gítar. Bikarnum var stolið, skamm- byssunni týndi hann, svo hann sat aðeins uppi með gítarinn. Á 46 VIKAN ll.TBL.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.