Vikan


Vikan - 24.08.1972, Blaðsíða 6

Vikan - 24.08.1972, Blaðsíða 6
SÍÐAN SÍÐAST MOLOTOV Á HROSSIÐ Ekki fer á milli mála, að stúdentar og aðrir minnihlutahópar sem mótmæla og lenda í útistöðum við lögreglu og yfirvöld, hafa oft fyllilega á réttu að standa, enda værum við heldur illa á vegi stödd ef engum dytti í hug að hrófla við kerfinu. Og til að hrófla við kerfinu — svo ekki sé talað um að bylta því — þarf oft að beita dá- lítið hrottalegum aðferðum. Það reyndu stúdentar í Bogotá í Columbia nýlega, þegar til bardaga kom á milli þeirra og lögreglumanna ríðandi á hestum. Lögreglumaður nokkur hafði skotið til bana eina þrjá stúdenta, þeg- ar félagar þeirra hentu bensínsprengju, svokölluðum Molotov-kokkteil, í hest hans. Hesturinn féll að vonum og þá grýttu stúdentarnir hann grimmilega. Lögreglumaðurinn, Salume Martini- nez, féll grátandi niður við dauðan hestinn og stúdentarnir töpuðu samúð almennings. <««««<«««««««-<-<-<-«««<«««■<■<■«■«« <<««««< '' 'r w— Um áramótin 1970—71 voru nær 73 baðað sig og sleikt sólina í Adams- og;' ^milljónir bíla af ýmsu tagi til í Evrópu. Evuklæðum einum. Lögregluríki Fran-'r cos er hætt að skipta sér af því, en'r ekki er lengra síðan en 10 ;'Þar af voru 64 milljónir einkabíla, 8,5 'rmilljónir leigubíla og 311.000 rútur og 'rflutningabílar. Er það 78% aukning á aðeins átta árum. Mest er af bílum í ÝSvíþjóð. 'r Y - I Maspalomas, 60 kílómetra frá mið- 'rborg Las Palmas, geta túristar nú N r ár, að nor-^ rænum stúlkum var vísað úr landi suð-J' ur þar fyrir að sýna sig á bikini. Nú'^ er aftur á móti túrisminn kominn tiLr sögunnar sem mikilvægur gjaldeyris-'^ afli Spánverja og því er þagað. 'r 'r ««:< «« < ««««««« ««« <<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<<< «« — Hjartapillur fyrir forstjórann, lifrarpillur fyrir skrifstofustjórann, róandi pillur fyrir deildarstjórann . . . ! SPORT, SPORT, SPORT! í New Orleans í Louisiana í Banda- rikjunum, fæðingarborg jazzins, er nú verið að byggja íþróttahús sem á að verða það stærsta í heimi. Allavega eru það orð þeirra, sem að bygging- unni standa. Salur þessi á að vera til- búinn 1974, en ekki var þess getið 1 fréttinni, hvort það væri til að sam- gleðjast íslendingum á 1100 ára afmæl- inu; Bandaríkin verða 200 ára 2 árum síðar, 1976. 80.000 manns munu kom- ast fyrir í húsinu og til að gera öllum kleift að njóta þess sem fram fer á leikvanginum, hefur gríðarstórum sjón- varpsskermum verið komið fyrir í lofti hússins. Auðvitað verður allt á skermunum, sem eru 12x8 metrar, í litum. Efri myndin sýnir útlit hússins en sú neðri sjónvarpsskermana yfir leikvellinum. Á LOFT EFTIR 25 METRA í Sviss hefur verið smíðuð ný gerð flugvéla, og eru þær þeim kostum bún- ar að geta lyft sér eftir aðeins 25 metra á flugbrautinni. Heitir flugvélar- gerð þessi Pilatus-Porter og var sýnd á flugvélasýningu í Hannóver í Vest- ur-Þýzkalandi í vor. Vakti flugvélin auðvitað mikla athygli, en undir henni er raketta, sem gerir galdurinn. Tækni- legar útskýringar höfum við því mið- ur ekki, enda vafasamt að lesendur Vikunnar hafi hug á að kaupa sér slíka flugvél.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.